Endurreisn heilbrigðiskerfisins – án hjúkrunarfræðinga? Helga Jónsdóttir og Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 10:00 Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir lektor og forstöðumaður fræðasviðs í bráðahjúkrun á Landspítala og Hjúkrunarfræðideild Nýr ríkisstjórnarsáttmáli kveður á um endurreisn íslensks heilbrigðiskerfis. Það er mikið fagnaðarefni enda löngu vitað að heilbrigðisþjónustan er komin í óefni. Í skýrslu McKinsey ráðgjafarfyrirtækisins, Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans, sem birt var í lok síðasta árs, stakk það í augun að umfjöllun um störf hjúkrunarfræðinga, stærstu heilbrigðisstéttarinnar, komst vart á blað. Það er von að illa sé komið fyrir okkur þegar burðarás íslenskrar heilbrigðisþjónustu er ráðgjöfum yfirvalda nær ósýnilegur. Skortur á hjúkrunarfræðingum til lengri og skemmri tíma er alvarleg staðreynd og birtist meðal annars í skorti á legurýmum, langri dvöl sjúklinga á bráðamóttöku, lengingu biðlista og ekki síst ógn við öryggi sjúklinga. Grundvallarforsenda endurreisnar heilbrigðiskerfisins er annars vegar að skapa hjúkrunarfræðingum betra starfsumhverfi og réttlát laun og hins vegar að fjölga menntuðum hjúkrunarfræðingum. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Landspítali háskólasjúkrahús hafa kallað með skýrum hætti eftir fjölgun útskrifaðra hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hefur í samstarfi við Landspítala brugðist við þessu ákalli og hefur stórlega fjölgað námsplássum í grunnnámi. Fjöldatakmörkun í hjúkrunarfræðideild HÍ fyrir skólaárið 2017-2018 kveður á um 120 nemendur. Þessi fjölgun er möguleg vegna þess að námskráin bæði í grunn- og framhaldsnámi hefur verið endurskoðuð og Landspítali hefur endurskoðað möguleika á námsplássum. Endurskoðuð námskrá í grunn- og framhaldsnámi í hjúkrunarfræðideild miðar að því að koma til móts við auknar þarfir samfélagsins fyrir hjúkrun og nútíma kennsluhætti. Í endurskoðaðri námskrá í grunnnámi er áhersla á að: a) efla nám í Færnisetri (pre-klínísk kennsla). b) beita fjölbreyttum kennsluháttum t.d. auka vægi umræðutíma og tilfellakennslu, nýta tæknileg úrræði og efla samfélag nemenda og kennara. c) þjappa saman klínískum námstíma í fámennum sérgreinum og efla annars staðar, m.a. í heilsugæslu. d) hámarka nýtingu námstíma á vettvangi m.a. með því að nýta alla mögulega daga til klínísks náms, að vettvangskennarar séu ráðnir af hjúkrunarfræðideild og fái svigrúm frá sínu daglega starfi til kennslu. e) lengja skólaárið, einkum á þriðja námsári Í endurskoðaðri námskrá meistaranáms er, í takt við þarfir samfélagsins, lögð áhersla á að efla starfssvið sérfræðinga í hjúkrun. Þannig verður kennsla í sérgreinum hjúkrunar styrkt: hjúkrun bráðveikra og langveikra, hjúkrunarstjórnun, krabbameins-, öldrunar-, geð-, gjörgæslu-, heilsugæslu- og heimahjúkrun. Fjölgun skurð- og svæfingahjúkrunarfræðinga er einnig sérstakt verkefni vegna áorðins skorts í þeim sérgreinum. Nú mun nám að meistaragráðu í hjúkrunarfræði taka 5,5 ár í stað 6 ára áður. Grunnnámið hefur verið styrkt samsvarandi. Þessar umfangsmiklu breytingar á námi í hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands eru gerðar í trausti þess að ríkisstjórnin standi við gefin loforð um endurskoðun fjármögnunar háskólanáms en reikniflokkalíkan stjórnvalda er þar grundvallarforsenda. Hjúkrunarfræðideild hefur verið rekin með verulegum halla undanfarin ár. Þrátt fyrir að reikniflokkur fyrir hjúkrunarfræði, 3. reikniflokkur, hafi hækkað mest allra reikniflokka að prósentutölu eftir efnahagshrunið 2008, hefur hið sama ekki gilt um raunkrónutöluhækkun. Fjármögnun náms í hjúkrunarfræði er ekki í takti við þá kennslu sem þarf að fara fram til að útskrifa hæfa hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfi nútímans. Í sáttmála nýrrar ríkistjórnar eru áform um að endurskoða reikniflokka háskólanáms og gefur það von um að betri tímar séu fram undan. Sáttmáli nýrrar ríkisstjórnar kveður á um að heilbrigðismál hafi forgang. Til að veita góða heilbrigðisþjónustu þarf hjúkrunarfræðinga. Við skorum á stjórnvöld að undanskilja ekki menntun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra þegar forgangsraðað verður verkefnum í þágu heilbrigðis þjóðarinnar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir lektor og forstöðumaður fræðasviðs í bráðahjúkrun á Landspítala og Hjúkrunarfræðideild Nýr ríkisstjórnarsáttmáli kveður á um endurreisn íslensks heilbrigðiskerfis. Það er mikið fagnaðarefni enda löngu vitað að heilbrigðisþjónustan er komin í óefni. Í skýrslu McKinsey ráðgjafarfyrirtækisins, Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans, sem birt var í lok síðasta árs, stakk það í augun að umfjöllun um störf hjúkrunarfræðinga, stærstu heilbrigðisstéttarinnar, komst vart á blað. Það er von að illa sé komið fyrir okkur þegar burðarás íslenskrar heilbrigðisþjónustu er ráðgjöfum yfirvalda nær ósýnilegur. Skortur á hjúkrunarfræðingum til lengri og skemmri tíma er alvarleg staðreynd og birtist meðal annars í skorti á legurýmum, langri dvöl sjúklinga á bráðamóttöku, lengingu biðlista og ekki síst ógn við öryggi sjúklinga. Grundvallarforsenda endurreisnar heilbrigðiskerfisins er annars vegar að skapa hjúkrunarfræðingum betra starfsumhverfi og réttlát laun og hins vegar að fjölga menntuðum hjúkrunarfræðingum. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Landspítali háskólasjúkrahús hafa kallað með skýrum hætti eftir fjölgun útskrifaðra hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hefur í samstarfi við Landspítala brugðist við þessu ákalli og hefur stórlega fjölgað námsplássum í grunnnámi. Fjöldatakmörkun í hjúkrunarfræðideild HÍ fyrir skólaárið 2017-2018 kveður á um 120 nemendur. Þessi fjölgun er möguleg vegna þess að námskráin bæði í grunn- og framhaldsnámi hefur verið endurskoðuð og Landspítali hefur endurskoðað möguleika á námsplássum. Endurskoðuð námskrá í grunn- og framhaldsnámi í hjúkrunarfræðideild miðar að því að koma til móts við auknar þarfir samfélagsins fyrir hjúkrun og nútíma kennsluhætti. Í endurskoðaðri námskrá í grunnnámi er áhersla á að: a) efla nám í Færnisetri (pre-klínísk kennsla). b) beita fjölbreyttum kennsluháttum t.d. auka vægi umræðutíma og tilfellakennslu, nýta tæknileg úrræði og efla samfélag nemenda og kennara. c) þjappa saman klínískum námstíma í fámennum sérgreinum og efla annars staðar, m.a. í heilsugæslu. d) hámarka nýtingu námstíma á vettvangi m.a. með því að nýta alla mögulega daga til klínísks náms, að vettvangskennarar séu ráðnir af hjúkrunarfræðideild og fái svigrúm frá sínu daglega starfi til kennslu. e) lengja skólaárið, einkum á þriðja námsári Í endurskoðaðri námskrá meistaranáms er, í takt við þarfir samfélagsins, lögð áhersla á að efla starfssvið sérfræðinga í hjúkrun. Þannig verður kennsla í sérgreinum hjúkrunar styrkt: hjúkrun bráðveikra og langveikra, hjúkrunarstjórnun, krabbameins-, öldrunar-, geð-, gjörgæslu-, heilsugæslu- og heimahjúkrun. Fjölgun skurð- og svæfingahjúkrunarfræðinga er einnig sérstakt verkefni vegna áorðins skorts í þeim sérgreinum. Nú mun nám að meistaragráðu í hjúkrunarfræði taka 5,5 ár í stað 6 ára áður. Grunnnámið hefur verið styrkt samsvarandi. Þessar umfangsmiklu breytingar á námi í hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands eru gerðar í trausti þess að ríkisstjórnin standi við gefin loforð um endurskoðun fjármögnunar háskólanáms en reikniflokkalíkan stjórnvalda er þar grundvallarforsenda. Hjúkrunarfræðideild hefur verið rekin með verulegum halla undanfarin ár. Þrátt fyrir að reikniflokkur fyrir hjúkrunarfræði, 3. reikniflokkur, hafi hækkað mest allra reikniflokka að prósentutölu eftir efnahagshrunið 2008, hefur hið sama ekki gilt um raunkrónutöluhækkun. Fjármögnun náms í hjúkrunarfræði er ekki í takti við þá kennslu sem þarf að fara fram til að útskrifa hæfa hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfi nútímans. Í sáttmála nýrrar ríkistjórnar eru áform um að endurskoða reikniflokka háskólanáms og gefur það von um að betri tímar séu fram undan. Sáttmáli nýrrar ríkisstjórnar kveður á um að heilbrigðismál hafi forgang. Til að veita góða heilbrigðisþjónustu þarf hjúkrunarfræðinga. Við skorum á stjórnvöld að undanskilja ekki menntun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra þegar forgangsraðað verður verkefnum í þágu heilbrigðis þjóðarinnar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar