Spennustigið verður örugglega hátt á Sunnubrautinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2017 17:00 Frá bikarúrslitaleik liðanna á dögunum. Vísir/Andri Marinó Það hafa margir mikilvægir leikir verið spilaðir í kvennakörfunni í vetur og leikurinn á Sunnubrautinni í Keflavík í kvöld er án vafa ofarlega í þeim hópi. Keflavík og Skallagrímur eru jöfn að stigum með 36 stig í öðru og þriðja sæti Domino´s deildar kvenna í körfubolta og þau mætast einmitt í kvöld í TM-höllinni í Keflavík í leik sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Snæfell er tveimur stigum ofar í toppsætinu en býr líka að því að vera með betri innbyrðisstöðu á móti bæði Keflavík og Skallagrími. Lið Keflavíkur og Skallagríms hafa mæst tvisvar sinnum eftir áramót og báðir leikir hafa hnífjafnir og æsispennandi. Skallagrímur vann deildarleikinn í Borganesi með tveimur stigum (71-69) en Keflavík svaraði með því að vinna þriggja stiga sigur á Borgnesingum í bikarúrslitaleiknum (65-62). Síðan þá hefur Keflavík unnið 3 af 4 deildarleikjum sínum og Skallagrímsliðið hefur unnið tvo sigra í röð eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum eftir tapið í Laugardalshöllinni. Bæði liðin töpuðu því fyrsta leik eftir bikarúrslit en hafa um leið fundið taktinn á nýjan leik. Keflavík vann tvo fyrstu leikina með samtals 24 stigum og er því í góðum málum hvað varðar innbyrðisleikina á móti Skallagrími. Skallagrímur þyrfti að vinna með 23 stigum í kvöld til að breyta því og það eru ekki miklar líkur á svo ójöfnum leik. Keflavík kláraði vissulega Skallagrím í bikarúrslitaleiknum en hefur tapað hinum leikjunum á árinu á móti bestu liðum Domino´s deildarinnar. Keflavíkurliðið hefur tapað öllum þremur deildarleikjum sínum á árinu 2017 á móti Snæfelli og Skallagrími eða liðunum sem eru að berjast við Keflavíkurstelpurnar um deildarmeistaratitilinn, tvisvar fyrir Snæfelli á heimavelli og einu sinni á móti Skallagrími á útivelli. Keflavíkurkonur fá þá ekki aðeins tækifæri til að koma sér í lykilstöðu í öðru sætinu og halda sér inni í baráttunni um deildarmeistaratitilinn heldur einnig sýna að þær geti unnið bestu liðin í deildinni. Skallagrímsliðið hefur aftur á móti ekki tapað á útivelli í deildinni síðan 9. nóvember en liðið á möguleika á því að vinna níunda útileikinn í röð í kvöld. Síðustu tvö útivallartöp liðsins voru einmitt á móti Snæfelli og Keflavík (19. október). Skallagrímur á nú bara eftir að vinna í einu íþróttahúsi í deildinni í vetur og það er einmitt í Keflavík. Þær gætu breytt því í kvöld Dominos-deild kvenna Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
Það hafa margir mikilvægir leikir verið spilaðir í kvennakörfunni í vetur og leikurinn á Sunnubrautinni í Keflavík í kvöld er án vafa ofarlega í þeim hópi. Keflavík og Skallagrímur eru jöfn að stigum með 36 stig í öðru og þriðja sæti Domino´s deildar kvenna í körfubolta og þau mætast einmitt í kvöld í TM-höllinni í Keflavík í leik sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Snæfell er tveimur stigum ofar í toppsætinu en býr líka að því að vera með betri innbyrðisstöðu á móti bæði Keflavík og Skallagrími. Lið Keflavíkur og Skallagríms hafa mæst tvisvar sinnum eftir áramót og báðir leikir hafa hnífjafnir og æsispennandi. Skallagrímur vann deildarleikinn í Borganesi með tveimur stigum (71-69) en Keflavík svaraði með því að vinna þriggja stiga sigur á Borgnesingum í bikarúrslitaleiknum (65-62). Síðan þá hefur Keflavík unnið 3 af 4 deildarleikjum sínum og Skallagrímsliðið hefur unnið tvo sigra í röð eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum eftir tapið í Laugardalshöllinni. Bæði liðin töpuðu því fyrsta leik eftir bikarúrslit en hafa um leið fundið taktinn á nýjan leik. Keflavík vann tvo fyrstu leikina með samtals 24 stigum og er því í góðum málum hvað varðar innbyrðisleikina á móti Skallagrími. Skallagrímur þyrfti að vinna með 23 stigum í kvöld til að breyta því og það eru ekki miklar líkur á svo ójöfnum leik. Keflavík kláraði vissulega Skallagrím í bikarúrslitaleiknum en hefur tapað hinum leikjunum á árinu á móti bestu liðum Domino´s deildarinnar. Keflavíkurliðið hefur tapað öllum þremur deildarleikjum sínum á árinu 2017 á móti Snæfelli og Skallagrími eða liðunum sem eru að berjast við Keflavíkurstelpurnar um deildarmeistaratitilinn, tvisvar fyrir Snæfelli á heimavelli og einu sinni á móti Skallagrími á útivelli. Keflavíkurkonur fá þá ekki aðeins tækifæri til að koma sér í lykilstöðu í öðru sætinu og halda sér inni í baráttunni um deildarmeistaratitilinn heldur einnig sýna að þær geti unnið bestu liðin í deildinni. Skallagrímsliðið hefur aftur á móti ekki tapað á útivelli í deildinni síðan 9. nóvember en liðið á möguleika á því að vinna níunda útileikinn í röð í kvöld. Síðustu tvö útivallartöp liðsins voru einmitt á móti Snæfelli og Keflavík (19. október). Skallagrímur á nú bara eftir að vinna í einu íþróttahúsi í deildinni í vetur og það er einmitt í Keflavík. Þær gætu breytt því í kvöld
Dominos-deild kvenna Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira