Hulunni svift af þaksviftum Mustang Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2017 13:50 Ford Mustang Convertible. Á föstudaginn síðasta kynnti Ford til leiks blæjuútgáfu af nýjustu kynslóð Mustang sportbílsins, en Ford hafði fyrr í vikunni kynnt einnig “Coupé”-útgáfu bílsins. Bílarnir eru eins búnir að öllu leiti og bjóðast með 2,3 lítra EcoBoost vélinni og 5,0 lítra V8 vél, sem báðar geta tengst nýrri 10 gíra sjálfskiptingu sem Ford hannaði í samstarfi við General Motors. Blæjubíllinn og “Coupé”-útgáfan eru með breyttan framenda frá hefðbundnum Mustang og öðruvísi framljós, grill og húdd, sem er lægra en í grunnútgáfunni. Mælaborð bílanna beggja er líka breytt og bætt öryggiskerfi. Þá er hægt að stilla hljóðið úr pústkerfi bílanna og báðir fá þeir MagneRide fjöðrun. Þó svo samskonar fjöðrunarkerfi sé undir þeim báðum má lækka blæjuútgáfuna á fjöðrum og það á ferð. Blæjuútgáfa Mustang fer líklega ekki í sölu fyrr en með haustinu og þá sem 2018 árgerð. Blæjan í honum er af samskonar gerð og í 2017 árgerð bílsins.Ford Mustang Coupe. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent
Á föstudaginn síðasta kynnti Ford til leiks blæjuútgáfu af nýjustu kynslóð Mustang sportbílsins, en Ford hafði fyrr í vikunni kynnt einnig “Coupé”-útgáfu bílsins. Bílarnir eru eins búnir að öllu leiti og bjóðast með 2,3 lítra EcoBoost vélinni og 5,0 lítra V8 vél, sem báðar geta tengst nýrri 10 gíra sjálfskiptingu sem Ford hannaði í samstarfi við General Motors. Blæjubíllinn og “Coupé”-útgáfan eru með breyttan framenda frá hefðbundnum Mustang og öðruvísi framljós, grill og húdd, sem er lægra en í grunnútgáfunni. Mælaborð bílanna beggja er líka breytt og bætt öryggiskerfi. Þá er hægt að stilla hljóðið úr pústkerfi bílanna og báðir fá þeir MagneRide fjöðrun. Þó svo samskonar fjöðrunarkerfi sé undir þeim báðum má lækka blæjuútgáfuna á fjöðrum og það á ferð. Blæjuútgáfa Mustang fer líklega ekki í sölu fyrr en með haustinu og þá sem 2018 árgerð. Blæjan í honum er af samskonar gerð og í 2017 árgerð bílsins.Ford Mustang Coupe.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent