Segir veggjöld besta kostinn Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. apríl 2017 14:30 Kristján Möller. Vísir/Ernir Veggjöld til að fjármagna vegaframkvæmdir eru besti kosturinn í stöðunni. Þetta segir fyrrverandi samgönguráðherra sem situr í starfshópi ráðherra um vegaframkvæmdir en hópurinn skilar niðurstöðum sínum í næsta mánuði. Betra hefði þó verið að ráðast í slíkar framkvæmdir fyrr, á tímum kreppu og lítilla framkvæmda. Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skipaði í febrúar starfshóp til að kanna hvernig hátta megi umfangsmiklum framkvæmdum við stofnleiðir út frá höfuðborgarsvæðinu, bæði Vesturlandsveg og Suðurlandsveg, svo og Reykjanesbraut. Jafnframt er hópnum falið að setja fram tillögur um fjármögnun framkvæmdanna, til dæmis með veggjaldi.Vinna hópsins gengur velKristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, á sæti í starfshópnum.Hvernig gengur vinna hópsins?„Vinna hópsins gengur mjög vel. Við höfum verið að viða að okkur gögnum sem að komu bæði frá Vegagerðinni og öðrum um þessa vegarkafla sem okkur var upphaflega falið að fjalla um. Við höfum verið að kostnaðarmeta það og það er svona allt að verða tilbúið. Og síðan erum við núna byrjuð að skoða hvaða leiðir eru færar til þess að innheimta veggjöld af þessum nýju leiðum sem verið er að tala um og hvaða aðferð væri best að nota,“ segir Kristján.Hvaða leiðir eru þar í boði?„Ja, það er eins og mikið var rætt um í minni tíð og ég ræddi mikið um, svokölluð GPS tækni. Það hefur til dæmis komið í ljós við þessa vinnu að hún er allt of dýr enn þá,“ segir Kristján.Áróður FÍBEinnig sé meðal annars hægt að setja tiltekinn búnað í rúður ökutækja. Þá sé ljóst að ekki verða mannaðar gjaldstöðvar. „Áróður þeirra sem eru andstæðingar þessa verks, eins og Félags íslenskra bifreiðareigenda, að halda að það verði búin til einhver gjaldahlið sem að bifreiðareigendur þurfa að stoppa við og bíða eftir að fá að borga, það er liðin tíð. Tækninni hefur fleygt það mikið fram að þetta er allt orðið sjálfvirkt, eins og við höfum meðal annars fengið kynningu á að verður í Vaðlaheiðargöngum,“ segir Kristján.Betra á tímum kreppuStarfshópurinn mun skila niðurstöðum sínum til ráðherra í næsta mánuði og vonast Kristján til þess að fram fari upplýst og málefnaleg umræða um þær. Persónulega sé hann þeirra skoðunar að það að fjármagna vegaframkvæmdir með veggjöldum sé besti kosturinn í stöðunni, en slíkar hugmyndir voru einnig uppi þegar hann gegndi embætti samgönguráðherra. „Það hefði verið betra að það hefði verið gert á tímum kreppu og lítilla framkvæmda að við hefðum þá farið þær leiðir sem þar voru boðaðar, en því miður ýmsir mæltu gegn. Og það náði ekki í gegn en þá væru margar af þeim leiðum sem að við erum að ræða um núna, þá væru þar búið að framkvæma og komnir miklu betri og öruggari vegir,“ segir Kristján. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira
Veggjöld til að fjármagna vegaframkvæmdir eru besti kosturinn í stöðunni. Þetta segir fyrrverandi samgönguráðherra sem situr í starfshópi ráðherra um vegaframkvæmdir en hópurinn skilar niðurstöðum sínum í næsta mánuði. Betra hefði þó verið að ráðast í slíkar framkvæmdir fyrr, á tímum kreppu og lítilla framkvæmda. Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skipaði í febrúar starfshóp til að kanna hvernig hátta megi umfangsmiklum framkvæmdum við stofnleiðir út frá höfuðborgarsvæðinu, bæði Vesturlandsveg og Suðurlandsveg, svo og Reykjanesbraut. Jafnframt er hópnum falið að setja fram tillögur um fjármögnun framkvæmdanna, til dæmis með veggjaldi.Vinna hópsins gengur velKristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, á sæti í starfshópnum.Hvernig gengur vinna hópsins?„Vinna hópsins gengur mjög vel. Við höfum verið að viða að okkur gögnum sem að komu bæði frá Vegagerðinni og öðrum um þessa vegarkafla sem okkur var upphaflega falið að fjalla um. Við höfum verið að kostnaðarmeta það og það er svona allt að verða tilbúið. Og síðan erum við núna byrjuð að skoða hvaða leiðir eru færar til þess að innheimta veggjöld af þessum nýju leiðum sem verið er að tala um og hvaða aðferð væri best að nota,“ segir Kristján.Hvaða leiðir eru þar í boði?„Ja, það er eins og mikið var rætt um í minni tíð og ég ræddi mikið um, svokölluð GPS tækni. Það hefur til dæmis komið í ljós við þessa vinnu að hún er allt of dýr enn þá,“ segir Kristján.Áróður FÍBEinnig sé meðal annars hægt að setja tiltekinn búnað í rúður ökutækja. Þá sé ljóst að ekki verða mannaðar gjaldstöðvar. „Áróður þeirra sem eru andstæðingar þessa verks, eins og Félags íslenskra bifreiðareigenda, að halda að það verði búin til einhver gjaldahlið sem að bifreiðareigendur þurfa að stoppa við og bíða eftir að fá að borga, það er liðin tíð. Tækninni hefur fleygt það mikið fram að þetta er allt orðið sjálfvirkt, eins og við höfum meðal annars fengið kynningu á að verður í Vaðlaheiðargöngum,“ segir Kristján.Betra á tímum kreppuStarfshópurinn mun skila niðurstöðum sínum til ráðherra í næsta mánuði og vonast Kristján til þess að fram fari upplýst og málefnaleg umræða um þær. Persónulega sé hann þeirra skoðunar að það að fjármagna vegaframkvæmdir með veggjöldum sé besti kosturinn í stöðunni, en slíkar hugmyndir voru einnig uppi þegar hann gegndi embætti samgönguráðherra. „Það hefði verið betra að það hefði verið gert á tímum kreppu og lítilla framkvæmda að við hefðum þá farið þær leiðir sem þar voru boðaðar, en því miður ýmsir mæltu gegn. Og það náði ekki í gegn en þá væru margar af þeim leiðum sem að við erum að ræða um núna, þá væru þar búið að framkvæma og komnir miklu betri og öruggari vegir,“ segir Kristján.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira