Arnar Grétars hjálpaði Arnóri að taka ákvörðun: „Sá enga ástæðu til að hafna þessu tilboði“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júlí 2017 22:43 Arnór Ingvi Traustason er sáttur með vistaskiptin. vísir/ernir „Ég bara var að koma upp á hótel. Þetta tók alveg rosalega langan tíma,“ segir þreyttur Arnór Ingvi Traustason í samtali við Vísi en íslenski landsliðsmaðurinn gekk fyrr í kvöld frá eins árs lánssamningi við gríska úrvalsdeildarfélagið AEK í Aþenu. Arnór Ingvi kom til Aþenu laust eftir hádegi í dag og gekkst undir læknisskoðun síðdegis. Hann var mættur á skrifstofu AEK til að skrifa undir um kvöldmatarleytið að íslenskum tíma en allt dróst verulega á langinn. Klukkan 23.30 að grískum tíma gaf AEK út á Twitter-síðu sinni að Arnór mun spila í treyju númer 30 og sagði að styttist í undirskrift. Hálfur annar tími leið áður en félagið staðfesti loks félagaskiptin og var klukkan orðin hálf tvö eftir miðnætti ytra þegar Vísir heyrði hljóðið í landsliðsmanninum. „Það var eitthvað að tefja þetta hinum megin frá. Það var eitthvað vesen en ég veit ekkert hvað var í gangi. Þetta er allvega komið í gegn og mér líður virkilega vel með þetta,“ segir Arnór Ingvi sem var lánaður frá Rapid í Vín út tímabilið en AEK getur svo keypt hann á eina milljón evra næsta sumar. Happy to have signed a one year loan deal with AEK A post shared by Arnór Ingvi Traustason (@arnoringvi) on Jul 4, 2017 at 2:48pm PDT Innherjaupplýsingar frá ArnariArnór Ingvi segir menn hafa sannfært sig um það sem er í gangi hjá AEK en hann leitaði vitaskuld til Arnars Grétarssonar, fyrrverandi leikmanns AEK og yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu, þegar hann var að hugsa sig um. „Ég heyrði af áhuga frá umboðsmanninum mínum. Þá fór ég að skoða þetta allt saman og talaði við Adda Grétars og Alfreð Finnbogason líka sem spilaði í Grikklandi. Ég vildi vita aðeins frá þeim hvernig þetta er hérna allt saman. Það var mjög gott að tala við Adda því hann veit hvernig allt virkar hérna og gat gefið mér innherjaupplýsingar,“ segir Arnór Ingvi. „Ég ákvað því bara að kýla á þetta. Þetta er flott félag og Aþena er glæsileg borg. Þeir sem hafa búið hérna segja hana alveg frábæra og virkilega þægilega. Ég sá bara enga ástæðu fyrir því að hafna þessu tilboði.“Moldríkur eigandiAEK var dæmt niður í 3. deild fyrir þremur árum þegar félagið varð gjaldþrota en það var fljótt að vinna sig upp í efstu deildina aftur. Gríski auðjöfurinn Dimitris Melissanidis, sem var forseti AEK á tíunda áratug síðustu aldar þegar allt var í blóma, er kominn aftur og réð hann Manolo Jiménez, fyrrverandi þjálfara Sevilla og Real Zaragoza til starfa. Arnór er sjöundi leikmaðurinn sem liðið semur við í sumar en það ætlar sér stóra hluti. „Þessi forseti er alveg forríkur og metnaðurinn er mikill. Maður heyrir það á þeim sem maður talar við. Liðið er líka búið að vera úti um allt á markaðnum. Markmiðin eru tvö: Komast í Meistaradeildina og vinna grísku úrvalsdeildina,“ segir Arnór Ingvi en AEK vann umspil um sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð og hefur leik í 3. umferðinni.Arnór Ingvi ásamt Daniel Majstorovic, yfirmanni knattspyrnumála hjá AEK.mynd/aekHorfir ekki svekktur til baka Arnór Ingvi átti ekki góða leiktíð í fyrra hjá Rapid Vín og fagnar því að komast í annað umhverfi. Hann horfir ekki svekktur til baka en viðurkennir að hann gat gert betur þó ýmislegt hafi spilað þar inn í. „Þetta var smá svekkjandi allt saman en ég er ekkert í því að horfa til baka og sjá eftir einhverju. Ég reyni bara að horfa fram veginn og spá í því sem er að gerast núna. Þetta gekk ekki alveg upp í Rapid Vín þannig ég vildi bara komast burt og prófa eitthvað nýtt. Ég stóð mig ekki vel en það gefur auga leið að það var margt sem setti strik í reikninginn. Ég vildi bara komast í annað umhverfi núna,“ segir hann. Það er engin stund á milli stríða hjá íslenska landsliðsmanninum sem rétt nær smá svefni áður en hann heldur út á flugvöll. „Ég var bara að koma upp á hótel eftir þetta allt saman en svo á ég flug klukkan tíu í fyrramálið til Póllands þar sem ég hitti liðið í æfingaferð. Ég verð þar til 16. júlí og svo spilum við æfingaleik fyrir Meistaradeildarumspilið sem hefst 25. júlí. Það er þétt prógram út mánuðinn,“ segir Arnór Ingvi Traustason. Fótbolti Tengdar fréttir Arnór Ingvi mættur til Grikklands Íslenski landsliðsmaðurinn skrifar undir samning hjá AEK í dag, standist hann læknisskoðun félagsins. 4. júlí 2017 13:19 Arnór Ingvi búinn að semja við AEK Landsliðsmaðurinn fer á láni til gríska úrvalsdeildarfélagsins. 4. júlí 2017 21:30 Arnór Ingvi á leið til AEK Lansliðsmaðurinn Arnór Ingvi er sagður á leið til AEK Aþenu á láni frá Rapid Vín. 4. júlí 2017 09:47 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
„Ég bara var að koma upp á hótel. Þetta tók alveg rosalega langan tíma,“ segir þreyttur Arnór Ingvi Traustason í samtali við Vísi en íslenski landsliðsmaðurinn gekk fyrr í kvöld frá eins árs lánssamningi við gríska úrvalsdeildarfélagið AEK í Aþenu. Arnór Ingvi kom til Aþenu laust eftir hádegi í dag og gekkst undir læknisskoðun síðdegis. Hann var mættur á skrifstofu AEK til að skrifa undir um kvöldmatarleytið að íslenskum tíma en allt dróst verulega á langinn. Klukkan 23.30 að grískum tíma gaf AEK út á Twitter-síðu sinni að Arnór mun spila í treyju númer 30 og sagði að styttist í undirskrift. Hálfur annar tími leið áður en félagið staðfesti loks félagaskiptin og var klukkan orðin hálf tvö eftir miðnætti ytra þegar Vísir heyrði hljóðið í landsliðsmanninum. „Það var eitthvað að tefja þetta hinum megin frá. Það var eitthvað vesen en ég veit ekkert hvað var í gangi. Þetta er allvega komið í gegn og mér líður virkilega vel með þetta,“ segir Arnór Ingvi sem var lánaður frá Rapid í Vín út tímabilið en AEK getur svo keypt hann á eina milljón evra næsta sumar. Happy to have signed a one year loan deal with AEK A post shared by Arnór Ingvi Traustason (@arnoringvi) on Jul 4, 2017 at 2:48pm PDT Innherjaupplýsingar frá ArnariArnór Ingvi segir menn hafa sannfært sig um það sem er í gangi hjá AEK en hann leitaði vitaskuld til Arnars Grétarssonar, fyrrverandi leikmanns AEK og yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu, þegar hann var að hugsa sig um. „Ég heyrði af áhuga frá umboðsmanninum mínum. Þá fór ég að skoða þetta allt saman og talaði við Adda Grétars og Alfreð Finnbogason líka sem spilaði í Grikklandi. Ég vildi vita aðeins frá þeim hvernig þetta er hérna allt saman. Það var mjög gott að tala við Adda því hann veit hvernig allt virkar hérna og gat gefið mér innherjaupplýsingar,“ segir Arnór Ingvi. „Ég ákvað því bara að kýla á þetta. Þetta er flott félag og Aþena er glæsileg borg. Þeir sem hafa búið hérna segja hana alveg frábæra og virkilega þægilega. Ég sá bara enga ástæðu fyrir því að hafna þessu tilboði.“Moldríkur eigandiAEK var dæmt niður í 3. deild fyrir þremur árum þegar félagið varð gjaldþrota en það var fljótt að vinna sig upp í efstu deildina aftur. Gríski auðjöfurinn Dimitris Melissanidis, sem var forseti AEK á tíunda áratug síðustu aldar þegar allt var í blóma, er kominn aftur og réð hann Manolo Jiménez, fyrrverandi þjálfara Sevilla og Real Zaragoza til starfa. Arnór er sjöundi leikmaðurinn sem liðið semur við í sumar en það ætlar sér stóra hluti. „Þessi forseti er alveg forríkur og metnaðurinn er mikill. Maður heyrir það á þeim sem maður talar við. Liðið er líka búið að vera úti um allt á markaðnum. Markmiðin eru tvö: Komast í Meistaradeildina og vinna grísku úrvalsdeildina,“ segir Arnór Ingvi en AEK vann umspil um sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð og hefur leik í 3. umferðinni.Arnór Ingvi ásamt Daniel Majstorovic, yfirmanni knattspyrnumála hjá AEK.mynd/aekHorfir ekki svekktur til baka Arnór Ingvi átti ekki góða leiktíð í fyrra hjá Rapid Vín og fagnar því að komast í annað umhverfi. Hann horfir ekki svekktur til baka en viðurkennir að hann gat gert betur þó ýmislegt hafi spilað þar inn í. „Þetta var smá svekkjandi allt saman en ég er ekkert í því að horfa til baka og sjá eftir einhverju. Ég reyni bara að horfa fram veginn og spá í því sem er að gerast núna. Þetta gekk ekki alveg upp í Rapid Vín þannig ég vildi bara komast burt og prófa eitthvað nýtt. Ég stóð mig ekki vel en það gefur auga leið að það var margt sem setti strik í reikninginn. Ég vildi bara komast í annað umhverfi núna,“ segir hann. Það er engin stund á milli stríða hjá íslenska landsliðsmanninum sem rétt nær smá svefni áður en hann heldur út á flugvöll. „Ég var bara að koma upp á hótel eftir þetta allt saman en svo á ég flug klukkan tíu í fyrramálið til Póllands þar sem ég hitti liðið í æfingaferð. Ég verð þar til 16. júlí og svo spilum við æfingaleik fyrir Meistaradeildarumspilið sem hefst 25. júlí. Það er þétt prógram út mánuðinn,“ segir Arnór Ingvi Traustason.
Fótbolti Tengdar fréttir Arnór Ingvi mættur til Grikklands Íslenski landsliðsmaðurinn skrifar undir samning hjá AEK í dag, standist hann læknisskoðun félagsins. 4. júlí 2017 13:19 Arnór Ingvi búinn að semja við AEK Landsliðsmaðurinn fer á láni til gríska úrvalsdeildarfélagsins. 4. júlí 2017 21:30 Arnór Ingvi á leið til AEK Lansliðsmaðurinn Arnór Ingvi er sagður á leið til AEK Aþenu á láni frá Rapid Vín. 4. júlí 2017 09:47 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Arnór Ingvi mættur til Grikklands Íslenski landsliðsmaðurinn skrifar undir samning hjá AEK í dag, standist hann læknisskoðun félagsins. 4. júlí 2017 13:19
Arnór Ingvi búinn að semja við AEK Landsliðsmaðurinn fer á láni til gríska úrvalsdeildarfélagsins. 4. júlí 2017 21:30
Arnór Ingvi á leið til AEK Lansliðsmaðurinn Arnór Ingvi er sagður á leið til AEK Aþenu á láni frá Rapid Vín. 4. júlí 2017 09:47