Great Wall vill kaupa Fiat Chrysler Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2017 12:18 Mun Fiat Chrysler nota áhuga Great Wall til að draga aðra evrópska bílaframleiðendur að samningaborðinu um sameiningu? Kínverski bílaframleiðandinn Great Wall hefur lýst yfir vilja til kaupa á FCA Fiat Chrysler, eða hluta þess. Mestur áhugi er þó hjá Great Wall að komast yfir Jeep, sem er eitt merkja FCA Fiat Chrysler. Forstjóri Fiat Chrysler, Sergio Marchionne hefur lengi leitað eftir sameiningu við annan stóran bílaframleiðanda og hefur þá skoðun að stærðarhagkvæmni samruna tveggja stórra bílaframleiðenda myndi tryggja frtamtíð þeirra betur. Great Wall er stærsti framleiðandi jepplinga og jeppa í Kína og framleiddi 1,07 milljón bíla í fyrra, en þó aðeins sjöundi stærsti bílaframleiðandi í Kína. Forstjóri Great Wall er kona að nafni Wang Fengying og hefur hún lýst miklum áhuga Great Wall á kaupum á Fiat Chrysler í fjölmiðlum, án þess þó að hafa lýst þeim áhuga beint við stjórnendur Fiat Chrysler. Talið er líklegt að Great Wall muni leggja fram tilboð í Fiat Chrysler og hefur Wang sagst ætla að nálgast stjórnendur Fiat Chrysler með kaup í huga. Yrðu ekki fyrstu kaup kínverja á þekktu bílamerki Slík kaup yrðu ekki fyrstu kaup kínverja á þekktu bílamerki, en til dæmis á Geely sænska framleiðandann Volvo. Great Wall þyrfti þó að steypa sér í heilmiklar skuldir með kaupum á Fiat Chrysler. Fátt hefur enn heyrst úr höfuðstöðvum Fiat Chrysler um áhuga Great Wall. Evrópskir bankastjórnendur telja að þá aðeins komi til greina hjá Fiat Chrysler að selja ef Great Wall greiðir fyrir með reiðufé, en ekki hlutabréfum í eigin fyrirtæki og að allt fyrirtækið sé keypt. Var þó haft eftir einum virtum bankastjóranda að Fiat Chrysler myndi nýta sér þennan áhuga Great Wall til að draga stjórnendur annarra stórra evrópskra bílaframleiðenda að borðinu til að ræða hugsanlegan samruna. Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent
Kínverski bílaframleiðandinn Great Wall hefur lýst yfir vilja til kaupa á FCA Fiat Chrysler, eða hluta þess. Mestur áhugi er þó hjá Great Wall að komast yfir Jeep, sem er eitt merkja FCA Fiat Chrysler. Forstjóri Fiat Chrysler, Sergio Marchionne hefur lengi leitað eftir sameiningu við annan stóran bílaframleiðanda og hefur þá skoðun að stærðarhagkvæmni samruna tveggja stórra bílaframleiðenda myndi tryggja frtamtíð þeirra betur. Great Wall er stærsti framleiðandi jepplinga og jeppa í Kína og framleiddi 1,07 milljón bíla í fyrra, en þó aðeins sjöundi stærsti bílaframleiðandi í Kína. Forstjóri Great Wall er kona að nafni Wang Fengying og hefur hún lýst miklum áhuga Great Wall á kaupum á Fiat Chrysler í fjölmiðlum, án þess þó að hafa lýst þeim áhuga beint við stjórnendur Fiat Chrysler. Talið er líklegt að Great Wall muni leggja fram tilboð í Fiat Chrysler og hefur Wang sagst ætla að nálgast stjórnendur Fiat Chrysler með kaup í huga. Yrðu ekki fyrstu kaup kínverja á þekktu bílamerki Slík kaup yrðu ekki fyrstu kaup kínverja á þekktu bílamerki, en til dæmis á Geely sænska framleiðandann Volvo. Great Wall þyrfti þó að steypa sér í heilmiklar skuldir með kaupum á Fiat Chrysler. Fátt hefur enn heyrst úr höfuðstöðvum Fiat Chrysler um áhuga Great Wall. Evrópskir bankastjórnendur telja að þá aðeins komi til greina hjá Fiat Chrysler að selja ef Great Wall greiðir fyrir með reiðufé, en ekki hlutabréfum í eigin fyrirtæki og að allt fyrirtækið sé keypt. Var þó haft eftir einum virtum bankastjóranda að Fiat Chrysler myndi nýta sér þennan áhuga Great Wall til að draga stjórnendur annarra stórra evrópskra bílaframleiðenda að borðinu til að ræða hugsanlegan samruna.
Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent