Stóriðju- og virkjanaárátta – stríð á hendur ósnortnum víðernum Tómas Guðbjartsson skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Undanfarið hefur skapast töluverð umræða um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir á Íslandi, enda virðist sem stjórnvöld ætli áfram að greiða götu mengandi stóriðju. Reynsla Keflvíkinga af kísilveri United Silicon í Helguvík er skýrt dæmi um misheppnaða stóriðjuframkvæmd og álver á Grundartanga, í Straumsvík eða Reyðarfirði munu seint teljast prýði eða bæta loftgæði. Þrátt fyrir að þessar verksmiðjur séu komnar til að vera þá er engan veginn sjálfgefið að það verði að reisa fleiri slíkar. Aðstæður á Íslandi eru gjörbreyttar og staðreynd að stóriðja fer illa saman við blómstrandi ferðamannaiðnað, sem er orðin sú atvinnugrein sem skapar langmestar gjaldeyristekjur og veitir miklu fleiri Íslendingum atvinnu en stóriðja.Virkjanir raska viðkvæmum víðernum Stóriðja er ekki aðeins mengandi heldur krefst hún mikillar orku sem fæst með því að virkja vatnsföll og háhitasvæði. Þessar virkjanir eru nær undantekningarlaust nálægt náttúruperlum sem bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn laðast að. Auk þess rjúfa þær ósnortin víðerni sem hafa minnkað um 70% á sl. 70 árum hér á landi. Ef stóriðjustefna og tilheyrandi virkjanaframkvæmdir halda áfram með sama hraða þarf ekki stærðfræðing til að reikna út hversu mikið verður eftir af ósnortnum víðernum fyrir komandi kynslóðir. Það er framtíðarsýn sem mér hugnast ekki. Ósnortin víðerni skipta nefnilega miklu máli, enda ein okkar helsta auðlind og það sem flestir útlendingar gefa upp sem ástæðu fyrir því að koma til Íslands.Heimsmeistarar í orkuframleiðslu til stóriðju Virkjanaárátta er stórt vandamál á Íslandi. Ljóst er að gríðarlegir hagsmunir er í húfi hjá orkufyrirtækjum og fjölda verktakafyrirtækja sem á síðustu 50 árum hafa tekið þátt í að auka orkuframleiðslu Íslendinga rúmlega tífalt. Í dag framleiða Íslendingar langmest allra í heiminum af rafmagni á íbúa, eða 54 kílóvattstundir, sem er helmingi meira en Norðmenn sem koma næstir með 23 kílóvattstundir. Langmest er framleitt með vatnsaflsvirkjunum en tæpur þriðjungur fæst með virkjun gufuafls. Aðeins 5% af þessari raforku eru nýtt til heimila en 80% fara til stóriðju, mest til álvera en einnig til járnblendi- og kísiliðjuvera. Orkan okkar er vissulega endurnýtanleg en reynslan af gufuaflsvirkjunum eins og á Hellisheiði og Reykjanesi hefur sýnt að þær eru ekki sjálfbærar ef gengið er hratt á auðlindina, sem er gufan neðanjarðar. Íslensk orka er heldur ekki ókeypis og að baki hverri virkjun er gríðarleg fjárfesting þar sem tekin hafa verið stór lán – oft í samvinnu við erlend risafyrirtæki. Stóriðja hefur vissulega skapað störf og tekjur hér á landi, en það hefðu peningarnir líka gert hefðu þeir verið nýttir til annarrar atvinnustarfsemi.Stóriðjuparadís þar sem náttúrunni blæðir Fyrir einhverjum áratugum voru álbræðslur taldar spennandi kostur til að styrkja efnahag landsins. Nú eru aðstæður hins vegar gjörbreyttar og viðhorf til náttúruverndar hafa breyst. Því stingur í stúf að á teikniborðinu séu átta stórar virkjanir hér á landi. Samtals eiga þær að skila 419 MW, sem er hvorki meira né minna en 60% af afli Kárahnjúkavirkjunar. Það er því verið að gefa í og gera Ísland að enn frekari paradís stóriðju. Viljum við það? Ég efast stórlega um að slík stefna samrýmist vilja meirihluta íslensku þjóðarinnar. Það er erfitt að stöðva gröfurnar þegar þær eru á annað borð komnar í gang. Að mínu mati er þessi stóriðju- og virkjanastefna úrelt og ekkert annað en stríð á hendur náttúru Íslands – náttúru sem okkur ber skylda til að vernda fyrir komandi kynslóðir.Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Tómas Guðbjartsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur skapast töluverð umræða um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir á Íslandi, enda virðist sem stjórnvöld ætli áfram að greiða götu mengandi stóriðju. Reynsla Keflvíkinga af kísilveri United Silicon í Helguvík er skýrt dæmi um misheppnaða stóriðjuframkvæmd og álver á Grundartanga, í Straumsvík eða Reyðarfirði munu seint teljast prýði eða bæta loftgæði. Þrátt fyrir að þessar verksmiðjur séu komnar til að vera þá er engan veginn sjálfgefið að það verði að reisa fleiri slíkar. Aðstæður á Íslandi eru gjörbreyttar og staðreynd að stóriðja fer illa saman við blómstrandi ferðamannaiðnað, sem er orðin sú atvinnugrein sem skapar langmestar gjaldeyristekjur og veitir miklu fleiri Íslendingum atvinnu en stóriðja.Virkjanir raska viðkvæmum víðernum Stóriðja er ekki aðeins mengandi heldur krefst hún mikillar orku sem fæst með því að virkja vatnsföll og háhitasvæði. Þessar virkjanir eru nær undantekningarlaust nálægt náttúruperlum sem bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn laðast að. Auk þess rjúfa þær ósnortin víðerni sem hafa minnkað um 70% á sl. 70 árum hér á landi. Ef stóriðjustefna og tilheyrandi virkjanaframkvæmdir halda áfram með sama hraða þarf ekki stærðfræðing til að reikna út hversu mikið verður eftir af ósnortnum víðernum fyrir komandi kynslóðir. Það er framtíðarsýn sem mér hugnast ekki. Ósnortin víðerni skipta nefnilega miklu máli, enda ein okkar helsta auðlind og það sem flestir útlendingar gefa upp sem ástæðu fyrir því að koma til Íslands.Heimsmeistarar í orkuframleiðslu til stóriðju Virkjanaárátta er stórt vandamál á Íslandi. Ljóst er að gríðarlegir hagsmunir er í húfi hjá orkufyrirtækjum og fjölda verktakafyrirtækja sem á síðustu 50 árum hafa tekið þátt í að auka orkuframleiðslu Íslendinga rúmlega tífalt. Í dag framleiða Íslendingar langmest allra í heiminum af rafmagni á íbúa, eða 54 kílóvattstundir, sem er helmingi meira en Norðmenn sem koma næstir með 23 kílóvattstundir. Langmest er framleitt með vatnsaflsvirkjunum en tæpur þriðjungur fæst með virkjun gufuafls. Aðeins 5% af þessari raforku eru nýtt til heimila en 80% fara til stóriðju, mest til álvera en einnig til járnblendi- og kísiliðjuvera. Orkan okkar er vissulega endurnýtanleg en reynslan af gufuaflsvirkjunum eins og á Hellisheiði og Reykjanesi hefur sýnt að þær eru ekki sjálfbærar ef gengið er hratt á auðlindina, sem er gufan neðanjarðar. Íslensk orka er heldur ekki ókeypis og að baki hverri virkjun er gríðarleg fjárfesting þar sem tekin hafa verið stór lán – oft í samvinnu við erlend risafyrirtæki. Stóriðja hefur vissulega skapað störf og tekjur hér á landi, en það hefðu peningarnir líka gert hefðu þeir verið nýttir til annarrar atvinnustarfsemi.Stóriðjuparadís þar sem náttúrunni blæðir Fyrir einhverjum áratugum voru álbræðslur taldar spennandi kostur til að styrkja efnahag landsins. Nú eru aðstæður hins vegar gjörbreyttar og viðhorf til náttúruverndar hafa breyst. Því stingur í stúf að á teikniborðinu séu átta stórar virkjanir hér á landi. Samtals eiga þær að skila 419 MW, sem er hvorki meira né minna en 60% af afli Kárahnjúkavirkjunar. Það er því verið að gefa í og gera Ísland að enn frekari paradís stóriðju. Viljum við það? Ég efast stórlega um að slík stefna samrýmist vilja meirihluta íslensku þjóðarinnar. Það er erfitt að stöðva gröfurnar þegar þær eru á annað borð komnar í gang. Að mínu mati er þessi stóriðju- og virkjanastefna úrelt og ekkert annað en stríð á hendur náttúru Íslands – náttúru sem okkur ber skylda til að vernda fyrir komandi kynslóðir.Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun