BMW M550d er með fjórar forþjöppur Finnur Thorlacius skrifar 26. apríl 2017 16:18 BMW M550d xDrive er ári snöggur úr sporunum. Þessi sakleysislegi BMW langbakur er 4,4 sekúndur í 100 km hraða en er samt með einungis 6 strokka dísilvél. Það má að hluta þakka einum fjórum forþjöppum sem sitja ofan á 3,0 lítra vélinni. Tvær þeirra eru lágþrýstar og tvær háþrýstar til að tryggja að ávallt sé nægt afl til staðar. Hann togar meira en BMW M5 sportbíllinn og er 400 hestöfl. Við vélina er tengd 8 gíra sjálfskipting sem sendir allt þetta afl til allra hjólanna og ekki veitir víst af með öll þessi hestöfl. BMW M550d beygir líka með afturhjólunum, er með risastórar bremsur, afar sportlega fjöðrun og vindkljúfa til að halda honum sem best á vegi. Eiginlega finnst engin öflugri fjöldaframleidd dísilvél nema 8 strokka og þriggja forþjöppu vélin í Audi SQ7, Porsche Panamera og Bentley Bentayga. BMW M550d stendur á 19 tommu felgum, en er samt eitthvað svo sakleysislegur og ætti að henta vel þeim sem vilja ekki mikið sýnast, en komast engu að síður svo sannarlega úr sporunum. Bílablaðamenn í Bandaríkjunum gráta það mjög að þar í landi er þessi bíll ekki fáanlegur, hvað sem síðar verður og öfunda kaupendur hans mjög í Þýskalandi og reyndar um alla Evrópu. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent
Þessi sakleysislegi BMW langbakur er 4,4 sekúndur í 100 km hraða en er samt með einungis 6 strokka dísilvél. Það má að hluta þakka einum fjórum forþjöppum sem sitja ofan á 3,0 lítra vélinni. Tvær þeirra eru lágþrýstar og tvær háþrýstar til að tryggja að ávallt sé nægt afl til staðar. Hann togar meira en BMW M5 sportbíllinn og er 400 hestöfl. Við vélina er tengd 8 gíra sjálfskipting sem sendir allt þetta afl til allra hjólanna og ekki veitir víst af með öll þessi hestöfl. BMW M550d beygir líka með afturhjólunum, er með risastórar bremsur, afar sportlega fjöðrun og vindkljúfa til að halda honum sem best á vegi. Eiginlega finnst engin öflugri fjöldaframleidd dísilvél nema 8 strokka og þriggja forþjöppu vélin í Audi SQ7, Porsche Panamera og Bentley Bentayga. BMW M550d stendur á 19 tommu felgum, en er samt eitthvað svo sakleysislegur og ætti að henta vel þeim sem vilja ekki mikið sýnast, en komast engu að síður svo sannarlega úr sporunum. Bílablaðamenn í Bandaríkjunum gráta það mjög að þar í landi er þessi bíll ekki fáanlegur, hvað sem síðar verður og öfunda kaupendur hans mjög í Þýskalandi og reyndar um alla Evrópu.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent