Verkalýðshreyfingin vill ekki í Þjóðhagsráð Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. júní 2017 07:00 Niðurstöður könnunar Efnahags og framfarastofnunarinnar voru kynntar á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í gær. Efnahagsstaðan er mjög góð að mati stofnunarinnar. Vísir/Ernir Auka þarf heimildir ríkissáttasemjara til að fresta aðgerðum á vinnumarkaði til að gefa viðsemjendum aukinn tíma og freista þess að ná samningum. Þá þarf að stuðla að meira trausti á vinnumarkaði með því að fá aðila vinnumarkaðarins að þjóðhagsráði. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar um stöðu efnahagsmála á Íslandi. Skýrslan var kynnt í fjármálaráðuneytinu í gær. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist hafa átt samtal við aðila vinnumarkaðarins um þetta. Hingað til hafi aðilar vinnumarkaðarins ekki viljað taka þátt í starfsemi þjóðhagsráðsins. Gylfi Arnbjörnsson segir ástæðuna vera þá að umræðan um efnahagsmál verði ekki skilin frá umræðunni um félagslegan stöðugleika og velferðarmál. Þetta séu tvær hliðar á sama peningnum. En þegar umræðan snúist um það að tryggja stöðugleikann fari hún alltaf að snúast um að skera niður ríkisútgjöld.Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ„En það er ekki eina leiðin til að bregðast við þenslu. Það er miklu skilvirkara að bregðast við þenslu með sköttum. Það eru aðrar leiðir færar til að bregðast við. Og ef það er þannig að ríkisstjórnin mótar sér stefnu um að það megi ekki hreyfa við sköttunum, ríkisstjórnin mótar sér stefnu um að það eigi að fara í miklar vegaframkvæmdir og innviðaframkvæmdir, þá er bara eitt eftir. Það er almennur rekstur ríkisins, velferðarkerfið,“ segir hann. Gylfi segir þetta vera merkilegt í ljósi þess að íslenska ríkisstjórnin, sem hafi ekki viljað tengja saman efnahagsmál og velferðarráð, sé aðili að tillögu Norðurlandanna um að Norðurlöndin verði viðurkennd inn í svokallaðan G20 hóp. Þar inni sé tillaga um að það þurfi að auka vægi velferðarmála í umræðu um efnahagsmál á heimsvísu. „Þeir eru kröfugerðarmenn þessarar stefnu erlendis en neita að taka þátt í henni hér heima. Gylfi segir að ef ekki sé vilji til þess að horfa til ábyrgðar stjórnvalda og seðlabanka á stöðu velferðarmála þá ætli ASÍ ekki að láta binda sig í einhverju sem snýr að ábyrgð efnahagsmála. Hvað er þjóðhagsráð? Þjóðhagsráð er skipað fulltrúum ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands. Markmið þjóðhagsráðs er að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði. Þjóðhagsráð skal fjalla um stöðu í efnahagsmálum og ræða samhengi opinberra fjármála, peningastefnu og kjaramála í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira
Auka þarf heimildir ríkissáttasemjara til að fresta aðgerðum á vinnumarkaði til að gefa viðsemjendum aukinn tíma og freista þess að ná samningum. Þá þarf að stuðla að meira trausti á vinnumarkaði með því að fá aðila vinnumarkaðarins að þjóðhagsráði. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar um stöðu efnahagsmála á Íslandi. Skýrslan var kynnt í fjármálaráðuneytinu í gær. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist hafa átt samtal við aðila vinnumarkaðarins um þetta. Hingað til hafi aðilar vinnumarkaðarins ekki viljað taka þátt í starfsemi þjóðhagsráðsins. Gylfi Arnbjörnsson segir ástæðuna vera þá að umræðan um efnahagsmál verði ekki skilin frá umræðunni um félagslegan stöðugleika og velferðarmál. Þetta séu tvær hliðar á sama peningnum. En þegar umræðan snúist um það að tryggja stöðugleikann fari hún alltaf að snúast um að skera niður ríkisútgjöld.Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ„En það er ekki eina leiðin til að bregðast við þenslu. Það er miklu skilvirkara að bregðast við þenslu með sköttum. Það eru aðrar leiðir færar til að bregðast við. Og ef það er þannig að ríkisstjórnin mótar sér stefnu um að það megi ekki hreyfa við sköttunum, ríkisstjórnin mótar sér stefnu um að það eigi að fara í miklar vegaframkvæmdir og innviðaframkvæmdir, þá er bara eitt eftir. Það er almennur rekstur ríkisins, velferðarkerfið,“ segir hann. Gylfi segir þetta vera merkilegt í ljósi þess að íslenska ríkisstjórnin, sem hafi ekki viljað tengja saman efnahagsmál og velferðarráð, sé aðili að tillögu Norðurlandanna um að Norðurlöndin verði viðurkennd inn í svokallaðan G20 hóp. Þar inni sé tillaga um að það þurfi að auka vægi velferðarmála í umræðu um efnahagsmál á heimsvísu. „Þeir eru kröfugerðarmenn þessarar stefnu erlendis en neita að taka þátt í henni hér heima. Gylfi segir að ef ekki sé vilji til þess að horfa til ábyrgðar stjórnvalda og seðlabanka á stöðu velferðarmála þá ætli ASÍ ekki að láta binda sig í einhverju sem snýr að ábyrgð efnahagsmála. Hvað er þjóðhagsráð? Þjóðhagsráð er skipað fulltrúum ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands. Markmið þjóðhagsráðs er að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði. Þjóðhagsráð skal fjalla um stöðu í efnahagsmálum og ræða samhengi opinberra fjármála, peningastefnu og kjaramála í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira