1.900 hestafla Nissan Patrol rúllar upp Porsche 918 Spyder Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2017 12:52 Þeir eru ekki margir jepparnir sem hafa sigur í spyrnu við Porsche 918 Spyder ofurbílinn, en þessi Nissan Patrol gerir það enda vopnaður 1.900 hestafla vél sem fengin er úr Nissan GT-R bíl. Þessi Nissan Patrol jeppa var breytt af F Performance Garage í Dubai og þar fékk hann ekki bara lánaða vél úr Nissan GT-R, heldur einnig fjöðrun, skiptingu, bremsur og jafnvel stýrishjólið úr GT-R bíl. Hámarkshraði þessa bíls er 329 km/klst og hann er býsna nálægt þeim hraða í hverri kvartmíluspyrnu því hann er svo fljótur uppí hámarkshraðann. Bíllinn er á Hoosier slikkerum sem henta vel í spyrnurnar á keppnisbrautunum í Dubai og þar leikur hann sér af því að stinga bíla eins Porsche 918 Spyder af. Þrátt fyrir að vera svona vel búinn bíll og öflugur þá er hann í leiðinni fullkomlega löglegur á venjulegum vegum og í myndskeiðinu hér að ofan er hann einmitt tekinn í ósköp venjulegan bíltúr um göturnar, með einum og einum öskrandi spretti inná milli. Ekki er ljóst hve miklu fé hefur verið eytt í breytingar á þessum jeppa, sem hæglega gæti reynst öflugasti jeppi í heimi, en að því er ekki spurt austur í Dubai. Þar eru vasar olíufurstann djúpir og kostnaður bara afstæður. Það hlýtur þó að vera býsna klént að hafa eytt 845.000 dollurum í ofurbílinn Porsche 918 Spyder og horfa svo uppá Nissan Patrol jeppa rúlla honum upp í spyrnu. Útlitið segir stundum ekki allt. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent
Þeir eru ekki margir jepparnir sem hafa sigur í spyrnu við Porsche 918 Spyder ofurbílinn, en þessi Nissan Patrol gerir það enda vopnaður 1.900 hestafla vél sem fengin er úr Nissan GT-R bíl. Þessi Nissan Patrol jeppa var breytt af F Performance Garage í Dubai og þar fékk hann ekki bara lánaða vél úr Nissan GT-R, heldur einnig fjöðrun, skiptingu, bremsur og jafnvel stýrishjólið úr GT-R bíl. Hámarkshraði þessa bíls er 329 km/klst og hann er býsna nálægt þeim hraða í hverri kvartmíluspyrnu því hann er svo fljótur uppí hámarkshraðann. Bíllinn er á Hoosier slikkerum sem henta vel í spyrnurnar á keppnisbrautunum í Dubai og þar leikur hann sér af því að stinga bíla eins Porsche 918 Spyder af. Þrátt fyrir að vera svona vel búinn bíll og öflugur þá er hann í leiðinni fullkomlega löglegur á venjulegum vegum og í myndskeiðinu hér að ofan er hann einmitt tekinn í ósköp venjulegan bíltúr um göturnar, með einum og einum öskrandi spretti inná milli. Ekki er ljóst hve miklu fé hefur verið eytt í breytingar á þessum jeppa, sem hæglega gæti reynst öflugasti jeppi í heimi, en að því er ekki spurt austur í Dubai. Þar eru vasar olíufurstann djúpir og kostnaður bara afstæður. Það hlýtur þó að vera býsna klént að hafa eytt 845.000 dollurum í ofurbílinn Porsche 918 Spyder og horfa svo uppá Nissan Patrol jeppa rúlla honum upp í spyrnu. Útlitið segir stundum ekki allt.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent