Fjöldi krana nær methæðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. maí 2017 07:00 Miklar framkvæmdir standa yfir í nýju hverfi í Urriðaholti og er fjöldi krana eftir því. vísir/stefán Fjöldi byggingarkrana á landinu öllu er farinn að nálgast fjöldann árið 2007, sé horft til talna Vinnueftirlitsins. Árið 2007 fengu 364 kranar skoðun. Fjöldinn hríðféll síðan og fór niður í 113 árið 2010. Hann hefur vaxið jafnt og þétt og voru 277 kranar skoðaðir í fyrra. Þegar Fréttablaðið spurðist fyrir í vikunni fengust þær upplýsingar að 349 kranar væru skráðir í notkun. Þegar litið er til spennu í efnahagslífinu hefur gjarnan verið horft til fjölda byggingarkrana í notkun. Þannig er oft vísað til Roberts Alibers, prófessors í alþjóðahagfræði við Háskólann í Chicago, sem kom hingað til lands í aðdraganda efnahagshrunsins í maí 2008. Hann taldi alla byggingakranana í umferð og var ómyrkur í máli um ástand efnahagslífsins. En leiða má að því líkur að fjöldi krana geti orðið umtalsvert meiri í framtíðinni en hann var í aðdraganda hrunsins.Hagfræðingar eru sammála um að enn sé mikill skortur á íbúðum. Til dæmis telur Íbúðalánasjóður að byggja þurfi 9.000 íbúðir á næstu þremur árum, eða um 3.000 á ári að meðaltali. Á síðasta ári voru einungis byggðar um 1.600 íbúðir. Því er ljóst að byggingarmagn þarf um það bil að tvöfaldast til að anna eftirspurn. Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, segir að kranavísitalan sé ekki eins góður mælikvarði á ofhitnun í hagkerfinu og hún var á árunum fyrir hrun. „Árið 2007 var lánsfjárbóla og offramboð á íbúðarhúsnæði. Staðan er önnur i dag. Það er mikil eftirspurn vegna stórra árganga fyrstu kaupenda sem og vegna innflæðis af erlendum ríkisborgurum sem vinna til dæmis við ferðamannaiðnaðinn. Ferðamenn voru 485 þúsund árið 2007, samkvæmt tölum Ferðamálastofu en voru 1.792 þúsund árið 2016. Eftirspurn eftir krönum er því ekki einungis vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis heldur einnig vegna gistirýma og þess háttar,“ segir hann. Magnús Árni vísar til skýrslu sem Reykjavík Economics vann og kynnt var á dögunum. Þar kemur fram að raunverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um fimmtung á tólf mánaða tímabili. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að það sem einkenni markaðinn í dag sé framboðstregða sem hafi kynt undi verðhækkunum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Fjöldi byggingarkrana á landinu öllu er farinn að nálgast fjöldann árið 2007, sé horft til talna Vinnueftirlitsins. Árið 2007 fengu 364 kranar skoðun. Fjöldinn hríðféll síðan og fór niður í 113 árið 2010. Hann hefur vaxið jafnt og þétt og voru 277 kranar skoðaðir í fyrra. Þegar Fréttablaðið spurðist fyrir í vikunni fengust þær upplýsingar að 349 kranar væru skráðir í notkun. Þegar litið er til spennu í efnahagslífinu hefur gjarnan verið horft til fjölda byggingarkrana í notkun. Þannig er oft vísað til Roberts Alibers, prófessors í alþjóðahagfræði við Háskólann í Chicago, sem kom hingað til lands í aðdraganda efnahagshrunsins í maí 2008. Hann taldi alla byggingakranana í umferð og var ómyrkur í máli um ástand efnahagslífsins. En leiða má að því líkur að fjöldi krana geti orðið umtalsvert meiri í framtíðinni en hann var í aðdraganda hrunsins.Hagfræðingar eru sammála um að enn sé mikill skortur á íbúðum. Til dæmis telur Íbúðalánasjóður að byggja þurfi 9.000 íbúðir á næstu þremur árum, eða um 3.000 á ári að meðaltali. Á síðasta ári voru einungis byggðar um 1.600 íbúðir. Því er ljóst að byggingarmagn þarf um það bil að tvöfaldast til að anna eftirspurn. Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, segir að kranavísitalan sé ekki eins góður mælikvarði á ofhitnun í hagkerfinu og hún var á árunum fyrir hrun. „Árið 2007 var lánsfjárbóla og offramboð á íbúðarhúsnæði. Staðan er önnur i dag. Það er mikil eftirspurn vegna stórra árganga fyrstu kaupenda sem og vegna innflæðis af erlendum ríkisborgurum sem vinna til dæmis við ferðamannaiðnaðinn. Ferðamenn voru 485 þúsund árið 2007, samkvæmt tölum Ferðamálastofu en voru 1.792 þúsund árið 2016. Eftirspurn eftir krönum er því ekki einungis vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis heldur einnig vegna gistirýma og þess háttar,“ segir hann. Magnús Árni vísar til skýrslu sem Reykjavík Economics vann og kynnt var á dögunum. Þar kemur fram að raunverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um fimmtung á tólf mánaða tímabili. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að það sem einkenni markaðinn í dag sé framboðstregða sem hafi kynt undi verðhækkunum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira