Menntun fyrir vinnufúsar hendur Sigurður Páll Jónsson skrifar 21. nóvember 2017 16:34 Mikilvægt áhersluatriði í stefnuskrá Miðflokksins er að stórefla iðn og tækninám. Þar er á ferðinni mál sem flestir eru sammála um en hefur einhverja hluta vegna orðið útundan um alltof langan tíma. Viðhorfsbreytingar þurfa að eiga sér stað segja sumir, allt frá löggjafanum og til þeirra sem standa frammi fyrir því að velja sér námsleið til framtíðar. Þegar ungt fólk, oftast í samráði við foreldra eða foráðamenn sína, spekúlerar í námsleiðum, er bóknámið oftar en ekki valið, sennilega ekki síst vegna þess að því er gert hærra undir höfði af yfirvöldum. Nýlegt dæmi um slíkt viðhorf eða skilningsleysi sem er framþróun á iðnnámi til trafala er að erlendir iðnnemar fá ekki lengur dvalarleyfi til náms á Íslandi eftir breytingu á útlendingalögum. Nám í skilningi lagana er eingöngu nám á háskólastigi. Það er ánægulegt að dómsmálaráðherra hefur nú líst yfir að unnið sé að lagfæringu á þessari mismunun lagana og ljóst að Alþingi þarf að taka til meðferðar um leið og þingið kemur saman og afgreiða hratt og vel til að jafnræði verði tryggt. Skortur er á iðnmenntuðu starfsfólki á vinnumarkaði út um allt land og því er mikilvægt að hvetja ungmenni til að sækja sér dýrmæta þekkingu í fjölbreyttu iðnnámi. Unnið hefur verið að því að að brúa bilið á milli iðnnáms og háskólanáms sem eykur möguleika á frekari menntun síðar meir, og er það vel. Til þess að auka áhuga ungmenna á iðn og tækninámi þarf í fyrsta lagi aukið fjármagn til námsbrautanna, fjármagn sem er sérstaklega eyrnamerkt iðn og tækninámi en lendir ekki í einhverjum heildar potti sem virðist hafa verið raunin á undanförnum árum. Samhliða þarf að styrkja tengsl atvinnulífs og iðnnáms að starfnámshlið iðnnámsins skapi ekki flöskuháls. Í heimi hraðra breytinga er ljóst að lítið samfélag mun þurfa mjög á iðn- og tæknimenntuðu fólki að halda í framtíðinni. Besta leiðin til að búa samfélagið undir örar breytingar næstu áratuga er að styrkja slíkt nám og gera það aðlaðandi fyrir ungt fólk dagsins í dag. Markvisst átak til styrkingar iðn- og tæknináms mun skila sér margfalt aftur til samfélagsins. Það er því ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er þingmaður Miðflokksins fyrir Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægt áhersluatriði í stefnuskrá Miðflokksins er að stórefla iðn og tækninám. Þar er á ferðinni mál sem flestir eru sammála um en hefur einhverja hluta vegna orðið útundan um alltof langan tíma. Viðhorfsbreytingar þurfa að eiga sér stað segja sumir, allt frá löggjafanum og til þeirra sem standa frammi fyrir því að velja sér námsleið til framtíðar. Þegar ungt fólk, oftast í samráði við foreldra eða foráðamenn sína, spekúlerar í námsleiðum, er bóknámið oftar en ekki valið, sennilega ekki síst vegna þess að því er gert hærra undir höfði af yfirvöldum. Nýlegt dæmi um slíkt viðhorf eða skilningsleysi sem er framþróun á iðnnámi til trafala er að erlendir iðnnemar fá ekki lengur dvalarleyfi til náms á Íslandi eftir breytingu á útlendingalögum. Nám í skilningi lagana er eingöngu nám á háskólastigi. Það er ánægulegt að dómsmálaráðherra hefur nú líst yfir að unnið sé að lagfæringu á þessari mismunun lagana og ljóst að Alþingi þarf að taka til meðferðar um leið og þingið kemur saman og afgreiða hratt og vel til að jafnræði verði tryggt. Skortur er á iðnmenntuðu starfsfólki á vinnumarkaði út um allt land og því er mikilvægt að hvetja ungmenni til að sækja sér dýrmæta þekkingu í fjölbreyttu iðnnámi. Unnið hefur verið að því að að brúa bilið á milli iðnnáms og háskólanáms sem eykur möguleika á frekari menntun síðar meir, og er það vel. Til þess að auka áhuga ungmenna á iðn og tækninámi þarf í fyrsta lagi aukið fjármagn til námsbrautanna, fjármagn sem er sérstaklega eyrnamerkt iðn og tækninámi en lendir ekki í einhverjum heildar potti sem virðist hafa verið raunin á undanförnum árum. Samhliða þarf að styrkja tengsl atvinnulífs og iðnnáms að starfnámshlið iðnnámsins skapi ekki flöskuháls. Í heimi hraðra breytinga er ljóst að lítið samfélag mun þurfa mjög á iðn- og tæknimenntuðu fólki að halda í framtíðinni. Besta leiðin til að búa samfélagið undir örar breytingar næstu áratuga er að styrkja slíkt nám og gera það aðlaðandi fyrir ungt fólk dagsins í dag. Markvisst átak til styrkingar iðn- og tæknináms mun skila sér margfalt aftur til samfélagsins. Það er því ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er þingmaður Miðflokksins fyrir Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar