Sebastian Loeb í forystu Dakar eftir annan dag Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2017 16:06 Peugeot á tvo fyrstu bílana eftir tvo fyrstu daga keppninnar. Frakkinn Sebastian Loeb er fyrstur í bílaflokki eftir annan dag Dakar rallsins, en honum lauk rétt áðan. Loeb ekur Peugeot bíl. Vel gengur í upphafi rallsins fyrir Peugeot því Stéphane Peterhansel, sigurvegarinn frá því í fyrra, er í öðru sæti, tveimur mínútum og 23 sekúndum á eftir Leob. Ekur hann einnig fyrir Peugeot. Toyota er greinilega líka að gera góða hluti í upphafi keppninnar og eiga 5 bíla í 10 efstu sætunum. Í Þriðja sæti er Giniel De Villiers á Toyota Hilux, Mikko Hirvonen á Mini í fjórða sæti, og svo koma þrír Toyota bílar í fimmta, sjötta og sjöunda sæti með ökumönnunum Poulter, Vasilyev og Ten Brinke. Ciril Depres er áttundi á Peugeot og sá sem leiddi eftir fyrsta dag, Kvatarbúinn Al-Attyiah er níunda á Mini bíl. Í tíunda sætinu er enn einn Toyota bíllinn með Tékkanum Prokop undir stýri. Hann er 5:30 mínútum á eftir Loeb, en Peterhansel er 2:23 mínútum á eftir Loeb og De Villiers 3:01 á eftir Loeb. Ekki gengur alltof vel hjá Carlos Sainz því hann er í 13. sæti og næstum 11 mínútum á eftir forystusauðnum Loeb. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent
Frakkinn Sebastian Loeb er fyrstur í bílaflokki eftir annan dag Dakar rallsins, en honum lauk rétt áðan. Loeb ekur Peugeot bíl. Vel gengur í upphafi rallsins fyrir Peugeot því Stéphane Peterhansel, sigurvegarinn frá því í fyrra, er í öðru sæti, tveimur mínútum og 23 sekúndum á eftir Leob. Ekur hann einnig fyrir Peugeot. Toyota er greinilega líka að gera góða hluti í upphafi keppninnar og eiga 5 bíla í 10 efstu sætunum. Í Þriðja sæti er Giniel De Villiers á Toyota Hilux, Mikko Hirvonen á Mini í fjórða sæti, og svo koma þrír Toyota bílar í fimmta, sjötta og sjöunda sæti með ökumönnunum Poulter, Vasilyev og Ten Brinke. Ciril Depres er áttundi á Peugeot og sá sem leiddi eftir fyrsta dag, Kvatarbúinn Al-Attyiah er níunda á Mini bíl. Í tíunda sætinu er enn einn Toyota bíllinn með Tékkanum Prokop undir stýri. Hann er 5:30 mínútum á eftir Loeb, en Peterhansel er 2:23 mínútum á eftir Loeb og De Villiers 3:01 á eftir Loeb. Ekki gengur alltof vel hjá Carlos Sainz því hann er í 13. sæti og næstum 11 mínútum á eftir forystusauðnum Loeb.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent