Porsche Boxster fær allt að 494 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2017 15:09 Nýr öflugri Boxster er nú þegar kominn til prófana og til hans sást um daginn. Hjá þýska sportbílaframleiðandanum Porsche er nú unnið að útfærslu afar brautarhæfs Porsche Boxster bíls sem fá mun sömu 6 strokka vél og finna má í Porsche 911 GT3. Núverandi gerð Boxster er með 4 strokka og 2,5 lítra vél. Þessi öfluga gerð hans sem í bígerð er fengi 4,0 lítra 6 strokka vél í 430 til 494 hestafla útfærslum. Ekki er notast við forþjöppu með þessari 6 strokka vél, öndvert við 4 strokka vélarnar í hefðbundnum Boxster og Cayman bílum Porsche. Þessi nýja gerð Boxster mun bæði fást með 6 gíra beinskiptingu og 7 gíra PDK sjálfskiptingu. Ennfremur verður minna lagt í hljóðeinangrun bílsins og hugsanlegt er að hann verði einnig án hljóðkerfis og miðstöðvar, allt til að minnka vigt bílsins og gera hann með því brautarhæfari. Þá verður þessi öflugi Boxster ekki með rafdrifinni blæju heldur handvirkri, einnig til að minnka þungann. Gert er ráð fyrir að bíllinn verði kynntur á fyrri helmingi næsta árs. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent
Hjá þýska sportbílaframleiðandanum Porsche er nú unnið að útfærslu afar brautarhæfs Porsche Boxster bíls sem fá mun sömu 6 strokka vél og finna má í Porsche 911 GT3. Núverandi gerð Boxster er með 4 strokka og 2,5 lítra vél. Þessi öfluga gerð hans sem í bígerð er fengi 4,0 lítra 6 strokka vél í 430 til 494 hestafla útfærslum. Ekki er notast við forþjöppu með þessari 6 strokka vél, öndvert við 4 strokka vélarnar í hefðbundnum Boxster og Cayman bílum Porsche. Þessi nýja gerð Boxster mun bæði fást með 6 gíra beinskiptingu og 7 gíra PDK sjálfskiptingu. Ennfremur verður minna lagt í hljóðeinangrun bílsins og hugsanlegt er að hann verði einnig án hljóðkerfis og miðstöðvar, allt til að minnka vigt bílsins og gera hann með því brautarhæfari. Þá verður þessi öflugi Boxster ekki með rafdrifinni blæju heldur handvirkri, einnig til að minnka þungann. Gert er ráð fyrir að bíllinn verði kynntur á fyrri helmingi næsta árs.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent