Ár hinna óvæntu atburða Agnar Tómas Möller skrifar 27. desember 2017 09:45 Óhætt er að segja að árið sem senn er á enda sé ár óvæntra atburða á fjármálamörkuðum. Sé horft til erlendra markaða héldu margir í upphafi árs að hið svokallaða „Trumpflation“ (þ.e. hratt vaxandi ríkisútgjöld og fjárlagahalli, samhliða miklum skattalækkunum) myndi setja verðbólgu af stað. Einnig var búist við því að árið 2017 yrði ár umróts og mikilla sveiflna (flökts) á fjármálamörkuðum, ekki síst fyrir tilstilli þess sem búist var við af hinum nýkjörna forseta. Annað hefur komið á daginn og hefur mikil hækkun bandarískra hlutabréfa á árinu (um 20-25% mælt í Bandaríkjadal) verið svo jöfn og stöðug að elstu menn muna vart annað eins. Þrátt fyrir að nú síðla árs 2017 stefni í efndir í skattamálum af hálfu Bandaríkjaforseta, hafa langtímavextir og verðbólguvæntingar í Bandaríkjunum haldist óbreyttar á árinu á sama tíma og evran hefur styrkst verulega á móti dollar, einkum vegna óvænts þróttar á hinu evrópska efnahagssvæði. Meira að segja japanska hagkerfið virðist vera að vakna úr áratuga dauðadái og mælist þar nú jákvæður hagvöxtur sjöunda ársfjórðunginn í röð samhliða því að atvinnuleysi hefur fallið í 24 ára lágmark. Ólíkt hinum erlendu mörkuðum, voru væntingar til hins innlenda markaðar nokkuð á bjartsýnum nótum í upphafi árs. Íslenska hagkerfið var á blússandi siglingu samhliða því sem nær öll ljós í mælaborðinu voru á skærgrænu; góður gangur í okkar helstu útflutningsgreinum hefur skilað hagvexti sem svipar til nýmarkaðsríkja, þjóðhagslegur sparnaður sjaldan verið meiri og kaupmáttur íslenskra heimila vaxið hraðar en nokkrum sinnum fyrr. Hefði það í ofanálag verið vitað að erlendir fjárfestar myndu hér fjárfesta í innlendum hlutabréfum fyrir um 40 milljarða króna og að ríkistryggðir langtíma raunvextir myndu lækka um 0,7%-1,0,%, hefði fáum dottið í hug annað en að ávöxtun hlutabréfa hefði hlaupið á tugum prósenta á árinu sem er að líða. Annað hefur komið á daginn. Hækkun hlutabréfa á árinu mælt með hlutabréfavísitölu GAMMA hefur einungis verið 3% (þar af 2% seinasta viðskiptadag fyrir jól) og mælt með hlutabréfavísitölu Kauphallarinnar hefur lækkunin verið 5%. Þau félög sem ættu að vera beintengdust við lækkun lengri tíma raunvaxta og hækkun kaupmáttar heimila, íslensku fasteignafélögin, hafa lækkað á bilinu 2-7%. En hvað veldur þessari óvæntu þróun á innlendum hlutabréfamarkaði? Í fyrsta lagi þá voru útflæðishöftin afnumin á árinu en eftir standa innflæðishöftin sem miðað við nýleg ummæli Seðlabankastjóra munu verða hér við lýði næstu árin. Í öðru lagi þá tók lífeyriskerfið við af bankakerfinu sem langstærsti lánveitandi húsnæðislána og hefur samhliða verið nettó seljandi innlendra skuldabréfa. Um er að ræða flókið samspil ýmissa krafta en birtingarmyndin kemur meðal annars fram í áframhaldandi háum raunvöxtum til íslenskra heimila og fyrirtækja sem á endanum hefur skilað sér í lakari ávöxtun á hlutabréfamarkaði. Á sama tíma og stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað um 1,5% á einu og hálfu ári, samhliða um 1% lækkun lengri tíma raunvaxta, hafa fastir vextir til fyrirtækja og íbúðalána í bankakerfinu staðið í stað á sama tíma. Einnig virðist sem innlendir fjárfestar hafi í auknum mæli leitað út af skráða hlutabréfamarkaðnum í ýmsar óskráðar fjárfestingar, s.s. í fasteignir og annan fyrirtækjarekstur, á sama tíma og lífeyrissjóðir hafa dregið verulega úr fjárfestingum sínum í innlendum hlutabréfum. En íslenskir sparifjáreigendur þurfa þó ekki endilega að örvænta á nýju ári þrátt fyrir lækkandi raunvexti og vankaðan innlendan hlutabréfamarkað. Ekki aðeins eru um 2% raunvextir áfram mjög háir í alþjóðlegum samanburði (meðaltal langtímaraunvaxta 15 stærstu OECD ríkja er í dag um -0,4%), heldur valda stífar eiginfjárkröfur til innlendra lánastofnana því að sífellt erfiðara verður fyrir innlend fyrirtæki að sækja þangað fjármagn. Samhliða hafa því ný fyrirtæki og sjóðir haslað sér völl í beinum lánveitingum og á komandi ári munu því innlend fyrirtæki í auknum mæli leita sér að fjármagni hjá slíkum aðilum sem og beint gegnum skuldabréfamarkaðinn. Þótt fjárfestar muni ekki sem áður geta sótt sér himinháa raunvexti í innlánum og peningamarkaðsjóðum, munu þeir finna þá í auknum mæli í gegnum fjármögnun íslenska raunhagkerfisins. Höfundur er framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA Capital Management. Greinin birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að árið sem senn er á enda sé ár óvæntra atburða á fjármálamörkuðum. Sé horft til erlendra markaða héldu margir í upphafi árs að hið svokallaða „Trumpflation“ (þ.e. hratt vaxandi ríkisútgjöld og fjárlagahalli, samhliða miklum skattalækkunum) myndi setja verðbólgu af stað. Einnig var búist við því að árið 2017 yrði ár umróts og mikilla sveiflna (flökts) á fjármálamörkuðum, ekki síst fyrir tilstilli þess sem búist var við af hinum nýkjörna forseta. Annað hefur komið á daginn og hefur mikil hækkun bandarískra hlutabréfa á árinu (um 20-25% mælt í Bandaríkjadal) verið svo jöfn og stöðug að elstu menn muna vart annað eins. Þrátt fyrir að nú síðla árs 2017 stefni í efndir í skattamálum af hálfu Bandaríkjaforseta, hafa langtímavextir og verðbólguvæntingar í Bandaríkjunum haldist óbreyttar á árinu á sama tíma og evran hefur styrkst verulega á móti dollar, einkum vegna óvænts þróttar á hinu evrópska efnahagssvæði. Meira að segja japanska hagkerfið virðist vera að vakna úr áratuga dauðadái og mælist þar nú jákvæður hagvöxtur sjöunda ársfjórðunginn í röð samhliða því að atvinnuleysi hefur fallið í 24 ára lágmark. Ólíkt hinum erlendu mörkuðum, voru væntingar til hins innlenda markaðar nokkuð á bjartsýnum nótum í upphafi árs. Íslenska hagkerfið var á blússandi siglingu samhliða því sem nær öll ljós í mælaborðinu voru á skærgrænu; góður gangur í okkar helstu útflutningsgreinum hefur skilað hagvexti sem svipar til nýmarkaðsríkja, þjóðhagslegur sparnaður sjaldan verið meiri og kaupmáttur íslenskra heimila vaxið hraðar en nokkrum sinnum fyrr. Hefði það í ofanálag verið vitað að erlendir fjárfestar myndu hér fjárfesta í innlendum hlutabréfum fyrir um 40 milljarða króna og að ríkistryggðir langtíma raunvextir myndu lækka um 0,7%-1,0,%, hefði fáum dottið í hug annað en að ávöxtun hlutabréfa hefði hlaupið á tugum prósenta á árinu sem er að líða. Annað hefur komið á daginn. Hækkun hlutabréfa á árinu mælt með hlutabréfavísitölu GAMMA hefur einungis verið 3% (þar af 2% seinasta viðskiptadag fyrir jól) og mælt með hlutabréfavísitölu Kauphallarinnar hefur lækkunin verið 5%. Þau félög sem ættu að vera beintengdust við lækkun lengri tíma raunvaxta og hækkun kaupmáttar heimila, íslensku fasteignafélögin, hafa lækkað á bilinu 2-7%. En hvað veldur þessari óvæntu þróun á innlendum hlutabréfamarkaði? Í fyrsta lagi þá voru útflæðishöftin afnumin á árinu en eftir standa innflæðishöftin sem miðað við nýleg ummæli Seðlabankastjóra munu verða hér við lýði næstu árin. Í öðru lagi þá tók lífeyriskerfið við af bankakerfinu sem langstærsti lánveitandi húsnæðislána og hefur samhliða verið nettó seljandi innlendra skuldabréfa. Um er að ræða flókið samspil ýmissa krafta en birtingarmyndin kemur meðal annars fram í áframhaldandi háum raunvöxtum til íslenskra heimila og fyrirtækja sem á endanum hefur skilað sér í lakari ávöxtun á hlutabréfamarkaði. Á sama tíma og stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað um 1,5% á einu og hálfu ári, samhliða um 1% lækkun lengri tíma raunvaxta, hafa fastir vextir til fyrirtækja og íbúðalána í bankakerfinu staðið í stað á sama tíma. Einnig virðist sem innlendir fjárfestar hafi í auknum mæli leitað út af skráða hlutabréfamarkaðnum í ýmsar óskráðar fjárfestingar, s.s. í fasteignir og annan fyrirtækjarekstur, á sama tíma og lífeyrissjóðir hafa dregið verulega úr fjárfestingum sínum í innlendum hlutabréfum. En íslenskir sparifjáreigendur þurfa þó ekki endilega að örvænta á nýju ári þrátt fyrir lækkandi raunvexti og vankaðan innlendan hlutabréfamarkað. Ekki aðeins eru um 2% raunvextir áfram mjög háir í alþjóðlegum samanburði (meðaltal langtímaraunvaxta 15 stærstu OECD ríkja er í dag um -0,4%), heldur valda stífar eiginfjárkröfur til innlendra lánastofnana því að sífellt erfiðara verður fyrir innlend fyrirtæki að sækja þangað fjármagn. Samhliða hafa því ný fyrirtæki og sjóðir haslað sér völl í beinum lánveitingum og á komandi ári munu því innlend fyrirtæki í auknum mæli leita sér að fjármagni hjá slíkum aðilum sem og beint gegnum skuldabréfamarkaðinn. Þótt fjárfestar muni ekki sem áður geta sótt sér himinháa raunvexti í innlánum og peningamarkaðsjóðum, munu þeir finna þá í auknum mæli í gegnum fjármögnun íslenska raunhagkerfisins. Höfundur er framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA Capital Management. Greinin birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun