Vísbendingar um að töluverðu fjármagni sé komið undan skatti með ólöglegri milliverðlagningu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. janúar 2017 20:50 Skattaskjól hafa mikið verið í umræðunni að undanförnu. Samsett/Valli/Ernir Í vinnu starfshóps, sem falið var að kanna umfang aflandsviðskipta og umsiva á lágskattasvæðum, komu fram vísbendingar um að verð sé skráð rangt í inn og útflutningi. Upplýsingar og samanburðargögn vanti þó og því sé nauðsynlegt að rannsaka málið betur. Fjallað var um málið í Kastljósi í kvöld. Ólögleg milliverðlagning felur í sér skattaundanskot. Hún er framkvæmd þannig að rangt verð er skráð í inn- eða útflutningi í hagnaðarskyni. Oft er hún framkvæmd í viðskipum milli landa en innan tengdra félaga. Fyrir utan að vera ólögleg felur milliverðlagning í sér undanskot á sköttum og hefur oft í för með sér hærra verð innfluttrar vöru. Í vinnu sinni komst starfshópurinn að þeirri niðurstöðu að þær samanburðaraðferðir sem notaðar eru erlendis til að áætla umfang slíks hér á landi séu ekki nothæfar. Þrátt fyrir mikilvægi útflutnings hér á landi virðist sem yfirsýn yfir hundruða milljarða útflutning geri mönnum erfitt fyrir að sjá hvort rétt verð sé gefið uppÁhyggjuefni á heimsvísu Þau gögn sem eru til gefa þó vísbendingar um að verð sé skráð rangt í inn- og útflutningi í hagnaðarskyni. Áætla má að tíu prósent af inn- og útflutningi sé þar undir og að fjármagn sem komið er undan með þeim hætti geti numið 120 milljörðum króna á síðustu tuttugu árum. „Það eru vísbendingar um að þessi munur sé meiri heldur en hann á að vera ef tekið er tillit til kostnaðar. En gögnin eru svolítið mótsagnakennd þannig að við teljum okkur ekki hafa komist til botns í því almennilega,“ sagði Sigurður Ingólfsson, formaður starfshópsins sem vann skýrsluna í Kastljósi í kvöld. „Aðalástæðan fyrir því að við þurfum að gera það er að við höfðum ekki tíma og mannafla til þess að grafa almennilega ofan í gögnin. Eins og hefur verið gert margoft alþjóðlega til dæmis fyrir Afríkuríki. Í þessum Afríkulöndum kemur í ljós að fjármagnsflóttinn nemur hærri fjárhæðum en samanlögð erlend fjárfesting inn í landið og öll þróunarhjálp. Þannig að þetta er áhyggjuefni á heimsvísu og fróðlegt að sjá hvernig þetta er hérlendis. Við þekkjum það úr sögunni á Íslandi að þetta hefur verið stundað í miklum mæli hérlendis. Þess vegna er eðlilegt að menn spyrji sig hvort þetta sé hætt. En því er bara ósvarað. Við þyrftum að komast í að greina þessi gögn nánar ef við ætluðum að svara því hvort þetta sé enn ástundað í miklum mæli.” Tengdar fréttir Tekjutap vegna skattaskjóla hleypur á milljörðum króna Árlegt skattatap hins opinbera vegna aflandsfélaga er metið á milli 4,6 og 15,5 milljarðar króna. Landsbankinn í Lúxemborg sá um stofnun meirihluta félaganna. Hlutdeild aflandsfélaga í úrvalsvísitölunni árið 2007 var 56 prósent. Þetta k 7. janúar 2017 07:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Í vinnu starfshóps, sem falið var að kanna umfang aflandsviðskipta og umsiva á lágskattasvæðum, komu fram vísbendingar um að verð sé skráð rangt í inn og útflutningi. Upplýsingar og samanburðargögn vanti þó og því sé nauðsynlegt að rannsaka málið betur. Fjallað var um málið í Kastljósi í kvöld. Ólögleg milliverðlagning felur í sér skattaundanskot. Hún er framkvæmd þannig að rangt verð er skráð í inn- eða útflutningi í hagnaðarskyni. Oft er hún framkvæmd í viðskipum milli landa en innan tengdra félaga. Fyrir utan að vera ólögleg felur milliverðlagning í sér undanskot á sköttum og hefur oft í för með sér hærra verð innfluttrar vöru. Í vinnu sinni komst starfshópurinn að þeirri niðurstöðu að þær samanburðaraðferðir sem notaðar eru erlendis til að áætla umfang slíks hér á landi séu ekki nothæfar. Þrátt fyrir mikilvægi útflutnings hér á landi virðist sem yfirsýn yfir hundruða milljarða útflutning geri mönnum erfitt fyrir að sjá hvort rétt verð sé gefið uppÁhyggjuefni á heimsvísu Þau gögn sem eru til gefa þó vísbendingar um að verð sé skráð rangt í inn- og útflutningi í hagnaðarskyni. Áætla má að tíu prósent af inn- og útflutningi sé þar undir og að fjármagn sem komið er undan með þeim hætti geti numið 120 milljörðum króna á síðustu tuttugu árum. „Það eru vísbendingar um að þessi munur sé meiri heldur en hann á að vera ef tekið er tillit til kostnaðar. En gögnin eru svolítið mótsagnakennd þannig að við teljum okkur ekki hafa komist til botns í því almennilega,“ sagði Sigurður Ingólfsson, formaður starfshópsins sem vann skýrsluna í Kastljósi í kvöld. „Aðalástæðan fyrir því að við þurfum að gera það er að við höfðum ekki tíma og mannafla til þess að grafa almennilega ofan í gögnin. Eins og hefur verið gert margoft alþjóðlega til dæmis fyrir Afríkuríki. Í þessum Afríkulöndum kemur í ljós að fjármagnsflóttinn nemur hærri fjárhæðum en samanlögð erlend fjárfesting inn í landið og öll þróunarhjálp. Þannig að þetta er áhyggjuefni á heimsvísu og fróðlegt að sjá hvernig þetta er hérlendis. Við þekkjum það úr sögunni á Íslandi að þetta hefur verið stundað í miklum mæli hérlendis. Þess vegna er eðlilegt að menn spyrji sig hvort þetta sé hætt. En því er bara ósvarað. Við þyrftum að komast í að greina þessi gögn nánar ef við ætluðum að svara því hvort þetta sé enn ástundað í miklum mæli.”
Tengdar fréttir Tekjutap vegna skattaskjóla hleypur á milljörðum króna Árlegt skattatap hins opinbera vegna aflandsfélaga er metið á milli 4,6 og 15,5 milljarðar króna. Landsbankinn í Lúxemborg sá um stofnun meirihluta félaganna. Hlutdeild aflandsfélaga í úrvalsvísitölunni árið 2007 var 56 prósent. Þetta k 7. janúar 2017 07:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Tekjutap vegna skattaskjóla hleypur á milljörðum króna Árlegt skattatap hins opinbera vegna aflandsfélaga er metið á milli 4,6 og 15,5 milljarðar króna. Landsbankinn í Lúxemborg sá um stofnun meirihluta félaganna. Hlutdeild aflandsfélaga í úrvalsvísitölunni árið 2007 var 56 prósent. Þetta k 7. janúar 2017 07:00