Þökk fyrir Gylfa Logi Einarsson skrifar 7. febrúar 2017 07:00 Maðurinn er félagsvera og sá magnaði hæfileiki að vinna saman og miðla þekkingu, innan og milli kynslóða, hefur skapað honum einstaka stöðu meðal dýra. Örlög flestra okkar er að leggja aðeins ofurlítið af mörkum. Við hverfum að lokum hljóðlítið á braut og gleymumst fljótt. Aðrir rísa upp úr mannhafinu og marka djúp spor í söguna; gera samfélagið betra og fegurra. Einn þeirra var Gylfi Þ. Gíslason, fv. formaður Alþýðuflokksins. Í dag hefði Gylfi orðið 100 ára en hann fæddist þann 7. febrúar 1917 en lést 18. ágúst árið 2004 tæplega 88 ára gamall. Gylfi hafði mikil áhrif á flest það fólk sem hann hitti og þau mál sem hann fjallaði um. Hann varð snemma baráttumaður fyrir jöfnuði og félagslegum umbótum og sagði fátækt og ömurlegar aðstæður fólks í kreppunni hafa gert hann að jafnaðarmanni. Gylfi var þó vel meðvitaður um það að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman og manneskjan þarf líka á andlegri næringu að halda enda sjálfur ágætis tónskáld og píanóleikari. Gylfi var mikilsvirtur skólamaður, fræðimaður, þingmaður í 36 ár og ráðherra í 15 ár. Hann beitti sér fyrir frjálsum viðskiptum og opnari samskiptum við umheiminn, ekki síst með því að hafa forgöngu um afnám hafta og skömmtunarkerfis í Viðreisnarstjórninni. Síðar birtust sömu áherslur í baráttu hans fyrir inngöngu Íslands í EFTA. Á sviði menntamála stóð hann fyrir eflingu allra skólastiga og lögum um tónlistarskóla. Sá gríðarlegi kraftur og gæði sem eru í íslensku tónlistarlífi í dag eru ekki síst honum að þakka. Það væri því viðeigandi ef sönglagið Ég leitaði blárra blóma, eða eitthvað af hans fallegu verkum hljómuðu sem víðast í tónlistarskólum landsins í dag. Fyrir hönd Jafnaðarmannaflokks Íslands, Samfylkingarinnar, þakka ég forsjóninni fyrir að hafa falið Gylfa Þ. Gíslasyni þrotlausa baráttu fyrir betri, fallegri og innihaldsríkari heimi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Maðurinn er félagsvera og sá magnaði hæfileiki að vinna saman og miðla þekkingu, innan og milli kynslóða, hefur skapað honum einstaka stöðu meðal dýra. Örlög flestra okkar er að leggja aðeins ofurlítið af mörkum. Við hverfum að lokum hljóðlítið á braut og gleymumst fljótt. Aðrir rísa upp úr mannhafinu og marka djúp spor í söguna; gera samfélagið betra og fegurra. Einn þeirra var Gylfi Þ. Gíslason, fv. formaður Alþýðuflokksins. Í dag hefði Gylfi orðið 100 ára en hann fæddist þann 7. febrúar 1917 en lést 18. ágúst árið 2004 tæplega 88 ára gamall. Gylfi hafði mikil áhrif á flest það fólk sem hann hitti og þau mál sem hann fjallaði um. Hann varð snemma baráttumaður fyrir jöfnuði og félagslegum umbótum og sagði fátækt og ömurlegar aðstæður fólks í kreppunni hafa gert hann að jafnaðarmanni. Gylfi var þó vel meðvitaður um það að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman og manneskjan þarf líka á andlegri næringu að halda enda sjálfur ágætis tónskáld og píanóleikari. Gylfi var mikilsvirtur skólamaður, fræðimaður, þingmaður í 36 ár og ráðherra í 15 ár. Hann beitti sér fyrir frjálsum viðskiptum og opnari samskiptum við umheiminn, ekki síst með því að hafa forgöngu um afnám hafta og skömmtunarkerfis í Viðreisnarstjórninni. Síðar birtust sömu áherslur í baráttu hans fyrir inngöngu Íslands í EFTA. Á sviði menntamála stóð hann fyrir eflingu allra skólastiga og lögum um tónlistarskóla. Sá gríðarlegi kraftur og gæði sem eru í íslensku tónlistarlífi í dag eru ekki síst honum að þakka. Það væri því viðeigandi ef sönglagið Ég leitaði blárra blóma, eða eitthvað af hans fallegu verkum hljómuðu sem víðast í tónlistarskólum landsins í dag. Fyrir hönd Jafnaðarmannaflokks Íslands, Samfylkingarinnar, þakka ég forsjóninni fyrir að hafa falið Gylfa Þ. Gíslasyni þrotlausa baráttu fyrir betri, fallegri og innihaldsríkari heimi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar