McLaren tvöfaldaði söluna Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2017 16:29 McLaren 570S. Árið í fyrra verður væntanlega í minnum haft hjá breska sportbílaframleiðandanum McLaren þar sem fyrirtækið tvöfaldaði bílasölu sína. Í fyrra seldi McLaren 3.286 bíla en 1.654 bíla árið 2015. Það gerir vöxt í sölu uppá 99,6%. N-Ameríka er áfram stærsti sölumarkaður McLaren og seldust þar 1.139 bílar en Evrópa kemur þó rétt þar á eftir með 996 selda bíla og 153% aukningu á milli ára, en vöxturinn vestahafs nam 106%. Vöxturinn í miðausturlöndum, S-Ameríku, Mið-Ameríku og Afríku var 69% og alls seldi McLaren 228 bíla í Kína í fyrra. Þó svo að 3.286 bíla sala sé ekki mikil í samanburði við margan annan bílaframleiðandann, þá ber að hafa í huga að bílar McLaren eru æði dýrir og kostar t.d. þeirra söluhæsti bíll, McLaren 570S 201.450 dollara, eða 23 milljón krónur og því mætti fimmfalda eða þess vegna tífalda sölumagnið í samanburði við sölu hefbundinna bíla. McLaren 650S kostar 349.500 dollara, eða fast að helmingi meira en 570S. McLaren ætla ekki að láta þar við sitja þó svo bílasalan hafi tvöfaldast í fyrra, heldur stefna ótrauðir að 10.000 bíla sölu árið 2020. Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent
Árið í fyrra verður væntanlega í minnum haft hjá breska sportbílaframleiðandanum McLaren þar sem fyrirtækið tvöfaldaði bílasölu sína. Í fyrra seldi McLaren 3.286 bíla en 1.654 bíla árið 2015. Það gerir vöxt í sölu uppá 99,6%. N-Ameríka er áfram stærsti sölumarkaður McLaren og seldust þar 1.139 bílar en Evrópa kemur þó rétt þar á eftir með 996 selda bíla og 153% aukningu á milli ára, en vöxturinn vestahafs nam 106%. Vöxturinn í miðausturlöndum, S-Ameríku, Mið-Ameríku og Afríku var 69% og alls seldi McLaren 228 bíla í Kína í fyrra. Þó svo að 3.286 bíla sala sé ekki mikil í samanburði við margan annan bílaframleiðandann, þá ber að hafa í huga að bílar McLaren eru æði dýrir og kostar t.d. þeirra söluhæsti bíll, McLaren 570S 201.450 dollara, eða 23 milljón krónur og því mætti fimmfalda eða þess vegna tífalda sölumagnið í samanburði við sölu hefbundinna bíla. McLaren 650S kostar 349.500 dollara, eða fast að helmingi meira en 570S. McLaren ætla ekki að láta þar við sitja þó svo bílasalan hafi tvöfaldast í fyrra, heldur stefna ótrauðir að 10.000 bíla sölu árið 2020.
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent