Consumer Reports segir Audi smíða bestu bílana Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2017 15:54 Audi bílar þykja bestu bílar heims miðað við þessa 4 þætti sem mældir eru af Consumer Reports. Annað árið í röð er Audi það bílamerki sem Consumer Reports segir að smíði bestu bíla allra bílaframleiðenda. Það mat byggir á einkunnum fyrir þessa 4 þætti: Ánægja eigenda, áreiðanleiki og bilanatíðni, öryggi og að síðustu akstursgeta sem fundin er út með reynsluakstri. Audi fékk 81 stig af 100 mögulegum, en í öðru sæti var Porsche með 78 stig og BMW og Lexus voru með 77 stig. Þar á eftir kom Subaru og Kia með 74, Mazda og Tesla með 73 og Honda og Buick með 72 stig. Í “Roadtest”-hluta einkunnarinnar skora Porsche og Tesla hæst með 88 stig á meðan Audi og BMW eru með 86 stig þar, en Mercedes Benz aðeins 80 stig. Þó Lexus nái hátt á heildarlistanum fá Lexus bílar aðeins 74 stig í “Roadtest”-hlutanum og Kia 77. Eins og fyrri daginn verma bílar Fiat Chrysler fyrirtækisins neðstu tvö sæti listans í heild og eru Fiat bílar þar neðstir með einkunnina 41, Jeep er með 45, Mitsubishi með 51, Land Rover með 52 og Dodge með 56. Fiat Chrysler til hróss stekkur Chrysler upp um 7 sæti af 31 bílaframleiðanda. Þá stökkva Acura, Infinity og Cadillac líka örlítið upp listann nú. Kia er hæsta bílamerkið sem ekki telst til lúxusbíla og er í 6. sæti listans þessu sinni og fær 77 stig úr “Roadtest”-hlutanum. Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent
Annað árið í röð er Audi það bílamerki sem Consumer Reports segir að smíði bestu bíla allra bílaframleiðenda. Það mat byggir á einkunnum fyrir þessa 4 þætti: Ánægja eigenda, áreiðanleiki og bilanatíðni, öryggi og að síðustu akstursgeta sem fundin er út með reynsluakstri. Audi fékk 81 stig af 100 mögulegum, en í öðru sæti var Porsche með 78 stig og BMW og Lexus voru með 77 stig. Þar á eftir kom Subaru og Kia með 74, Mazda og Tesla með 73 og Honda og Buick með 72 stig. Í “Roadtest”-hluta einkunnarinnar skora Porsche og Tesla hæst með 88 stig á meðan Audi og BMW eru með 86 stig þar, en Mercedes Benz aðeins 80 stig. Þó Lexus nái hátt á heildarlistanum fá Lexus bílar aðeins 74 stig í “Roadtest”-hlutanum og Kia 77. Eins og fyrri daginn verma bílar Fiat Chrysler fyrirtækisins neðstu tvö sæti listans í heild og eru Fiat bílar þar neðstir með einkunnina 41, Jeep er með 45, Mitsubishi með 51, Land Rover með 52 og Dodge með 56. Fiat Chrysler til hróss stekkur Chrysler upp um 7 sæti af 31 bílaframleiðanda. Þá stökkva Acura, Infinity og Cadillac líka örlítið upp listann nú. Kia er hæsta bílamerkið sem ekki telst til lúxusbíla og er í 6. sæti listans þessu sinni og fær 77 stig úr “Roadtest”-hlutanum.
Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent