Vísbendingar um að töluverðu fjármagni sé komið undan skatti með ólöglegri milliverðlagningu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. janúar 2017 20:50 Skattaskjól hafa mikið verið í umræðunni að undanförnu. Samsett/Valli/Ernir Í vinnu starfshóps, sem falið var að kanna umfang aflandsviðskipta og umsiva á lágskattasvæðum, komu fram vísbendingar um að verð sé skráð rangt í inn og útflutningi. Upplýsingar og samanburðargögn vanti þó og því sé nauðsynlegt að rannsaka málið betur. Fjallað var um málið í Kastljósi í kvöld. Ólögleg milliverðlagning felur í sér skattaundanskot. Hún er framkvæmd þannig að rangt verð er skráð í inn- eða útflutningi í hagnaðarskyni. Oft er hún framkvæmd í viðskipum milli landa en innan tengdra félaga. Fyrir utan að vera ólögleg felur milliverðlagning í sér undanskot á sköttum og hefur oft í för með sér hærra verð innfluttrar vöru. Í vinnu sinni komst starfshópurinn að þeirri niðurstöðu að þær samanburðaraðferðir sem notaðar eru erlendis til að áætla umfang slíks hér á landi séu ekki nothæfar. Þrátt fyrir mikilvægi útflutnings hér á landi virðist sem yfirsýn yfir hundruða milljarða útflutning geri mönnum erfitt fyrir að sjá hvort rétt verð sé gefið uppÁhyggjuefni á heimsvísu Þau gögn sem eru til gefa þó vísbendingar um að verð sé skráð rangt í inn- og útflutningi í hagnaðarskyni. Áætla má að tíu prósent af inn- og útflutningi sé þar undir og að fjármagn sem komið er undan með þeim hætti geti numið 120 milljörðum króna á síðustu tuttugu árum. „Það eru vísbendingar um að þessi munur sé meiri heldur en hann á að vera ef tekið er tillit til kostnaðar. En gögnin eru svolítið mótsagnakennd þannig að við teljum okkur ekki hafa komist til botns í því almennilega,“ sagði Sigurður Ingólfsson, formaður starfshópsins sem vann skýrsluna í Kastljósi í kvöld. „Aðalástæðan fyrir því að við þurfum að gera það er að við höfðum ekki tíma og mannafla til þess að grafa almennilega ofan í gögnin. Eins og hefur verið gert margoft alþjóðlega til dæmis fyrir Afríkuríki. Í þessum Afríkulöndum kemur í ljós að fjármagnsflóttinn nemur hærri fjárhæðum en samanlögð erlend fjárfesting inn í landið og öll þróunarhjálp. Þannig að þetta er áhyggjuefni á heimsvísu og fróðlegt að sjá hvernig þetta er hérlendis. Við þekkjum það úr sögunni á Íslandi að þetta hefur verið stundað í miklum mæli hérlendis. Þess vegna er eðlilegt að menn spyrji sig hvort þetta sé hætt. En því er bara ósvarað. Við þyrftum að komast í að greina þessi gögn nánar ef við ætluðum að svara því hvort þetta sé enn ástundað í miklum mæli.” Tengdar fréttir Tekjutap vegna skattaskjóla hleypur á milljörðum króna Árlegt skattatap hins opinbera vegna aflandsfélaga er metið á milli 4,6 og 15,5 milljarðar króna. Landsbankinn í Lúxemborg sá um stofnun meirihluta félaganna. Hlutdeild aflandsfélaga í úrvalsvísitölunni árið 2007 var 56 prósent. Þetta k 7. janúar 2017 07:00 Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Í vinnu starfshóps, sem falið var að kanna umfang aflandsviðskipta og umsiva á lágskattasvæðum, komu fram vísbendingar um að verð sé skráð rangt í inn og útflutningi. Upplýsingar og samanburðargögn vanti þó og því sé nauðsynlegt að rannsaka málið betur. Fjallað var um málið í Kastljósi í kvöld. Ólögleg milliverðlagning felur í sér skattaundanskot. Hún er framkvæmd þannig að rangt verð er skráð í inn- eða útflutningi í hagnaðarskyni. Oft er hún framkvæmd í viðskipum milli landa en innan tengdra félaga. Fyrir utan að vera ólögleg felur milliverðlagning í sér undanskot á sköttum og hefur oft í för með sér hærra verð innfluttrar vöru. Í vinnu sinni komst starfshópurinn að þeirri niðurstöðu að þær samanburðaraðferðir sem notaðar eru erlendis til að áætla umfang slíks hér á landi séu ekki nothæfar. Þrátt fyrir mikilvægi útflutnings hér á landi virðist sem yfirsýn yfir hundruða milljarða útflutning geri mönnum erfitt fyrir að sjá hvort rétt verð sé gefið uppÁhyggjuefni á heimsvísu Þau gögn sem eru til gefa þó vísbendingar um að verð sé skráð rangt í inn- og útflutningi í hagnaðarskyni. Áætla má að tíu prósent af inn- og útflutningi sé þar undir og að fjármagn sem komið er undan með þeim hætti geti numið 120 milljörðum króna á síðustu tuttugu árum. „Það eru vísbendingar um að þessi munur sé meiri heldur en hann á að vera ef tekið er tillit til kostnaðar. En gögnin eru svolítið mótsagnakennd þannig að við teljum okkur ekki hafa komist til botns í því almennilega,“ sagði Sigurður Ingólfsson, formaður starfshópsins sem vann skýrsluna í Kastljósi í kvöld. „Aðalástæðan fyrir því að við þurfum að gera það er að við höfðum ekki tíma og mannafla til þess að grafa almennilega ofan í gögnin. Eins og hefur verið gert margoft alþjóðlega til dæmis fyrir Afríkuríki. Í þessum Afríkulöndum kemur í ljós að fjármagnsflóttinn nemur hærri fjárhæðum en samanlögð erlend fjárfesting inn í landið og öll þróunarhjálp. Þannig að þetta er áhyggjuefni á heimsvísu og fróðlegt að sjá hvernig þetta er hérlendis. Við þekkjum það úr sögunni á Íslandi að þetta hefur verið stundað í miklum mæli hérlendis. Þess vegna er eðlilegt að menn spyrji sig hvort þetta sé hætt. En því er bara ósvarað. Við þyrftum að komast í að greina þessi gögn nánar ef við ætluðum að svara því hvort þetta sé enn ástundað í miklum mæli.”
Tengdar fréttir Tekjutap vegna skattaskjóla hleypur á milljörðum króna Árlegt skattatap hins opinbera vegna aflandsfélaga er metið á milli 4,6 og 15,5 milljarðar króna. Landsbankinn í Lúxemborg sá um stofnun meirihluta félaganna. Hlutdeild aflandsfélaga í úrvalsvísitölunni árið 2007 var 56 prósent. Þetta k 7. janúar 2017 07:00 Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Tekjutap vegna skattaskjóla hleypur á milljörðum króna Árlegt skattatap hins opinbera vegna aflandsfélaga er metið á milli 4,6 og 15,5 milljarðar króna. Landsbankinn í Lúxemborg sá um stofnun meirihluta félaganna. Hlutdeild aflandsfélaga í úrvalsvísitölunni árið 2007 var 56 prósent. Þetta k 7. janúar 2017 07:00