Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Keflavík 77-68 | Skallagrímur náði að knýja fram oddaleik Stefán Árni Pálsson í Fjósinu skrifar 10. apríl 2017 20:45 Tavelyn Tillman var frábær í kvöld. vísir/andri marinó Skallagrímur náði að knýja fram oddaleik í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið bar sigur úr býtum, 77-68, gegn Keflavík í fjórða leik liðanna. Staðan í einvíginu er því 2-2 og þarf oddaleik til að skera úr um það hvað lið mætir Snæfell í úrslitarimmunni. Oddaleikurinn fer fram suður með sjó á fimmtudagskvöldið. Tavelyn Tillman var frábær í kvöld og skoraði hún 36 stig fyrir Skallagrím.Af hverju vann Skallagrímur?Liðið naut sín vel á heimavelli og nýtti sér stuðning áhorfenda sem fjölmenntu í Fjósið. Tavelyn Tillman stjórnaði leik Skallanna eins og herforingi og átti hún frábæran leik. Liðið spilaði mjög góða vörn og það skóp þennan sigur.Bestu menn vallarins? Tavelyn Tillman var besti maður vallarins og gjörsamlega dómineraði allt hjá heimamönnum. Sex leikmenn Skallagríms komust á blað í kvöld og dreifðist stigaskorið vel. Það var kannski liðsheild Skallagríms sem var næstbesti maður vallarins. Hjá Keflavík voru Ariana Moorer og Thelma Dís atkvæðamestar og spiluðu nokkuð vel.Hvað gekk illa? Keflavík réði illa við vörn Skallagríms og voru oft á tíðum í stökustu vandræðum með að skapa sér góða sóknarstöðu. Það var svona einna helst sem klikkaði í kvöld, en annars var leikurinn nokkuð vel spilaður.Skallagrímur-Keflavík 77-68 (20-14, 18-13, 12-16, 27-25)Skallagrímur: Tavelyn Tillman 36, Fanney Lind Thomas 10/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10/10 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 6/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 5, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 0, Arna Hrönn Ámundaóttir 0, Gunnhildur Lind Hansdóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Þórunn Birta Þórðardóttir 0. Keflavík: Ariana Moorer 19/12 fráköst/6 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 16/8 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 12/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8/4 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/5 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0. Sverrir: Þetta var bara ekki okkar dagur„Þetta var bara ekki nægilega gott hjá okkur í kvöld,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir tapið í kvöld. „Varnarlega var þetta ekki nægilega gott hjá okkur í kvöld og sóknarlega var ekki nægilega mikið flæði í okkar leik. Þetta var bara ekki okkar dagur og við verðum bara að mæta klárar í oddaleikinn.“ Sverrir segir að það hafi oft bara vantað herslumuninn í kvöld. „Liðið var kannski búið að minnka muninn í nokkur stig og þá hleypum við þeim aftur vel framúr okkur. Sóknarleikur okkar var svo hægur og létt fyrir Skallagrím að dekka okkur. Núna er það bara sæti í úrslitum eða sumarfrí.“ Sigrún Sjöfn: Margir spáðu því að Keflavík myndi sópa okkur„Við vorum búnar að laga það sem var að í síðustu tveimur leikjum,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Skallagríms, eftir leikinn. „Það var síðan ekkert erfitt að gíra sig upp í þennan leik þar sem sumir miðlar skrifuðu um að þetta yrði auðvelt sóp fyrir Keflavík. Ég trúi á liðið og alla í kringum liðið. Við vorum bara mættar hingað í kvöld til að sækja leik fimm.“ Sigrún segir að í kvöld hafi liðið ekki leyft Keflavík að vaða yfir sig. Hún var mjög ánægð með stuðninginn í Fjósinu í kvöld. „Þetta gefur okkur rosalega mikið. Þetta hefur manni bara orku. Maður er kannski ótrúlega þreyttur og svo heyrir maður í stúkunni og maður fær bara tíu sinnum meiri orku. Það verður erfitt að fara til Keflavíkur og ég býst við troðfullu húsi þar.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Leik lokið: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Sjá meira
Skallagrímur náði að knýja fram oddaleik í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið bar sigur úr býtum, 77-68, gegn Keflavík í fjórða leik liðanna. Staðan í einvíginu er því 2-2 og þarf oddaleik til að skera úr um það hvað lið mætir Snæfell í úrslitarimmunni. Oddaleikurinn fer fram suður með sjó á fimmtudagskvöldið. Tavelyn Tillman var frábær í kvöld og skoraði hún 36 stig fyrir Skallagrím.Af hverju vann Skallagrímur?Liðið naut sín vel á heimavelli og nýtti sér stuðning áhorfenda sem fjölmenntu í Fjósið. Tavelyn Tillman stjórnaði leik Skallanna eins og herforingi og átti hún frábæran leik. Liðið spilaði mjög góða vörn og það skóp þennan sigur.Bestu menn vallarins? Tavelyn Tillman var besti maður vallarins og gjörsamlega dómineraði allt hjá heimamönnum. Sex leikmenn Skallagríms komust á blað í kvöld og dreifðist stigaskorið vel. Það var kannski liðsheild Skallagríms sem var næstbesti maður vallarins. Hjá Keflavík voru Ariana Moorer og Thelma Dís atkvæðamestar og spiluðu nokkuð vel.Hvað gekk illa? Keflavík réði illa við vörn Skallagríms og voru oft á tíðum í stökustu vandræðum með að skapa sér góða sóknarstöðu. Það var svona einna helst sem klikkaði í kvöld, en annars var leikurinn nokkuð vel spilaður.Skallagrímur-Keflavík 77-68 (20-14, 18-13, 12-16, 27-25)Skallagrímur: Tavelyn Tillman 36, Fanney Lind Thomas 10/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10/10 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 6/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 5, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 0, Arna Hrönn Ámundaóttir 0, Gunnhildur Lind Hansdóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Þórunn Birta Þórðardóttir 0. Keflavík: Ariana Moorer 19/12 fráköst/6 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 16/8 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 12/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8/4 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/5 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0. Sverrir: Þetta var bara ekki okkar dagur„Þetta var bara ekki nægilega gott hjá okkur í kvöld,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir tapið í kvöld. „Varnarlega var þetta ekki nægilega gott hjá okkur í kvöld og sóknarlega var ekki nægilega mikið flæði í okkar leik. Þetta var bara ekki okkar dagur og við verðum bara að mæta klárar í oddaleikinn.“ Sverrir segir að það hafi oft bara vantað herslumuninn í kvöld. „Liðið var kannski búið að minnka muninn í nokkur stig og þá hleypum við þeim aftur vel framúr okkur. Sóknarleikur okkar var svo hægur og létt fyrir Skallagrím að dekka okkur. Núna er það bara sæti í úrslitum eða sumarfrí.“ Sigrún Sjöfn: Margir spáðu því að Keflavík myndi sópa okkur„Við vorum búnar að laga það sem var að í síðustu tveimur leikjum,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Skallagríms, eftir leikinn. „Það var síðan ekkert erfitt að gíra sig upp í þennan leik þar sem sumir miðlar skrifuðu um að þetta yrði auðvelt sóp fyrir Keflavík. Ég trúi á liðið og alla í kringum liðið. Við vorum bara mættar hingað í kvöld til að sækja leik fimm.“ Sigrún segir að í kvöld hafi liðið ekki leyft Keflavík að vaða yfir sig. Hún var mjög ánægð með stuðninginn í Fjósinu í kvöld. „Þetta gefur okkur rosalega mikið. Þetta hefur manni bara orku. Maður er kannski ótrúlega þreyttur og svo heyrir maður í stúkunni og maður fær bara tíu sinnum meiri orku. Það verður erfitt að fara til Keflavíkur og ég býst við troðfullu húsi þar.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Leik lokið: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Sjá meira