Alvarleg staða í þjónustu við eldra fólk í Árnessýslu Unnur Þormóðsdóttir skrifar 16. desember 2017 13:44 Í kjölfar lokunar hjúkrunarrýma á Kumbaravogi og Blesastöðum í Árnessýslu hefur skapast ófremdarástand í málefnum þeirra sem á slíkum rýmum þurfa að halda. Þegar rýmum fækkar gefur það auga leið að þjónusta við þessa einstaklinga verður að eflast og aukast til muna og er það heilbrigðisráðuneytis og fjármálaráðuneytis að bregðast tafarlaust við. Heimahjúkrun þarf að auka mikið, auk þess sem þetta ástand hefur veruleg áhrif á sjúkradeild HSU á Selfossi. Þar eru 18 rými sem eru ætluð öllum íbúum í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og V-Skaftavellssýslu, nú eru þau að mestu teppt af einstaklingum sem bíða eftir að komast inn í hjúkrunarrými og geta alls ekki beðið heima. Þegar ákvörðun um lokun var tekin af ráðuneyti mátti það ljóst vera að ástandið yrði erfitt og því þyrfti að flýta byggingu nýs heimilis, það hefur þó tekið mikinn tíma að hefjast handa og mun heimilið aldrei verða tilbúið fyrr en árið 2020. Þangað til verður að hjálpa öllu því fólki sem er í mikilli þörf fyrir hjúkrunarrými. Heimahjúkrun hefur þyngst stöðugt síðan heimilum var lokað og er nú svo komið að heilsugæslan á Selfossi annar ekki þeirri þjónustuþörf sem á hennar svæði er. Rekin er kvöld og helgarþjónusta, fyrir utan venjubundna dagþjónustu, með einum sjúkraliða sem fer um Hveragerði, Ölfus, Árborg og Flóa. Hjúkrunarfræðingar sinna einnig kvöld og helgarþjónustu á sama svæði. Enn verður að bæta í þjónustuna en ekki er gert ráð fyrir fjármunum í fjárlögum sem munu dekka þá aukningu. Hafa ber í huga að við lokun rýma þá er ríkið að spara peninga í daggjöldum sem eðlilegt væri að nota á svæðinu til að sinna því fólki sem annars væri komið inn í hjúkrunarrými. Það er á engan hátt boðlegt að neyðarlokun skapi sparnað fyrir ríkið á kostnað íbúa. Er það ósk mín að fjármagn verði tryggt tafarlaust til að við getum sinnt fólki heima þetta er neyðarástand sem bregðast verður við strax.Staðreyndir: Á Suðurlandi eru 242 hjúkrunarrými á 10 heimilum en þau voru 260 á 12 heimilum þar til fyrir um ári síðan, daggjöld fyrir 18 rýmum eru ónýtt á svæðinu en verið getur að peningarnir fyrir þeim séu nýttir annarsstaðar á landinu og er það óásættanlegt.Af þeim 242 hjúkrunarrýmum í landshlutanum eru einungis 5 þeirra skilgreind sem hvíldarrými.Á biðlista eftir hjúkrunarrýmum í Árnessýslu þann 16 desember 2017 eru 23 einstaklingar og 23 einstaklingar bíða eftir hvíldarrýmum.Í Árnessýslu eru 16.467 íbúar skv. þjóðskrá, hjúkrunarrými eru 90 auk þriggja hvíldarrýma. Af þeim 18 sjúkrarýmum sem eru fyrir Árnessýslu, Rangárvallasýslu og V-Skaftafellssýslu voru nú á tímabili 12 teppt af einstaklingum sem áttu mat í hjúkrunarrými, það eru tæp 67% rýmanna. Höfundur er hjúkrunarstjóri heilsugæslunnar á Selfossi og formaður Færni og heilsumatsnefndar heilbrigðisumdæmis Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í kjölfar lokunar hjúkrunarrýma á Kumbaravogi og Blesastöðum í Árnessýslu hefur skapast ófremdarástand í málefnum þeirra sem á slíkum rýmum þurfa að halda. Þegar rýmum fækkar gefur það auga leið að þjónusta við þessa einstaklinga verður að eflast og aukast til muna og er það heilbrigðisráðuneytis og fjármálaráðuneytis að bregðast tafarlaust við. Heimahjúkrun þarf að auka mikið, auk þess sem þetta ástand hefur veruleg áhrif á sjúkradeild HSU á Selfossi. Þar eru 18 rými sem eru ætluð öllum íbúum í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og V-Skaftavellssýslu, nú eru þau að mestu teppt af einstaklingum sem bíða eftir að komast inn í hjúkrunarrými og geta alls ekki beðið heima. Þegar ákvörðun um lokun var tekin af ráðuneyti mátti það ljóst vera að ástandið yrði erfitt og því þyrfti að flýta byggingu nýs heimilis, það hefur þó tekið mikinn tíma að hefjast handa og mun heimilið aldrei verða tilbúið fyrr en árið 2020. Þangað til verður að hjálpa öllu því fólki sem er í mikilli þörf fyrir hjúkrunarrými. Heimahjúkrun hefur þyngst stöðugt síðan heimilum var lokað og er nú svo komið að heilsugæslan á Selfossi annar ekki þeirri þjónustuþörf sem á hennar svæði er. Rekin er kvöld og helgarþjónusta, fyrir utan venjubundna dagþjónustu, með einum sjúkraliða sem fer um Hveragerði, Ölfus, Árborg og Flóa. Hjúkrunarfræðingar sinna einnig kvöld og helgarþjónustu á sama svæði. Enn verður að bæta í þjónustuna en ekki er gert ráð fyrir fjármunum í fjárlögum sem munu dekka þá aukningu. Hafa ber í huga að við lokun rýma þá er ríkið að spara peninga í daggjöldum sem eðlilegt væri að nota á svæðinu til að sinna því fólki sem annars væri komið inn í hjúkrunarrými. Það er á engan hátt boðlegt að neyðarlokun skapi sparnað fyrir ríkið á kostnað íbúa. Er það ósk mín að fjármagn verði tryggt tafarlaust til að við getum sinnt fólki heima þetta er neyðarástand sem bregðast verður við strax.Staðreyndir: Á Suðurlandi eru 242 hjúkrunarrými á 10 heimilum en þau voru 260 á 12 heimilum þar til fyrir um ári síðan, daggjöld fyrir 18 rýmum eru ónýtt á svæðinu en verið getur að peningarnir fyrir þeim séu nýttir annarsstaðar á landinu og er það óásættanlegt.Af þeim 242 hjúkrunarrýmum í landshlutanum eru einungis 5 þeirra skilgreind sem hvíldarrými.Á biðlista eftir hjúkrunarrýmum í Árnessýslu þann 16 desember 2017 eru 23 einstaklingar og 23 einstaklingar bíða eftir hvíldarrýmum.Í Árnessýslu eru 16.467 íbúar skv. þjóðskrá, hjúkrunarrými eru 90 auk þriggja hvíldarrýma. Af þeim 18 sjúkrarýmum sem eru fyrir Árnessýslu, Rangárvallasýslu og V-Skaftafellssýslu voru nú á tímabili 12 teppt af einstaklingum sem áttu mat í hjúkrunarrými, það eru tæp 67% rýmanna. Höfundur er hjúkrunarstjóri heilsugæslunnar á Selfossi og formaður Færni og heilsumatsnefndar heilbrigðisumdæmis Suðurlands.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun