Íslenska körfuboltalandsliðið flaug út til Finnlands í morgun en þar mun liðið taka þátt í Evrópukeppninni sem hefst í Helsinki á fimmtudaginn.
Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í íslenska liðinu mættu glerfínir í Leifsstöð allir klæddir glæsilegum jakkafötum frá Herragarðinum. Það var gott hljóð í Jón Arnóri þegar blaðamaður Vísis hitti hann við hliðið.
„Það er mikill spenningur og sérstaklega þegar maður er búinn að taka síðustu æfinguna heima. Þá skapast meiri stemmning í hópnum og meiri spenna. Við erum klárir í verkefnið og höfum aldrei verið jafn fínir í tauinu áður,“ sagði Jón Arnór Stefánsson en það var flott að sjá þá ganga í gegnum Leifsstöð alla eins klædda.
„Við fengum góðar móttökur þegar við komum inn og þetta er eitthvað nýtt fyrir okkur. Það er æðislegt að fá að upplifa þetta. Þetta fer allt í reynslubankann og skapar fallegar og skemmtilegar minningar,“ sagði Jón Arnór.
„Umgjörðin og þetta er allt eitthvað nýtt fyrir okkur. Það var ekki sami pakki þegar við fórum til Berlín en undirbúningurinn er búinn að vera svipaður,“ sagði Jón Arnór en hvernig verður að sitja í jakkafötum í fjögurra tíma flugferð.
„Það verður örugglega mjög óþægilegt,“ svaraði Jón Arnór í léttum tón.
Jón Arnór: Við höfum aldrei verið jafn fínir áður
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
