Hlutabréfaviðskipti fruminnherja Gísli Halldórsson skrifar 8. mars 2017 09:23 Í febrúar birtu flest skráð félög í Kauphöllinni ársuppgjör. Í kjölfar þeirra hefur fjöldi fruminnherja í félögunum nýtt sér tækifæri til að eiga viðskipti, í langflestum tilfellum til að selja. Nýjustu dæmin eru sala forstjóra N1 á bréfum fyrir um 9,6 milljónir og þá seldi fjármálastjóri Nýherja bréf fyrir 27 miljónir króna. Í kjölfarið lækkuðu hlutabréf í N1 um 11,83% og bréf í Nýherja lækkuðu um 14,66%. Síðustu vikur höfum við séð fjölmörg viðlíka dæmi þar sem lykilstjórnendur og stjórnarmenn hafa selt bréf í félögum sem þeir tengjast og markaðurinn hefur tekið illa í. Fruminnherjar eru í viðkvæmari stöðu en aðrir hluthafar og hafa aðeins ákveðna glugga til að eiga viðskipti með bréf. Það er að hluta til vegna þess að þeir búa með reglulegu millibili yfir upplýsingum sem teljast ekki til opinberra upplýsinga. Þeir mega að sjálfsögðu ekki eiga viðskipti á meðan þeir búa yfir upplýsingum sem markaðurinn hefur ekki. Þetta getur jafnvel leitt til þess að yfir lengri tíma geta þessir aðilar ekki átt viðskipti og því er skiljanlegt í einhverjum tilfellum að þeir notfæri sér þessa glugga. Margir hafa haft á því orð hversu neikvætt það sé að bæði lykilstjórnendur og stjórnarmenn í skráðu félögunum hér á landi eigi almennt lítið undir persónulega. Frasinn að vera með skinn í leiknum (e. Skin in the game) á vel við hér. Einhverjir vilja eigna Warren Buffet þessi orð en hvað sem því líður þá eru þau góð og gild og vísa í að æskilegt sé að stjórnarmenn og stjórnendur hafi sömu hagsmuni og hluthafar. Almenna reglan í dag virðist hins vegar vera sú að stjórnarmenn séu flestir óháðir og án eignarhlutar og að lykilstjórnendur eigi ekkert eða mjög lítið hlutafé í sínum félögum. Þessi þróun er því enn frekar gegn þeim málstað og æskilegt væri að koma okkur í þá vegferð að hagsmunir stjórnenda samrýmist meira hagsmunum hluthafa. Það er þó eðlilegt að fruminnherjar geti sömuleiðis selt og tekið einhvern hagnað af borðinu. Það er hins vegar ekki eðlilegt að þegar þeir ætli sér að gera það lækki hlutabréfaverð félaga þeirra um tugi prósenta. Til þess að setja hlutina í samhengi þá seldi forstjóri N1 bréf fyrir 9,6 milljónir króna og þessi 9,6 milljóna viðskipti lækkuðu markaðsvirði N1 um tæpa fjóra milljarða. Við höfum ágætis fordæmi í Bandaríkjunum um reglu sem minnkar bæði tortryggni gagnvart sölu fruminnherja og dregur úr þessum öfgakenndu viðbrögðum, reglu 10b5-1. Hún gengur í einföldu máli út á það að fruminnherji, oftast lykilstjórnandi, á tíma þegar hann býr ekki yfir neinum innherjaupplýsingum setur fram áætlun um að selja alltaf ákveðið marga hluti á ákveðnum tíma mánaðarins næstu mánuði eða ár. Með þessu móti er tryggt að hagsmunum hluthafa, fruminnherja og markaðsaðila er best borgið. Það væri því æskilegt eftir reynslu síðastliðinna vikna að skoðað yrði að koma upp slíku kerfi sem gæti jafnframt orðið hvatning fyrir fleiri stjórnendur til þess að tryggja að þeir hafi skinn í leiknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í febrúar birtu flest skráð félög í Kauphöllinni ársuppgjör. Í kjölfar þeirra hefur fjöldi fruminnherja í félögunum nýtt sér tækifæri til að eiga viðskipti, í langflestum tilfellum til að selja. Nýjustu dæmin eru sala forstjóra N1 á bréfum fyrir um 9,6 milljónir og þá seldi fjármálastjóri Nýherja bréf fyrir 27 miljónir króna. Í kjölfarið lækkuðu hlutabréf í N1 um 11,83% og bréf í Nýherja lækkuðu um 14,66%. Síðustu vikur höfum við séð fjölmörg viðlíka dæmi þar sem lykilstjórnendur og stjórnarmenn hafa selt bréf í félögum sem þeir tengjast og markaðurinn hefur tekið illa í. Fruminnherjar eru í viðkvæmari stöðu en aðrir hluthafar og hafa aðeins ákveðna glugga til að eiga viðskipti með bréf. Það er að hluta til vegna þess að þeir búa með reglulegu millibili yfir upplýsingum sem teljast ekki til opinberra upplýsinga. Þeir mega að sjálfsögðu ekki eiga viðskipti á meðan þeir búa yfir upplýsingum sem markaðurinn hefur ekki. Þetta getur jafnvel leitt til þess að yfir lengri tíma geta þessir aðilar ekki átt viðskipti og því er skiljanlegt í einhverjum tilfellum að þeir notfæri sér þessa glugga. Margir hafa haft á því orð hversu neikvætt það sé að bæði lykilstjórnendur og stjórnarmenn í skráðu félögunum hér á landi eigi almennt lítið undir persónulega. Frasinn að vera með skinn í leiknum (e. Skin in the game) á vel við hér. Einhverjir vilja eigna Warren Buffet þessi orð en hvað sem því líður þá eru þau góð og gild og vísa í að æskilegt sé að stjórnarmenn og stjórnendur hafi sömu hagsmuni og hluthafar. Almenna reglan í dag virðist hins vegar vera sú að stjórnarmenn séu flestir óháðir og án eignarhlutar og að lykilstjórnendur eigi ekkert eða mjög lítið hlutafé í sínum félögum. Þessi þróun er því enn frekar gegn þeim málstað og æskilegt væri að koma okkur í þá vegferð að hagsmunir stjórnenda samrýmist meira hagsmunum hluthafa. Það er þó eðlilegt að fruminnherjar geti sömuleiðis selt og tekið einhvern hagnað af borðinu. Það er hins vegar ekki eðlilegt að þegar þeir ætli sér að gera það lækki hlutabréfaverð félaga þeirra um tugi prósenta. Til þess að setja hlutina í samhengi þá seldi forstjóri N1 bréf fyrir 9,6 milljónir króna og þessi 9,6 milljóna viðskipti lækkuðu markaðsvirði N1 um tæpa fjóra milljarða. Við höfum ágætis fordæmi í Bandaríkjunum um reglu sem minnkar bæði tortryggni gagnvart sölu fruminnherja og dregur úr þessum öfgakenndu viðbrögðum, reglu 10b5-1. Hún gengur í einföldu máli út á það að fruminnherji, oftast lykilstjórnandi, á tíma þegar hann býr ekki yfir neinum innherjaupplýsingum setur fram áætlun um að selja alltaf ákveðið marga hluti á ákveðnum tíma mánaðarins næstu mánuði eða ár. Með þessu móti er tryggt að hagsmunum hluthafa, fruminnherja og markaðsaðila er best borgið. Það væri því æskilegt eftir reynslu síðastliðinna vikna að skoðað yrði að koma upp slíku kerfi sem gæti jafnframt orðið hvatning fyrir fleiri stjórnendur til þess að tryggja að þeir hafi skinn í leiknum.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar