Tvær milljónir Peugeot og Citroën dísilbíla með svindlhugbúnað Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2017 13:58 PSA Peugeot Citroën er líklega ekki í góðum málum hvað varðar dísilbíla sína. Svo virðist sem fleiri bílaframleiðendur en Volkswagen hafi óhreint mjöl í pokahorninu er kemur að dísilbílum þeirra. Rannsókn sem staðið hefur yfir í Frakklandi á dísilbílasmíði PSA Peugeot Citroën hefur leitt í ljós að fyrirtækin tvö framleiddu hátt í 2 milljónir bíla með svindlhugbúnaði. Þessi hugbúnaður virkar í grófum dráttum eins og svindlhugbúnaður Volkswagen þannig að við prófanir sýna bílarnir lága NOx mengun, en margfalda mengun í daglegum akstri. Rannsóknarteymið hefur undir höndum skjal frá PSA Peugeot Citroën þar sem rætt er um þörfina á að gera svindlhugbúnaðinn minna sýnilegan og augljósari. Vart ætti að þurfa meiri sannanir úr herbúðum PSA. Fyrir frönskum dómstólum liggja nú kærur á hendur bílaframleiðendunum Volkswagen, Renault, Fiat Chrysler og nú síðast PSA Peugeot Citroën og aldrei að vita nema þeim muni fjölga enn. PSA neitar öllum ásökunum, en ekki er víst að það komi fyrirtækinu til góða er framí sækir. Hlutabréf í PSA Peugeot Citroën lækkuðu um 4,4% í kauphöllinni í París við þessar fréttir. Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent
Svo virðist sem fleiri bílaframleiðendur en Volkswagen hafi óhreint mjöl í pokahorninu er kemur að dísilbílum þeirra. Rannsókn sem staðið hefur yfir í Frakklandi á dísilbílasmíði PSA Peugeot Citroën hefur leitt í ljós að fyrirtækin tvö framleiddu hátt í 2 milljónir bíla með svindlhugbúnaði. Þessi hugbúnaður virkar í grófum dráttum eins og svindlhugbúnaður Volkswagen þannig að við prófanir sýna bílarnir lága NOx mengun, en margfalda mengun í daglegum akstri. Rannsóknarteymið hefur undir höndum skjal frá PSA Peugeot Citroën þar sem rætt er um þörfina á að gera svindlhugbúnaðinn minna sýnilegan og augljósari. Vart ætti að þurfa meiri sannanir úr herbúðum PSA. Fyrir frönskum dómstólum liggja nú kærur á hendur bílaframleiðendunum Volkswagen, Renault, Fiat Chrysler og nú síðast PSA Peugeot Citroën og aldrei að vita nema þeim muni fjölga enn. PSA neitar öllum ásökunum, en ekki er víst að það komi fyrirtækinu til góða er framí sækir. Hlutabréf í PSA Peugeot Citroën lækkuðu um 4,4% í kauphöllinni í París við þessar fréttir.
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent