Ísland er land þitt Úrsúla Jünemann skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Hver kannast ekki við kvæði sem dásamar landið okkar með allri sinni fögru og einstöku náttúru og öllum gæðum sem hægt er að hugsa sér? Ég efast ekki um að flestum landsmönnum þykir vænt um landið sitt. En síðustu vikurnar bárust í æ auknum mæli fréttir um mengunarslys. Mikið skólp rann óhreinsað í sjóinn dögum saman í Reykjavík án þess að íbúar væru varaðir við. Olíumengunar varð vart í læk við Grafarvoginn sem er mikilvægur áningarstaður fyrir fugla. Varmá í Mosfellsbæ varð enn einu sinni fyrir alvarlegri mengun þannig að fiskarnir drápust. Loftmengun vegna svifryks og útblásturs í vetur og vor var mjög oft yfir viðunandi mörkum og „viðkvæmir voru hvattir að halda sig innandyra“. Er ekki tími kominn til þess að Íslendingar vakni af sínum þyrnirósarsvefni? Mun hreint og óspillt land heyra bráðum sögunni til? Kæruleysi og fáfræði er því miður mjög oft ennþá ríkjandi, þannig að menn nota alls konar óæskileg efni sem eru skaðleg náttúrunni og sturta jafnvel afganginum í niðurföllin þar sem það fer beint í árnar og sjóinn. Ofanvatnið frá íbúahverfunum fer oft óhreinsað í niðurföllin og þar með alls konar mengandi efni sem menn nota á sínum lóðum. Sveitarfélögin hafa því miður oft dregið lappirnar við það að vera með öfluga vöktun og aðgerðir til að draga úr mengum í ám, vötnum og víðar. Fagurgali sumra sveitarstjórnarmanna lýsir ekki því sem í raun og veru er gert í þágu náttúruverndar. Fjármagnið til umhverfis- og náttúruverndarmála er af allt of skornum skammti í mörgum sveitarfélögum. Manni finnst bara grátbroslegt að það sé verið að biðla til þeirra sem ollu menguninni að gefa sig fram – eins og var gert í tilfelli olíumengunarinnar í Grafarvoginum. Hver myndi gera það af fúsum og frjálsum vilja? „Maður lærir af mistökum,“ var sagt þegar í ljós kom að í skólpdælustöð við Faxaskjól voru lokur ekki úr ryðfríu stáli svo þær tærðust upp og ollu þessari gríðarlega miklu mengun í marga daga. Maður spyr sig hvort þarna hafi einfaldlega mistök átt sér stað eða hvort menn hafi viljað spara við að nota ódýrara efni. Og svo eru það stóru málin. Hvernig er staðan í sambandi við fyrirtækin og mengunarvarnir þeirra? Í Tálknafirði bárust plastagnir frá seiðaeldisstöðinni Arctic Fish í fjöruna og afsökunin var þannig að menn hefðu bara ekki gert ráð fyrir vestfirskum vindum (RUV 18.7.), frábært! Enn er planað lax- og silungseldi í stórum stíl þó að vitað sé að sleppifiskar muni með tímanum ganga af villtu fiskistofnunum dauðum vegna erfðamengunar. Og ekki er vitað hvaða afleiðingar fiskeldi í opnum kvíum í fjörðunum mun hafa því alls konar efni eru notuð sem eru ekki æskileg í lífríki sjávar. Stóriðjufyrirtækin fá afslátt af mengun og ef þau standa ekki í stykkinu hvað mengunarvarnir snertir þá fá þau endalaust nýja „sjensa“ eins og t.d. þetta subbufyrirtæki þarna í Helguvík. Nýjasta sorglega dæminu var greint frá í Fréttablaðinu þann 22.7.: PCC Silicon á Bakka fær afslátt af útblæstri ryks og það má vera fjórfalt meira fyrstu tvö rekstrarárin en leyfilegt er samkvæmt nýjum lögum. Og Umhverfisstofnun leggur meira að segja blessun sína yfir þetta. Menn eru ennþá að gæla við hugmyndina um olíuvinnslu á Drekasvæðinu og stórskipahöfn á Langanesi. Og svo eru það fleiri virkjunarhugmyndir með allri eyðileggingunni sem fylgir. Landsmönnum er ennþá talin trú um að þetta sé nauðsynlegt til að láta hjól atvinnulífsins snúast. Hér er einungis stiklað á stóru um það sem er að gerast hér á landi. En það er allavega skref í rétta átt að umhverfismál og mengunarslys rati í fréttir í staðinn fyrir að vera sópað undir teppið. Ég er sannfærð um að flestöllum landsmönnum þyki vænt um landið sitt og náttúru þó að til séu svartir sauðir sem er alveg sama. En fáfræði, hugsunar- og kæruleysi er því miður algengt. Þörf er á aukinni fræðslu og einnig hertu eftirliti með umhverfissóðunum. Virkri vöktun á náttúrudjásnum þarf að koma af stað þó að það kosti eitthvað. Fyrirbyggjandi aðgerðir munu seinna meir margfalt borga sig. Menn þurfa að gera ráð fyrir að þegar sparað er í umhverfismálum muni það yfirleitt kosta meira í alls konar aðgerðum þegar skaðinn er skeður.Höfundur er kennari á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hver kannast ekki við kvæði sem dásamar landið okkar með allri sinni fögru og einstöku náttúru og öllum gæðum sem hægt er að hugsa sér? Ég efast ekki um að flestum landsmönnum þykir vænt um landið sitt. En síðustu vikurnar bárust í æ auknum mæli fréttir um mengunarslys. Mikið skólp rann óhreinsað í sjóinn dögum saman í Reykjavík án þess að íbúar væru varaðir við. Olíumengunar varð vart í læk við Grafarvoginn sem er mikilvægur áningarstaður fyrir fugla. Varmá í Mosfellsbæ varð enn einu sinni fyrir alvarlegri mengun þannig að fiskarnir drápust. Loftmengun vegna svifryks og útblásturs í vetur og vor var mjög oft yfir viðunandi mörkum og „viðkvæmir voru hvattir að halda sig innandyra“. Er ekki tími kominn til þess að Íslendingar vakni af sínum þyrnirósarsvefni? Mun hreint og óspillt land heyra bráðum sögunni til? Kæruleysi og fáfræði er því miður mjög oft ennþá ríkjandi, þannig að menn nota alls konar óæskileg efni sem eru skaðleg náttúrunni og sturta jafnvel afganginum í niðurföllin þar sem það fer beint í árnar og sjóinn. Ofanvatnið frá íbúahverfunum fer oft óhreinsað í niðurföllin og þar með alls konar mengandi efni sem menn nota á sínum lóðum. Sveitarfélögin hafa því miður oft dregið lappirnar við það að vera með öfluga vöktun og aðgerðir til að draga úr mengum í ám, vötnum og víðar. Fagurgali sumra sveitarstjórnarmanna lýsir ekki því sem í raun og veru er gert í þágu náttúruverndar. Fjármagnið til umhverfis- og náttúruverndarmála er af allt of skornum skammti í mörgum sveitarfélögum. Manni finnst bara grátbroslegt að það sé verið að biðla til þeirra sem ollu menguninni að gefa sig fram – eins og var gert í tilfelli olíumengunarinnar í Grafarvoginum. Hver myndi gera það af fúsum og frjálsum vilja? „Maður lærir af mistökum,“ var sagt þegar í ljós kom að í skólpdælustöð við Faxaskjól voru lokur ekki úr ryðfríu stáli svo þær tærðust upp og ollu þessari gríðarlega miklu mengun í marga daga. Maður spyr sig hvort þarna hafi einfaldlega mistök átt sér stað eða hvort menn hafi viljað spara við að nota ódýrara efni. Og svo eru það stóru málin. Hvernig er staðan í sambandi við fyrirtækin og mengunarvarnir þeirra? Í Tálknafirði bárust plastagnir frá seiðaeldisstöðinni Arctic Fish í fjöruna og afsökunin var þannig að menn hefðu bara ekki gert ráð fyrir vestfirskum vindum (RUV 18.7.), frábært! Enn er planað lax- og silungseldi í stórum stíl þó að vitað sé að sleppifiskar muni með tímanum ganga af villtu fiskistofnunum dauðum vegna erfðamengunar. Og ekki er vitað hvaða afleiðingar fiskeldi í opnum kvíum í fjörðunum mun hafa því alls konar efni eru notuð sem eru ekki æskileg í lífríki sjávar. Stóriðjufyrirtækin fá afslátt af mengun og ef þau standa ekki í stykkinu hvað mengunarvarnir snertir þá fá þau endalaust nýja „sjensa“ eins og t.d. þetta subbufyrirtæki þarna í Helguvík. Nýjasta sorglega dæminu var greint frá í Fréttablaðinu þann 22.7.: PCC Silicon á Bakka fær afslátt af útblæstri ryks og það má vera fjórfalt meira fyrstu tvö rekstrarárin en leyfilegt er samkvæmt nýjum lögum. Og Umhverfisstofnun leggur meira að segja blessun sína yfir þetta. Menn eru ennþá að gæla við hugmyndina um olíuvinnslu á Drekasvæðinu og stórskipahöfn á Langanesi. Og svo eru það fleiri virkjunarhugmyndir með allri eyðileggingunni sem fylgir. Landsmönnum er ennþá talin trú um að þetta sé nauðsynlegt til að láta hjól atvinnulífsins snúast. Hér er einungis stiklað á stóru um það sem er að gerast hér á landi. En það er allavega skref í rétta átt að umhverfismál og mengunarslys rati í fréttir í staðinn fyrir að vera sópað undir teppið. Ég er sannfærð um að flestöllum landsmönnum þyki vænt um landið sitt og náttúru þó að til séu svartir sauðir sem er alveg sama. En fáfræði, hugsunar- og kæruleysi er því miður algengt. Þörf er á aukinni fræðslu og einnig hertu eftirliti með umhverfissóðunum. Virkri vöktun á náttúrudjásnum þarf að koma af stað þó að það kosti eitthvað. Fyrirbyggjandi aðgerðir munu seinna meir margfalt borga sig. Menn þurfa að gera ráð fyrir að þegar sparað er í umhverfismálum muni það yfirleitt kosta meira í alls konar aðgerðum þegar skaðinn er skeður.Höfundur er kennari á eftirlaunum.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun