Loforð á kaffihúsi tryggði blaðamanni laun Daníel Freyr Birkisson skrifar 14. desember 2017 11:52 Ásta Andrésdóttir fær greiddar 1,6 millónir auk dráttarvaxta frá Myllusetri vegna vangoldinna launa. Vísir/GVA Myllusetur, útgefandi Viðskiptablaðsins, hefur verið dæmt til þess að greiða blaðamanninum Ástu Andrésdóttur tæplega 1,6 milljónir króna með dráttarvöxtum vegna vangoldinna launa. Auk þess er Myllusetri gert að greiða málskostnað upp á 1,2 milljónir kr. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Byggir ákvörðunin á loforði sem ritstjóri blaðsins gaf Ástu á kaffihúsi, þar sem hann féllst á það að greiða þriggja mánaða laun auk orlofs.Fer í fæðingarorlof eftir að hafa tekið við fylgiriti blaðsinsÁsta hóf að skrifa greinar í Viðskiptablaðið og fylgirit þess í september 2014. Starfaði hún sem verktaki hjá blaðinu til að byrja með og voru launagreiðslurnar eftir því. Í júní 2015 var henni falin umsjón yfir „Eftir vinnu“, fylgiriti blaðsins og fékk aðstöðu á ritstjórnarskrifstofu þess. Ekki var gerður skriflegur samningur vegna ráðningarinnar og var nafn hennar ekki komið á launaskrá fyrirtækisins fyrr en 1. september. Sama haust greindi hún framkvæmdastjóra félagsins að hún væri barnshafandi og ætti von á tvíburum. Sendi hún umsókn um fæðingarorlof þann 10. desember 2015 en tvíburana átti hún undir lok janúarmánaðar næsta árs. Hafi hún þá hafið 270 daga fæðingarorlof, sem framkvæmdastjóri félagsins hafði skrifað undir.Gáfu henni loforð um laun yfir kaffibollaUm mitt ár 2016 setti Ásta sig í samband við ritstjóra blaðsins í gegnum Facebook í þeim tilgangi að fá það á hreint hvenær hún myndi hefja störf aftur. Svarið barst ekki fyrr en í febrúar 2017 en þar var henni tjáð að búið væri að ráða nýjan starfsmann í stað hennar. Ásta og ritstjórinn áttu í samskiptum í kjölfarið og ákváðu að hittast og ræða málin á kaffihúsi. Byggir Ásta stefnu sína á því að ritstjórinn hafi á kaffihúsinu fallist á að greiða henni þriggja mánaða laun auk orlofs. Framkvæmdastjóri félagsins hafnaði því og sagði ritstjórann ekki hafa umboð til þess að taka slíkar ákvarðanir. Er það mat Héraðsdóms Reykjavíkur að hafi Ásta verið ráðin 1. september 2015 hafi hún öðlast rétt til þriggja mánaða uppsagnarfrests. Enn fremur sé loforð ritstjóra á fundi á kaffihúsi í samræmi við áunnin starfstengd réttindi hennar. Því beri Myllusetri að greiða Ástu, sem fyrr segir, 1.569.923 krónur með dráttarvöxtum auk málskostnaðar upp á 1.200.000 krónur. Fjölmiðlar Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Boðaði til starfsmannafundar Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðaði til starfsmannafundar Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Myllusetur, útgefandi Viðskiptablaðsins, hefur verið dæmt til þess að greiða blaðamanninum Ástu Andrésdóttur tæplega 1,6 milljónir króna með dráttarvöxtum vegna vangoldinna launa. Auk þess er Myllusetri gert að greiða málskostnað upp á 1,2 milljónir kr. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Byggir ákvörðunin á loforði sem ritstjóri blaðsins gaf Ástu á kaffihúsi, þar sem hann féllst á það að greiða þriggja mánaða laun auk orlofs.Fer í fæðingarorlof eftir að hafa tekið við fylgiriti blaðsinsÁsta hóf að skrifa greinar í Viðskiptablaðið og fylgirit þess í september 2014. Starfaði hún sem verktaki hjá blaðinu til að byrja með og voru launagreiðslurnar eftir því. Í júní 2015 var henni falin umsjón yfir „Eftir vinnu“, fylgiriti blaðsins og fékk aðstöðu á ritstjórnarskrifstofu þess. Ekki var gerður skriflegur samningur vegna ráðningarinnar og var nafn hennar ekki komið á launaskrá fyrirtækisins fyrr en 1. september. Sama haust greindi hún framkvæmdastjóra félagsins að hún væri barnshafandi og ætti von á tvíburum. Sendi hún umsókn um fæðingarorlof þann 10. desember 2015 en tvíburana átti hún undir lok janúarmánaðar næsta árs. Hafi hún þá hafið 270 daga fæðingarorlof, sem framkvæmdastjóri félagsins hafði skrifað undir.Gáfu henni loforð um laun yfir kaffibollaUm mitt ár 2016 setti Ásta sig í samband við ritstjóra blaðsins í gegnum Facebook í þeim tilgangi að fá það á hreint hvenær hún myndi hefja störf aftur. Svarið barst ekki fyrr en í febrúar 2017 en þar var henni tjáð að búið væri að ráða nýjan starfsmann í stað hennar. Ásta og ritstjórinn áttu í samskiptum í kjölfarið og ákváðu að hittast og ræða málin á kaffihúsi. Byggir Ásta stefnu sína á því að ritstjórinn hafi á kaffihúsinu fallist á að greiða henni þriggja mánaða laun auk orlofs. Framkvæmdastjóri félagsins hafnaði því og sagði ritstjórann ekki hafa umboð til þess að taka slíkar ákvarðanir. Er það mat Héraðsdóms Reykjavíkur að hafi Ásta verið ráðin 1. september 2015 hafi hún öðlast rétt til þriggja mánaða uppsagnarfrests. Enn fremur sé loforð ritstjóra á fundi á kaffihúsi í samræmi við áunnin starfstengd réttindi hennar. Því beri Myllusetri að greiða Ástu, sem fyrr segir, 1.569.923 krónur með dráttarvöxtum auk málskostnaðar upp á 1.200.000 krónur.
Fjölmiðlar Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Boðaði til starfsmannafundar Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðaði til starfsmannafundar Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira