Handbolti

Aron: Veit ekki hvort ég bjargaði okkur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Rafn Eðvarðsson kom inn af krafti í íslenska liðið í kvöld gegn Túnis og varði sína fyrstu bolta á mótinu. Markvarsla hans í seinni hálfleik bjargaði oft miklu.

„Þetta var erfiður leikur. Þeir spila rosalega langar og hægar sóknir. Við þurftum að hafa mikla þolinmæði og mikinn aga. Það var leiðinlegt að vinna ekki en eitt stig er eitt stig,“ sagði Aron Rafn eftir leik.

Aron varði lokaskot leiksins sem hefði getað tryggt Túnis sigur. Spurning hvort tíminn hafi samt verið búinn.

„Ég veit ekki hvort ég bjargaði okkur. Ég fann mig mjög vel er ég kom inn. Ég var sáttur við minn leik en við gerðum jafntefli, fáum eitt stig og það er það eina sem stendur upp úr.

„Nú verðum við bara að halda áfram. Frí á morgun og svo mætum við trylltir gegn Angóla. Við verðum að vinna þessa tvo leiki.“

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×