Baggalútsmenn öfluðu 124 milljóna fyrir jólin Haraldur Guðmundsson skrifar 11. nóvember 2017 07:00 Fjölmargir tróðu upp á jólatónleikum Baggalúts í fyrra. Vísir/eyþór Miðasölutekjur vegna sautján jólatónleika Baggalúts í fyrra námu 124 milljónum króna. Uppselt var á þá alla og einkahlutafélag sjö liðsmanna Baggalúts skilaði 10,8 milljóna hagnaði eftir síðustu jólavertíð. Baggalútur hefur undanfarin ár staðið fyrir vinsælustu jólatónleikum landsins í Háskólabíói. Miðar á þá hafa selst upp á nokkrum klukkutímum en samkvæmt nýjum ársreikningi Baggalúts ehf. kostaði tónleikahaldið í fyrra um 104 milljónir króna. Kostnaðurinn jókst um tólf milljónir milli ára en félagið, sem heldur einnig utan um vefsíðu og plötuútgáfu grínhópsins, skilaði methagnaði árið 2015 eða jákvæðri afkomu upp á 14,8 milljónir. Alls hefur það verið rekið með 42 milljóna hagnaði frá árinu 2012. Heildartekjur Baggalúts í fyrra námu 127 milljónum og veltuna má því að mestu rekja til tónleikahaldsins í desember. Greiðslur til tónlistarmanna sem að því komu námu 81 milljón og þær því langstærsti kostnaðarliðurinn Til samanburðar seldi Baggalútur jólatónleikamiða fyrir 42 milljónir árið 2013. Þá voru sjö ár síðan hópurinn hélt sína fyrstu jólatónleika. Þeir voru í Iðnó á Þorláksmessu. Áður hefur komið fram að eigendur félagsins hafa aldrei greitt sér út arð og á árinu 2016 varð engin breyting þar á. Þeir áttu þá um 99 milljónir í handbæru fé og markaðsverðbréfum en eignir félagsins voru þá 58 milljónum hærri en skuldirnar og námu alls 112 milljónum. Baggalútur er í eigu Braga Valdimars Skúlasonar, tónlistarmanns og framkvæmdastjóra félagsins, og sex annarra stofnenda vefsíðunnar baggalutur.is sem hópurinn opnaði árið 2001. Eiga þeir allir 14,3 prósent í fyrirtækinu. Bragi Valdimar hefur áður sagt að eigendur félagsins vilji heldur greiða mönnum góð laun en arð út úr félaginu. Meðlimir sveitarinnar séu eins og stórfjölskylda sem hittist nánast eingöngu á jólunum og að félagið hafi svo að segja verið stofnað í þeim tilgangi að halda utan um jólavertíðina. Ekki náðist í Braga Valdimar við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Miðasölutekjur vegna sautján jólatónleika Baggalúts í fyrra námu 124 milljónum króna. Uppselt var á þá alla og einkahlutafélag sjö liðsmanna Baggalúts skilaði 10,8 milljóna hagnaði eftir síðustu jólavertíð. Baggalútur hefur undanfarin ár staðið fyrir vinsælustu jólatónleikum landsins í Háskólabíói. Miðar á þá hafa selst upp á nokkrum klukkutímum en samkvæmt nýjum ársreikningi Baggalúts ehf. kostaði tónleikahaldið í fyrra um 104 milljónir króna. Kostnaðurinn jókst um tólf milljónir milli ára en félagið, sem heldur einnig utan um vefsíðu og plötuútgáfu grínhópsins, skilaði methagnaði árið 2015 eða jákvæðri afkomu upp á 14,8 milljónir. Alls hefur það verið rekið með 42 milljóna hagnaði frá árinu 2012. Heildartekjur Baggalúts í fyrra námu 127 milljónum og veltuna má því að mestu rekja til tónleikahaldsins í desember. Greiðslur til tónlistarmanna sem að því komu námu 81 milljón og þær því langstærsti kostnaðarliðurinn Til samanburðar seldi Baggalútur jólatónleikamiða fyrir 42 milljónir árið 2013. Þá voru sjö ár síðan hópurinn hélt sína fyrstu jólatónleika. Þeir voru í Iðnó á Þorláksmessu. Áður hefur komið fram að eigendur félagsins hafa aldrei greitt sér út arð og á árinu 2016 varð engin breyting þar á. Þeir áttu þá um 99 milljónir í handbæru fé og markaðsverðbréfum en eignir félagsins voru þá 58 milljónum hærri en skuldirnar og námu alls 112 milljónum. Baggalútur er í eigu Braga Valdimars Skúlasonar, tónlistarmanns og framkvæmdastjóra félagsins, og sex annarra stofnenda vefsíðunnar baggalutur.is sem hópurinn opnaði árið 2001. Eiga þeir allir 14,3 prósent í fyrirtækinu. Bragi Valdimar hefur áður sagt að eigendur félagsins vilji heldur greiða mönnum góð laun en arð út úr félaginu. Meðlimir sveitarinnar séu eins og stórfjölskylda sem hittist nánast eingöngu á jólunum og að félagið hafi svo að segja verið stofnað í þeim tilgangi að halda utan um jólavertíðina. Ekki náðist í Braga Valdimar við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira