

Alþjóðlega samkeppnin um ferðamanninn
Mikil áhersla hefur verið lögð á það að kynna Ísland utan háannar, eitthvað sem margir höfðu ekki trú á að væri hægt. Markmiðið hefur verið að gera ferðaþjónustu að heilsársatvinnugrein um allt land. Í því felst að draga úr sveiflum eftir árstíðum og innan hvers landshluta og auka neyslu ferðamanna, og þar með gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Nú síðast bættist við áhersla á ábyrga ferðahegðun. Þessi markmið hafa öll verið sett í samráði íslenskra fyrirtækja og stjórnvalda. Við trúum því að sú vinna hafi skilað þeim árangri sem náðst hefur í dag í samkeppni við aðra áfangastaði.
Jákvæð ímynd og orðspor er eitt það dýrmætasta sem nokkur áfangastaður getur átt og það er stöðugt langhlaup að tryggja að svo verði áfram. Staða okkar í alþjóðlegri samkeppni hefur batnað síðustu ár, en nú horfir mögulega til annars vegar með gengisþróun og virðisaukaskatts breytingum.
Ekki sjálfgefið að ferðamenn velji Ísland
Ferðamönnum fjölgar á heimsvísu og á árinu 2016 voru þeir 1,2 milljarðar samkvæmt UNTWO, sem var 3,9% aukning frá árinu áður. Fólk ferðast einnig meira en nokkurn tíma fyrr. Það vilja allir áfangastaðir og fyrirtæki eiga skerf í þessari köku – samkeppnin er hörð!
Það er margt sem hefur áhrif á ákvörðun fólks um að ferðast og val þess á áfangastað. Mishagstætt gengi, verðlag, efnahagsumhverfi, jarðskjálftar, eldgos og hryðjuverk eru dæmi um þætti sem hafa áhrif á ferðahegðun. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á ferða- og kauphegðun þar sem nokkur atriði koma iðulega fram. Ferðamenn leita tilboða og skoða verð, þeir hlusta á meðmæli vina og ættingja og leita að upplifun og reynslu. Þarna verða gæði, upplifun og verð að standast samanburð við aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við.
Það er ekki sjálfgefið að Ísland verði áfram fyrir valinu sem áfangastaður ferðamanna, við hreinlega getum ekki gefið okkur það í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir. Það er heldur ekki sjálfgefið að fyrirtæki og stjórnvöld nái til ferðamanna með markaðssetningu sinni og þrátt fyrir ægifagra náttúru, fjölbreytta afþreyingu og áhugaverða menningu. Flugfélög geta líka auðveldlega hætt að fljúga hingað á morgun og erlendar ferðaskrifstofur valið aðra áfangastaði til að selja ef áhugi ferðamanna liggur annars staðar og aðrir áfangastaðir ná að laða þá til sín. Atvinnugreinina þarf að vernda í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi og tala þarf um hana á uppbyggilegan hátt til þess að viðhalda samkeppnishæfni hennar.
Viðhöldum og sköpum frekari tækifæri
Í dag er ferðaþjónustan okkar stærsta útflutningsatvinnugrein og skapar rúmlega 24.000 störf hjá fjölda íslenskra fyrirtækja. Hagsmunir ferðaþjónustunnar eru því hagsmunir þjóðarinnar. Tryggja þarf hagsmuni þessarar atvinnugreinar til framtíðar, vernda hana, tryggja regluverk og umhverfi svo hún geti lifað um allt land og skilað til samfélagsins með sjálfbærum hætti.
Við hjá Íslandsstofu upplifum það iðulega í okkar störfum að aðrir áfangastaðir horfa til þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað í ferðaþjónustunni hér á landi og hvernig markmiðum hefur verið náð. Við viljum svo sannarlega ekki sjá bakslag í þeirri jákvæðu þróun sem átt hefur sér stað en við erum á gríðarlegum viðkvæmum tímapunkti í vaxtarferlinu. Því að nú fyrst eru frekari tækifæri að opnast til atvinnuuppbyggingar og byggðaþróunar um allt land til framtíðar. Atvinnugreinin er í vaxtarferli sem helst í hendur við þróun og vitund um áfangastaðinn á alþjóðavísu. Hún er ekki orðin að heilsársatvinnugrein á öllum svæðum landsins og mörg fyrirtæki eru rétt að byrja að fóta sig.
Við megum ekki við því að missa samkeppnisstöðu okkar erlendis á þessum tímapunkti. Hvaða afleiðingar hefði það ef ferðamenn og erlendir aðilar velja að fara eitthvað annað og sú uppbygging og fjárfesting sem hefur nú átt sér stað og er í ferli nýtist ekki lengur? Af hverju viljum við taka þá áhættu að kollvarpa viðkvæmum fyrirtækjum í uppbyggingu og þróun um allt land frekar en að leyfa þeim að vaxa og dafna og skapa enn frekari tækifæri?
Við verðum að viðhalda samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar og viðhalda þeirri stöðu og þeim fjölda sem við erum komin í til þess að nýta fjárfestingar – við erum ekki með stóran skerf af kökunni og ferðamenn eru rétt að byrja að uppgötva Ísland. Tvær og hálf milljón ferðamanna á ári er ekki stór tala í alþjóðlegu samhengi og það vilja allir fá þessa ferðamenn í viðskipti til sín – því já ferðaþjónusta, er þjónusta sem við seljum og er okkar mikilvægasta útflutningsatvinnugrein í dag.
Skoðun

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar