Litla fiskbúðin oftast með lægsta verðið Atli Ísleifsson skrifar 12. júní 2017 10:06 Litla fiskbúðin var með lægsta verðið í ellefu tilvikum af 25. Vísir/gva Litla fiskbúðin Helluhrauni í Hafnafirði var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á fiskafurðum 8. júní síðastliðinn. Búðin var með lægsta verðið í ellefu tilvikum af 25. Kjöt og fiskur í Bergstaðarstræti var oftast með hæsta verðið í könnuninni eða í níu tilvikum af 25. Fiskbúðin Hafberg, Hafið í Skipholti, Fiskikóngurinn Sogavegi og Fiskbúðin Vegamót neituðu fulltrúum verðlagseftirlitsins að framkvæma verðkönnun í fiskbúðum sínum. Í tilkynningu frá Verðlagseftirliti ASÍ segir að mesta úrval fiskafurða hafi verið hjá Fiskikónginum Höfðabakka sem bauð upp á allar 25 tegundirnar sem skoðaðar voru. „Ef litið er til hefðbundinna fiskbúða þá var minnsta úrvalið í Gallerý fiski Nethyl en þar voru 16 tegundir af 25 fáanlegar, en minna úrval var í öðrum verslunum með fiskborð.150% verðmunur á stórlúðu Munur á hæsta og lægsta verði í könnuninni var frá 25% upp í 150%, en í flestum tilvikum reyndist munurinn á bilinu 40%-60%. Mestur verðmunur reyndist á Stórlúðu í sneiðum sem var ódýrust 1.395 kr/kg í Fiskbúðinni Trönuhrauni en dýrust 3.490 kr/kg hjá Hafinu fiskverslun Spöng sem er 2.095 kr. verðmunur eða 150%. Minnstur verðmunur var á frosnum Humar, A gæðum, sem var ódýrastur á 7.900 kr./kg. Í fiskbúð Hólmgerirs en dýrastur á 9.900 kr./kg. hjá Fiskikónginum Höfðabakka og Fiskbúðinni Mos, sem er 2.000 kr. verðmunur eða 25%. Mikill verðmunur á Ýsuhakki Ýsuhakk var ódýrast á 990 kr./kg. hjá Litlu Fiskbúðinni en dýrast á 2.290 kr./kg. hjá Kjöt og fiski sem er 131% verðmunur. Nætursöluð ýsuflök voru ódýrust á 1.490 kr./kg. í Litlu Fiskbúðinni en dýrust á 2.170 kr./kg. hjá Fiskbúðinni Sundlaugarvegi sem er verðmunur upp á 680 kr. eða 46%,“ segir í tilkynningunni. Nánar má lesa um könnunina í frétt á vef ASÍ. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Litla fiskbúðin Helluhrauni í Hafnafirði var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á fiskafurðum 8. júní síðastliðinn. Búðin var með lægsta verðið í ellefu tilvikum af 25. Kjöt og fiskur í Bergstaðarstræti var oftast með hæsta verðið í könnuninni eða í níu tilvikum af 25. Fiskbúðin Hafberg, Hafið í Skipholti, Fiskikóngurinn Sogavegi og Fiskbúðin Vegamót neituðu fulltrúum verðlagseftirlitsins að framkvæma verðkönnun í fiskbúðum sínum. Í tilkynningu frá Verðlagseftirliti ASÍ segir að mesta úrval fiskafurða hafi verið hjá Fiskikónginum Höfðabakka sem bauð upp á allar 25 tegundirnar sem skoðaðar voru. „Ef litið er til hefðbundinna fiskbúða þá var minnsta úrvalið í Gallerý fiski Nethyl en þar voru 16 tegundir af 25 fáanlegar, en minna úrval var í öðrum verslunum með fiskborð.150% verðmunur á stórlúðu Munur á hæsta og lægsta verði í könnuninni var frá 25% upp í 150%, en í flestum tilvikum reyndist munurinn á bilinu 40%-60%. Mestur verðmunur reyndist á Stórlúðu í sneiðum sem var ódýrust 1.395 kr/kg í Fiskbúðinni Trönuhrauni en dýrust 3.490 kr/kg hjá Hafinu fiskverslun Spöng sem er 2.095 kr. verðmunur eða 150%. Minnstur verðmunur var á frosnum Humar, A gæðum, sem var ódýrastur á 7.900 kr./kg. Í fiskbúð Hólmgerirs en dýrastur á 9.900 kr./kg. hjá Fiskikónginum Höfðabakka og Fiskbúðinni Mos, sem er 2.000 kr. verðmunur eða 25%. Mikill verðmunur á Ýsuhakki Ýsuhakk var ódýrast á 990 kr./kg. hjá Litlu Fiskbúðinni en dýrast á 2.290 kr./kg. hjá Kjöt og fiski sem er 131% verðmunur. Nætursöluð ýsuflök voru ódýrust á 1.490 kr./kg. í Litlu Fiskbúðinni en dýrust á 2.170 kr./kg. hjá Fiskbúðinni Sundlaugarvegi sem er verðmunur upp á 680 kr. eða 46%,“ segir í tilkynningunni. Nánar má lesa um könnunina í frétt á vef ASÍ.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira