Enn einu sinni: Fátækt er ekki aumingjaskapur! Ásta Dís Guðjónsdóttir og Laufey Ólafsdóttir skrifar 17. október 2017 09:31 Fátækt er ekki persónueinkenni heldur lýsir hún félags- og efnahagslegum aðstæðum sem einstaklingur býr við. Fólk sem býr við fátækt er jafn megnugt og aðrir í samfélaginu. Það þarf hins vegar að fá tækifæri til að sýna hvað í því býr og fá að standa jafnfætis öðrum. Fátækt á Íslandi er staðreynd en ástæður hennar virðast ekki öllum ljósar því margir vilja kenna óreglu, leti eða öðru því sem kenna má þolanda fátæktarinnar sjálfum um, þannig er auðvelt að þvo hendur sínar af samfélagslegri ábyrgð. Fólk í fátækt getur ekki staðið undir skömminni sem almennt viðhorf um ástæður hennar hefur í för með sér, það gæti enginn. Raunveruleikinn er sá að fátækt er ekki aumingjaskapur heldur bein afleiðing kerfislægrar mismununar og pólitískra ákvarðana sem ætti að vera í hag samfélagsins að breyta. Almenn samfélagsumræða um fátækt á það hins vegar til að vera yfirborðskennd og takmörkuð. Hún snýst mest um kostnað við að halda uppi velferðarsamfélagi sem er samfélagsleg ábyrgð okkar allra en minna um raunverulegar ástæður fátæktarinnar og afleiðingar hennar fyrir einstaklinga og samfélag. Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt, eru samtök okkar sem búum við eða höfum búið við fátækt. Við stöndum fyrir alls kyns uppákomum til að efla hvert annað til dáða, til þess að þrýsta á um virkt notendasamráð í félagslegri þjónustu, til að fræða almenning um samfélagsmál og þar með talið ástæður fátæktar og margt fleira. Í stuttu máli vinnum við saman af því að við krefjumst þess að á okkur sé hlustað! Starfið gengur vel en við leitum að leiguhúsnæði undir starfsemina svo opna megi miðstöð fólks í fátækt með það að markmiði að koma fólki í virkni og koma í veg fyrir félagslega útilokun. Sem samfélag verðum við að taka mið af réttindum allra einstaklinga til virkrar þátttöku í samfélaginu en fátækt er andleg og efnisleg hindrun slíks. Þegar fólk getur nýtt hæfileika sína í leik og starfi er það samfélaginu öllu til góðs. Á alþjóðabaráttudegi gegn fátækt, 17. október.Höfundar eru samhæfingarstjórar samtakanna Pepp Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Fátækt er ekki persónueinkenni heldur lýsir hún félags- og efnahagslegum aðstæðum sem einstaklingur býr við. Fólk sem býr við fátækt er jafn megnugt og aðrir í samfélaginu. Það þarf hins vegar að fá tækifæri til að sýna hvað í því býr og fá að standa jafnfætis öðrum. Fátækt á Íslandi er staðreynd en ástæður hennar virðast ekki öllum ljósar því margir vilja kenna óreglu, leti eða öðru því sem kenna má þolanda fátæktarinnar sjálfum um, þannig er auðvelt að þvo hendur sínar af samfélagslegri ábyrgð. Fólk í fátækt getur ekki staðið undir skömminni sem almennt viðhorf um ástæður hennar hefur í för með sér, það gæti enginn. Raunveruleikinn er sá að fátækt er ekki aumingjaskapur heldur bein afleiðing kerfislægrar mismununar og pólitískra ákvarðana sem ætti að vera í hag samfélagsins að breyta. Almenn samfélagsumræða um fátækt á það hins vegar til að vera yfirborðskennd og takmörkuð. Hún snýst mest um kostnað við að halda uppi velferðarsamfélagi sem er samfélagsleg ábyrgð okkar allra en minna um raunverulegar ástæður fátæktarinnar og afleiðingar hennar fyrir einstaklinga og samfélag. Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt, eru samtök okkar sem búum við eða höfum búið við fátækt. Við stöndum fyrir alls kyns uppákomum til að efla hvert annað til dáða, til þess að þrýsta á um virkt notendasamráð í félagslegri þjónustu, til að fræða almenning um samfélagsmál og þar með talið ástæður fátæktar og margt fleira. Í stuttu máli vinnum við saman af því að við krefjumst þess að á okkur sé hlustað! Starfið gengur vel en við leitum að leiguhúsnæði undir starfsemina svo opna megi miðstöð fólks í fátækt með það að markmiði að koma fólki í virkni og koma í veg fyrir félagslega útilokun. Sem samfélag verðum við að taka mið af réttindum allra einstaklinga til virkrar þátttöku í samfélaginu en fátækt er andleg og efnisleg hindrun slíks. Þegar fólk getur nýtt hæfileika sína í leik og starfi er það samfélaginu öllu til góðs. Á alþjóðabaráttudegi gegn fátækt, 17. október.Höfundar eru samhæfingarstjórar samtakanna Pepp Ísland.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun