Rio Tinto hyggst selja álverið í Straumsvík Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. september 2017 18:30 Rannveig Rist, forstjóri álversins, hélt starfsmannafund í morgun þar sem hún tilkynnti að Rio Tinto Alcan, sem er einn stærsti álframleiðandi í heimi, ætli að endurskoða eignarhald sitt á álverinu í Straumsvík. „Við erum að fara í það ferli að athuga hvort einhverjir kaupendur vilji kaupa ISAL og tvær verksmiðjur aðrar að auki, sem eru í eigu Rio. Eða að Rio heldur áfram að eiga fyrirtækið ef ferlið leiðir ekki til sölu," segir Rannveig. Afkoma álversins hefur verið slök síðustu fimm ár en fer þó batnandi með hækkandi álverði. Rannveig segir það þó ekki helstu ástæðu sölu. Framleiðsla álversins í Straumsvík sé sértæk og ólík annarri framleiðslu Rio Tinto auk þess sem fjarlægð frá öðrum fyrirtækjum álrisans sé mikil. „Þannig að við pössum ekki alveg inn í þeirra stefnu. Það er verið að endurskoða þetta og það er eitthvað sem fyrirtæki gera reglulega. Þau skoða hvaða fyrirtæki passa saman og bregðast við. Þessi yfirferð er farin öðru hvoru og nú hefur verið tekin ákvörðun að gera þetta í ISAL," segir Rannveig og segist engar áhyggur hafa af eftirspurn. Sérstaða álversins sé mikil, það noti raforku úr vatnsaflsvirkjunum, það sé umhverfisvænt og framleiði virðisaukandi sérvöru. „Þannig að það er mjög eftirsóknarvert og ekki margir sem geta framleitt þær vörur sem við erum að framleiða þannig að það eru margir um hituna, hugsa ég.“ Undirbúningur fyrir sölu getur tekið allt að tvö ár og Rannveig getur ekkert sagt um verðmiðann á álverinu. Hún segir starfsmenn rólega enda sé ekki verið að stefna að lokun og því engin hætta á uppsögnum. „Við tökum þessu af miklu æðruleysi hér. Þetta er hluti af því að vera í viðskiputm. Ég held að sá stjórnandi sem getur ekki sætt sig við og unnið úr því að það verði breytingar, ætti að fást við eitthvað annað,“ segir Rannveig Rist. Tengdar fréttir Rio Tinto tapaði 3,3 milljörðum í Straumsvík Álver Rio Tinto í Straumsvík var rekið með 28,8 milljóna dala tapi í fyrra eða sem nemur 3,3 milljörðum króna miðað við gengið í árslok 2016. 21. júní 2017 07:30 Mest lesið Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Sjá meira
Rannveig Rist, forstjóri álversins, hélt starfsmannafund í morgun þar sem hún tilkynnti að Rio Tinto Alcan, sem er einn stærsti álframleiðandi í heimi, ætli að endurskoða eignarhald sitt á álverinu í Straumsvík. „Við erum að fara í það ferli að athuga hvort einhverjir kaupendur vilji kaupa ISAL og tvær verksmiðjur aðrar að auki, sem eru í eigu Rio. Eða að Rio heldur áfram að eiga fyrirtækið ef ferlið leiðir ekki til sölu," segir Rannveig. Afkoma álversins hefur verið slök síðustu fimm ár en fer þó batnandi með hækkandi álverði. Rannveig segir það þó ekki helstu ástæðu sölu. Framleiðsla álversins í Straumsvík sé sértæk og ólík annarri framleiðslu Rio Tinto auk þess sem fjarlægð frá öðrum fyrirtækjum álrisans sé mikil. „Þannig að við pössum ekki alveg inn í þeirra stefnu. Það er verið að endurskoða þetta og það er eitthvað sem fyrirtæki gera reglulega. Þau skoða hvaða fyrirtæki passa saman og bregðast við. Þessi yfirferð er farin öðru hvoru og nú hefur verið tekin ákvörðun að gera þetta í ISAL," segir Rannveig og segist engar áhyggur hafa af eftirspurn. Sérstaða álversins sé mikil, það noti raforku úr vatnsaflsvirkjunum, það sé umhverfisvænt og framleiði virðisaukandi sérvöru. „Þannig að það er mjög eftirsóknarvert og ekki margir sem geta framleitt þær vörur sem við erum að framleiða þannig að það eru margir um hituna, hugsa ég.“ Undirbúningur fyrir sölu getur tekið allt að tvö ár og Rannveig getur ekkert sagt um verðmiðann á álverinu. Hún segir starfsmenn rólega enda sé ekki verið að stefna að lokun og því engin hætta á uppsögnum. „Við tökum þessu af miklu æðruleysi hér. Þetta er hluti af því að vera í viðskiputm. Ég held að sá stjórnandi sem getur ekki sætt sig við og unnið úr því að það verði breytingar, ætti að fást við eitthvað annað,“ segir Rannveig Rist.
Tengdar fréttir Rio Tinto tapaði 3,3 milljörðum í Straumsvík Álver Rio Tinto í Straumsvík var rekið með 28,8 milljóna dala tapi í fyrra eða sem nemur 3,3 milljörðum króna miðað við gengið í árslok 2016. 21. júní 2017 07:30 Mest lesið Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Sjá meira
Rio Tinto tapaði 3,3 milljörðum í Straumsvík Álver Rio Tinto í Straumsvík var rekið með 28,8 milljóna dala tapi í fyrra eða sem nemur 3,3 milljörðum króna miðað við gengið í árslok 2016. 21. júní 2017 07:30