Pressan tekin til gjaldþrotaskipta Daníel Freyr Birkisson skrifar 13. desember 2017 16:12 Björn Ingi Hrafnsson, fyrrum stjórnarmaður Pressunnar. Vísir/Ernir Pressan ehf. hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Kristján B. Thorlacius hefur verið skipaður skiptastjóri í búinu en það staðfestir hann í samtali við fréttastofu Vísis sem og Ómar R. Valdimarsson, stjórnarformaður Pressunnar. Krafan um að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta kemur frá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja samkvæmt Kristjáni, en Stundin greindi einnig frá því í gær. Þar kemur fram að ekki hafi verið greidd iðgjöld starfsmanns og sé krafan upp á 2,8 milljónir króna. Þá greindi Fréttablaðið frá því að nýkjörin stjórn Pressunnar hafi kært Björn Inga og Arnar Ægisson, viðskiptafélaga Björns og fyrrverandi stjórnarmann Pressunnar. Kæran byggir á því að fráfarandi stjórnendur Pressunnar hafi hvorki staðið skil á greiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna, né innheimtum virðisaukaskatti. Þegar útgáfuréttindi félagsins voru seld þann 5. september síðastliðinn hafi félagið skuldað 327 milljónir í opinber gjöld.Sjá einnig: Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Björn Ingi sagði í Facebook færslu í kjölfarið að um væri að ræða „brjálaðan hefndarleiðangur“. Ómar R. Valdimarsson, nýkjörinn stjórnarformaður Pressunnar, sakaði Björn Inga um bílstuld og krafðist hann þess að hann myndi sem fyrrverandi eigandi fyrirtækisins skila bílnum, annars yrði bifreiðin tilkynnt stolin. Sagði Björn Ingi að hann hefði fyrir löngu tekið yfir leigusamning bílsins.Allar eignirnar settar á söluÍ lok nóvember var það tilkynnt að allar eignir félagsins hefðu verið settar á sölu og tveimur starfsmönnum félagsins sagt upp. Um væri að ræða landshlutablöðin Akureyri Vikublað, Austurland, Reykjanes, Suðra, Vesturland, Vestfirði, Ölduna, Sleggjuna, Birtu, Hafnarfjörð, Kópavog og Reykjavík Vikublað. Sagði Ómar að allar eignir félagsins væru til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. Kristján var skipaður skiptastjóri fyrr í dag og segist nú vera að setja sig inn í mál félagsins. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Ný stjórn Pressunnar hefur kært Björn Inga Hrafnsson fyrir fjárdrátt og brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Lögmaður Björns segir það fjölmiðlasýningu. 6. desember 2017 07:00 Björn Ingi sakaður um bílstuld Ómar R. Valdimarsson krefst þess að Björn Ingi Hrafnsson skili bíl fyrirtækisins. 8. desember 2017 15:56 Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14 Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Sjá meira
Pressan ehf. hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Kristján B. Thorlacius hefur verið skipaður skiptastjóri í búinu en það staðfestir hann í samtali við fréttastofu Vísis sem og Ómar R. Valdimarsson, stjórnarformaður Pressunnar. Krafan um að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta kemur frá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja samkvæmt Kristjáni, en Stundin greindi einnig frá því í gær. Þar kemur fram að ekki hafi verið greidd iðgjöld starfsmanns og sé krafan upp á 2,8 milljónir króna. Þá greindi Fréttablaðið frá því að nýkjörin stjórn Pressunnar hafi kært Björn Inga og Arnar Ægisson, viðskiptafélaga Björns og fyrrverandi stjórnarmann Pressunnar. Kæran byggir á því að fráfarandi stjórnendur Pressunnar hafi hvorki staðið skil á greiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna, né innheimtum virðisaukaskatti. Þegar útgáfuréttindi félagsins voru seld þann 5. september síðastliðinn hafi félagið skuldað 327 milljónir í opinber gjöld.Sjá einnig: Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Björn Ingi sagði í Facebook færslu í kjölfarið að um væri að ræða „brjálaðan hefndarleiðangur“. Ómar R. Valdimarsson, nýkjörinn stjórnarformaður Pressunnar, sakaði Björn Inga um bílstuld og krafðist hann þess að hann myndi sem fyrrverandi eigandi fyrirtækisins skila bílnum, annars yrði bifreiðin tilkynnt stolin. Sagði Björn Ingi að hann hefði fyrir löngu tekið yfir leigusamning bílsins.Allar eignirnar settar á söluÍ lok nóvember var það tilkynnt að allar eignir félagsins hefðu verið settar á sölu og tveimur starfsmönnum félagsins sagt upp. Um væri að ræða landshlutablöðin Akureyri Vikublað, Austurland, Reykjanes, Suðra, Vesturland, Vestfirði, Ölduna, Sleggjuna, Birtu, Hafnarfjörð, Kópavog og Reykjavík Vikublað. Sagði Ómar að allar eignir félagsins væru til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. Kristján var skipaður skiptastjóri fyrr í dag og segist nú vera að setja sig inn í mál félagsins.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Ný stjórn Pressunnar hefur kært Björn Inga Hrafnsson fyrir fjárdrátt og brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Lögmaður Björns segir það fjölmiðlasýningu. 6. desember 2017 07:00 Björn Ingi sakaður um bílstuld Ómar R. Valdimarsson krefst þess að Björn Ingi Hrafnsson skili bíl fyrirtækisins. 8. desember 2017 15:56 Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14 Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Sjá meira
Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Ný stjórn Pressunnar hefur kært Björn Inga Hrafnsson fyrir fjárdrátt og brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Lögmaður Björns segir það fjölmiðlasýningu. 6. desember 2017 07:00
Björn Ingi sakaður um bílstuld Ómar R. Valdimarsson krefst þess að Björn Ingi Hrafnsson skili bíl fyrirtækisins. 8. desember 2017 15:56
Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04
Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14
Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02
Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58