Árin límast lítið við mann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2017 09:45 Já, þetta flokkast víst undir stórafmæli,“ segir Pétur Gunnarsson rithöfundur þegar honum er óskað til hamingju með sjötugsafmælið í dag. Er þó langt í frá upptekinn af því. „Þetta breytir engu fyrir mig. Ég bara bauka í mínu, sama hvaða dagur er. Einhvern veginn límast árin svo lítið við mann. Ég held að það sé töluverð breyting frá því sem áður var. Þá var hlutverk, aldur og staða manna skýrari en á okkar tímum. Nú er allt komið meira á flot. Það er líka sagt um 1968 kynslóðina að hún sé óþolandi því hún vilji vera jafngömul börnunum sínum og neiti að eldast.“ Hann bendir á að áður fyrr hafi menn sem komnir voru á virðulegan aldur átt sinn húsbóndastól og inniskó. „Karlmenn sáust aldrei hlaupa nema þeir væru að missa af strætó eða hlaupa fyrir fé. Maður sá heldur aldrei fullorðinn karlmann á reiðhjóli. Þetta hefur allt skolast til og víkkað út – nú mega rígfullorðnir karlmenn leika sér.“ Reiðhjólið er og hefur alltaf verið aðalfarartæki Péturs, að hans sögn. „Þegar maður venst því að hjóla á maður bara erfitt með að hjóla ekki, það er svo þægilegt að komast rakleitt að staðnum sem maður ætlar á og þurfa aldrei að svipast um eftir bílastæði. Svo fylgir því góð samviska, það gefur manni hreyfingu og betri heilsu.“ Pétur kveðst ekkert ætla að halda upp á daginn. „Ég fæ örugglega eitthvað gott að borða og ég treysti því að það verði súkkulaðikaka með kaffinu. Svo mæta örugglega einhverjir sem standa mér nærri,“ segir hann. Upplýsir að hann eigi tvo syni, annan búsettan í Kaupmannahöfn með konu og tvö börn, sá hafi átt dóttur fyrir sem sé 12 ára og eigi heima í Reykjavík. „Svo á ég yngri strák, hann er sömuleiðis búsettur hér í borginni með sinni konu og þau eiga dreng sem er eins og hálfs árs. Hann heitir Pétur Vésteinn Gunnarsson.“ Pétur kveðst aldrei fara til útlanda að sumri til. „Þá rígheldur Ísland í mig. En á öðrum árstímum rjúkum við hjónin til Kaupmannahafnar að heilsa upp á fólkið okkar um leið og birtist lækkað fargjald. Við vorum líka í París í mars, bjuggum í Kjarvalsíbúðinni sem Reykjavíkurborg á í listamiðstöð í miðri borginni.“ Pétur hefur gert ævi meistara Þórbergs góð skil í bókum og segist alltaf droppa við á Hala þegar hann fari þar framhjá. „Ég hef líka dvalið í húsi Rithöfundasambandsins á Sléttaleiti í Suðursveit. Fyrst þegar ég gisti þar voru þar margar ljósmyndir af fyrri ábúendum, sem þá voru allir látnir, ég var samt alveg laus við draugahræðslu. En næst þegar ég kom að Sléttaleiti þurfti ég á snyrtingu um nótt og þar mætti ég draug. Í millitíðinni hafði nefnilega Ragnheiður, formaður sambandsins, komið þar fyrir spegli í fullri mannhæð og þar blasti við mér þessi draugur. Ég verð að viðurkenna að mér brá.“Pétur fer ekki bara ferða sinna á hjóli, hann notar líka eigin orku til að slá blettinn. Vísir/Ernir Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Sjá meira
Já, þetta flokkast víst undir stórafmæli,“ segir Pétur Gunnarsson rithöfundur þegar honum er óskað til hamingju með sjötugsafmælið í dag. Er þó langt í frá upptekinn af því. „Þetta breytir engu fyrir mig. Ég bara bauka í mínu, sama hvaða dagur er. Einhvern veginn límast árin svo lítið við mann. Ég held að það sé töluverð breyting frá því sem áður var. Þá var hlutverk, aldur og staða manna skýrari en á okkar tímum. Nú er allt komið meira á flot. Það er líka sagt um 1968 kynslóðina að hún sé óþolandi því hún vilji vera jafngömul börnunum sínum og neiti að eldast.“ Hann bendir á að áður fyrr hafi menn sem komnir voru á virðulegan aldur átt sinn húsbóndastól og inniskó. „Karlmenn sáust aldrei hlaupa nema þeir væru að missa af strætó eða hlaupa fyrir fé. Maður sá heldur aldrei fullorðinn karlmann á reiðhjóli. Þetta hefur allt skolast til og víkkað út – nú mega rígfullorðnir karlmenn leika sér.“ Reiðhjólið er og hefur alltaf verið aðalfarartæki Péturs, að hans sögn. „Þegar maður venst því að hjóla á maður bara erfitt með að hjóla ekki, það er svo þægilegt að komast rakleitt að staðnum sem maður ætlar á og þurfa aldrei að svipast um eftir bílastæði. Svo fylgir því góð samviska, það gefur manni hreyfingu og betri heilsu.“ Pétur kveðst ekkert ætla að halda upp á daginn. „Ég fæ örugglega eitthvað gott að borða og ég treysti því að það verði súkkulaðikaka með kaffinu. Svo mæta örugglega einhverjir sem standa mér nærri,“ segir hann. Upplýsir að hann eigi tvo syni, annan búsettan í Kaupmannahöfn með konu og tvö börn, sá hafi átt dóttur fyrir sem sé 12 ára og eigi heima í Reykjavík. „Svo á ég yngri strák, hann er sömuleiðis búsettur hér í borginni með sinni konu og þau eiga dreng sem er eins og hálfs árs. Hann heitir Pétur Vésteinn Gunnarsson.“ Pétur kveðst aldrei fara til útlanda að sumri til. „Þá rígheldur Ísland í mig. En á öðrum árstímum rjúkum við hjónin til Kaupmannahafnar að heilsa upp á fólkið okkar um leið og birtist lækkað fargjald. Við vorum líka í París í mars, bjuggum í Kjarvalsíbúðinni sem Reykjavíkurborg á í listamiðstöð í miðri borginni.“ Pétur hefur gert ævi meistara Þórbergs góð skil í bókum og segist alltaf droppa við á Hala þegar hann fari þar framhjá. „Ég hef líka dvalið í húsi Rithöfundasambandsins á Sléttaleiti í Suðursveit. Fyrst þegar ég gisti þar voru þar margar ljósmyndir af fyrri ábúendum, sem þá voru allir látnir, ég var samt alveg laus við draugahræðslu. En næst þegar ég kom að Sléttaleiti þurfti ég á snyrtingu um nótt og þar mætti ég draug. Í millitíðinni hafði nefnilega Ragnheiður, formaður sambandsins, komið þar fyrir spegli í fullri mannhæð og þar blasti við mér þessi draugur. Ég verð að viðurkenna að mér brá.“Pétur fer ekki bara ferða sinna á hjóli, hann notar líka eigin orku til að slá blettinn. Vísir/Ernir
Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning