Kominn tími til að hætta Robert Barber skrifar 19. janúar 2017 07:00 Ísland og Bandaríkin eru vinaþjóðir sem deila mörgum grunngildum og hagsmunum. Samband þjóðanna byggist á frændsemi, menningu og efnahags- og viðskiptatengslum. Bandaríkin voru fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði Íslands árið 1944. Viðskiptalega eru Bandaríkin einn stærsti útflutningsmarkaðurinn fyrir íslenskar vörur og stærsta uppspretta erlendrar fjárfestingar á Íslandi. Bandarískur innflutningur til Íslands árið 2015 var 55 milljarðar kr., eða 8% af heildarinnflutningi. Efnahagsleg tengsl landanna eru djúpstæð og spanna allt frá morgunkorni til sólarkísils. Þessi efnahagslegu tengsl ríkjanna eru mikilvægur þáttur í tvíhliða samstarfi landanna og er bandaríski markaðurinn mjög móttækilegur fyrir íslenskum vörum og nýsköpunarfyrirtækum. Þetta hefur ýtt undir fjölbreytni í fjárfestingu og fjármögnun á hinum ýmsu tækifærum fyrir íslensk fyrirtæki og einstaklinga og hef ég sjálfur orðið vitni að opnun nýrra markaða fyrir íslenskar hugmyndir og hugvit. Flest þekkjum við fyrirtæki eins og Marel, Össur, Eimskip og Icelandair sem hafa náð að festa sig vel í sessi í Bandaríkjunum og munum við sjá fleiri fyrirtæki eins og Kerecis og WOW air ná svipuðum hæðum á næstunni. Íslenski sjávarklasinn og Íslenski jarðvarmaklasinn eru fyrirmyndir svipaðra verkefna í Bandaríkjunum. Ef ég lít til framtíðar sé ég ógrynni af tækifærum sem má bæði þróa og útfæra á grundvelli tvíhliða sambands Íslands og Bandaríkjanna. Viðskiptasamband landanna mun líklega halda áfram að aukast á næstu árum enda byggt á sterkri og hagstæðri ímynd íslenskra vörumerkja sem Bandaríkjamönnum fellur vel í geð. Ímynd sem er ekki einungis byggð á gæðum íslensks útflutnings heldur einnig velgengni Íslands við að tryggja í sessi verðskuldað orðspor sem land sem státar af umhyggju fyrir umhverfinu og félagslegri ábyrgð. Sem slíkt skarar Ísland fram úr í framleiðslu á gæðavörum á sjálfbæran og nýstárlegan hátt. Þessi jákvæða ímynd Íslands og Íslendinga hefur ekki bara skilað sér í meiri útflutningi til Bandaríkjanna, heldur einnig í ferðamannaiðnaðinum, en á árinu 2016 heimsóttu fleiri Bandaríkjamenn Ísland en nokkru sinni fyrr og má búast við enn fleirum á þessu ári. Það er erfitt að verðleggja sjálfbærni eða umhverfisábyrgð en það er ljóst að þær hafa gjald á einhvern hátt. Rétt eins og hinn íslenski neytandi er opinn fyrir nýjum, einstökum hráefnum og framleiðslu frá Bandaríkjunum, hafa Bandaríkjamenn fagnað komu íslenskra matvæla á bandarískan markað, eins og til dæmis skyrs og íslensks sjávarfangs. Bandaríski markaðurinn fyrir íslenskan fisk er að mestu ónýttur og er gríðarleg eftirspurn eftir gæðafisk- og sjávarfurðum. Möguleikarnir fyrir íslenskar sjávarafurðir eru því vel fyrir hendi.Skaðlegur blettur Það er því miður einn blettur á hinu íslenska vörumerki sem er sérstaklega skaðlegur íslenskum sjávarafurðum. Þar vísa ég til áframhaldandi hvalveiða Íslendinga, sem eru verulega illa séðar af fjölda Bandaríkjamanna. Þessir samviskusömu neytendur eru fljótir að rísa gegn söluaðilum sem setja vörur á markað sem taldar eru umdeildar. Slíkt getur haft áhrif á markaðssetningu íslenskra matvæla þar sem verslanir og neytendur geta snúið baki við afurðum sem koma frá Íslandi. Slíkar aðgerðir geta einnig haft áhrif á komur bandarískra ferðamanna til landsins. Hvalaskoðun við Ísland er atvinnugrein sem skilar milljörðum króna inn í þjóðarbúið og er skýrt dæmi um það hvernig hægt er að hámarka efnahagslegan ávinning af þessari auðlind. Það ætti því að liggja fyrir hver sé besta nýtingin á hval við Íslandsstrendur. Þessi grein er ekki ætluð sem ádeila gegn hvalveiðum. Þó að afstaða bandarískra stjórnvalda sé skýr, þá er það undir Íslendingum komið að taka ákvörðun um það hver hvalveiðistefna Íslands er, og virði ég rétt Íslands sem fullvalda þjóðar til að gera það. Ég vil frekar deila þeirri ályktun minni sem ég hef komist að sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, að það takmarkaða útflutningsvirði af hvalkjötssölu er mjög léttvægt í samanburði við aukin markaðstækifæri, bæði á bandarískum markaði fyrir sjávarfang og í íslenskum ferðaiðnaði, sem kæmu í kjölfarið á því að Íslendingar byndu endahnút á hvalveiðar sínar. Það gæti verið öllum í vil, sérstaklega íslenskum sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Þar sem ég mun kveðja Ísland sem sendiherra Bandaríkjanna þann 20. janúar, langar mig að þakka öllum Íslendingum kærlega fyrir góðar viðtökur og að hafa gert tveggja ára dvöl mína hér á landi ótrúlega gefandi. Ég er heppinn að hafa notið þeirra forréttinda að fá að hafa þjónað þjóð minni sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Takk fyrir mig. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland og Bandaríkin eru vinaþjóðir sem deila mörgum grunngildum og hagsmunum. Samband þjóðanna byggist á frændsemi, menningu og efnahags- og viðskiptatengslum. Bandaríkin voru fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði Íslands árið 1944. Viðskiptalega eru Bandaríkin einn stærsti útflutningsmarkaðurinn fyrir íslenskar vörur og stærsta uppspretta erlendrar fjárfestingar á Íslandi. Bandarískur innflutningur til Íslands árið 2015 var 55 milljarðar kr., eða 8% af heildarinnflutningi. Efnahagsleg tengsl landanna eru djúpstæð og spanna allt frá morgunkorni til sólarkísils. Þessi efnahagslegu tengsl ríkjanna eru mikilvægur þáttur í tvíhliða samstarfi landanna og er bandaríski markaðurinn mjög móttækilegur fyrir íslenskum vörum og nýsköpunarfyrirtækum. Þetta hefur ýtt undir fjölbreytni í fjárfestingu og fjármögnun á hinum ýmsu tækifærum fyrir íslensk fyrirtæki og einstaklinga og hef ég sjálfur orðið vitni að opnun nýrra markaða fyrir íslenskar hugmyndir og hugvit. Flest þekkjum við fyrirtæki eins og Marel, Össur, Eimskip og Icelandair sem hafa náð að festa sig vel í sessi í Bandaríkjunum og munum við sjá fleiri fyrirtæki eins og Kerecis og WOW air ná svipuðum hæðum á næstunni. Íslenski sjávarklasinn og Íslenski jarðvarmaklasinn eru fyrirmyndir svipaðra verkefna í Bandaríkjunum. Ef ég lít til framtíðar sé ég ógrynni af tækifærum sem má bæði þróa og útfæra á grundvelli tvíhliða sambands Íslands og Bandaríkjanna. Viðskiptasamband landanna mun líklega halda áfram að aukast á næstu árum enda byggt á sterkri og hagstæðri ímynd íslenskra vörumerkja sem Bandaríkjamönnum fellur vel í geð. Ímynd sem er ekki einungis byggð á gæðum íslensks útflutnings heldur einnig velgengni Íslands við að tryggja í sessi verðskuldað orðspor sem land sem státar af umhyggju fyrir umhverfinu og félagslegri ábyrgð. Sem slíkt skarar Ísland fram úr í framleiðslu á gæðavörum á sjálfbæran og nýstárlegan hátt. Þessi jákvæða ímynd Íslands og Íslendinga hefur ekki bara skilað sér í meiri útflutningi til Bandaríkjanna, heldur einnig í ferðamannaiðnaðinum, en á árinu 2016 heimsóttu fleiri Bandaríkjamenn Ísland en nokkru sinni fyrr og má búast við enn fleirum á þessu ári. Það er erfitt að verðleggja sjálfbærni eða umhverfisábyrgð en það er ljóst að þær hafa gjald á einhvern hátt. Rétt eins og hinn íslenski neytandi er opinn fyrir nýjum, einstökum hráefnum og framleiðslu frá Bandaríkjunum, hafa Bandaríkjamenn fagnað komu íslenskra matvæla á bandarískan markað, eins og til dæmis skyrs og íslensks sjávarfangs. Bandaríski markaðurinn fyrir íslenskan fisk er að mestu ónýttur og er gríðarleg eftirspurn eftir gæðafisk- og sjávarfurðum. Möguleikarnir fyrir íslenskar sjávarafurðir eru því vel fyrir hendi.Skaðlegur blettur Það er því miður einn blettur á hinu íslenska vörumerki sem er sérstaklega skaðlegur íslenskum sjávarafurðum. Þar vísa ég til áframhaldandi hvalveiða Íslendinga, sem eru verulega illa séðar af fjölda Bandaríkjamanna. Þessir samviskusömu neytendur eru fljótir að rísa gegn söluaðilum sem setja vörur á markað sem taldar eru umdeildar. Slíkt getur haft áhrif á markaðssetningu íslenskra matvæla þar sem verslanir og neytendur geta snúið baki við afurðum sem koma frá Íslandi. Slíkar aðgerðir geta einnig haft áhrif á komur bandarískra ferðamanna til landsins. Hvalaskoðun við Ísland er atvinnugrein sem skilar milljörðum króna inn í þjóðarbúið og er skýrt dæmi um það hvernig hægt er að hámarka efnahagslegan ávinning af þessari auðlind. Það ætti því að liggja fyrir hver sé besta nýtingin á hval við Íslandsstrendur. Þessi grein er ekki ætluð sem ádeila gegn hvalveiðum. Þó að afstaða bandarískra stjórnvalda sé skýr, þá er það undir Íslendingum komið að taka ákvörðun um það hver hvalveiðistefna Íslands er, og virði ég rétt Íslands sem fullvalda þjóðar til að gera það. Ég vil frekar deila þeirri ályktun minni sem ég hef komist að sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, að það takmarkaða útflutningsvirði af hvalkjötssölu er mjög léttvægt í samanburði við aukin markaðstækifæri, bæði á bandarískum markaði fyrir sjávarfang og í íslenskum ferðaiðnaði, sem kæmu í kjölfarið á því að Íslendingar byndu endahnút á hvalveiðar sínar. Það gæti verið öllum í vil, sérstaklega íslenskum sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Þar sem ég mun kveðja Ísland sem sendiherra Bandaríkjanna þann 20. janúar, langar mig að þakka öllum Íslendingum kærlega fyrir góðar viðtökur og að hafa gert tveggja ára dvöl mína hér á landi ótrúlega gefandi. Ég er heppinn að hafa notið þeirra forréttinda að fá að hafa þjónað þjóð minni sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Takk fyrir mig. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar