Áhættumat Gauti Jóhannesson skrifar 15. ágúst 2017 09:37 Nefnd sem vinnur að stefnumótun í fiskeldi mun skila af sér tillögum um miðjan mánuðinn. Í framhaldinu mun sjávarútvegsráðherra kynna þær í ríkisstjórn og fyrir atvinnuvega- og umhverfisnefnd þingsins. Í störfum sínum hefur nefndin víða leitað fanga. Sjávarútvegsráðherra hefur sagt að áhættumat Hafrannsóknarstofnunar vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi hljóti að vega þungt í vinnu nefndarinnar. Um það eru skiptar skoðanir. Bent hefur verið á að áhættumatið standi tæpast undir nafni út frá fræðilegum forsendum og að ýmsir þættir þess standist ekki lágmarkskröfur með tilliti til vísindalegra vinnubragða. Er þar sérstaklega horft til vægis Breiðdalsár, sem samkvæmt skýrslunni (bls. 8) er hafbeitará sett í flokk með Ytri- og Eystri Rangá og því ranglega sett í flokk með ám með villta laxastofna. Umræðu um fiskeldismál hættir til að verða nokkuð einsleit – menn eru með eða á móti, talsmenn verndunar eða nýtingar og látið eins og þau sjónarmið séu alltaf ósamrýmanleg. Verði niðurstaðan sú sem skýrsla um áhættumat Hafrannsóknarstofnunar boðar er ljóst að áhrifin á fyrirhugaða atvinnuuppbyggingu og mannlíf á Austfjörðum verða gríðarleg. Þau sveitarfélög sem um ræðir eru Fjarðabyggð og Djúpavogshreppur. Djúpavogshreppur hefur um margra ára skeið rekið ábyrga umhverfisstefnu, verið í fararbroddi þegar kemur að verndun og friðun náttúruminja og jafnan átt í farsælu samstarfi við þær stofnanir sem um ræðir hverju sinni. Má í því sambandi t.d. nefna umsögn sveitarstjórnar að beiðni Skipulagsstofnunar um framleiðslu á laxi og regnbogasilungi 17. júlí 2014 þar sem segir: „Sveitarstjórn treystir því að fagstofnanir sem hafa fengið áætlunina til umsagnar taki til skoðunar þá þætti máls sem sveitarstjórn sem slík hefur ekki faglegar forsendur til að meta. Sveitarstjórn lítur að öðru leiti svo á að mikilvægt sé að vinna að uppbyggingu fiskeldis í Berufirði í sátt við umhverfi og samfélag sbr. smábátasjómenn, landeigendur og fleiri hagsmunaaðila.“ Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti stefnumörkun í fiskeldi á fundi sínum í júní 2017. Í henni segir m.a.: „Skýr stefna er til staðar um verndun ósnortinnar náttúru og víðerna og víðtæk sátt ríkir um að óbyggðir firðir á borð við Hellisfjörð og Viðfjörð verði lokaðir fyrir fiskeldi.“ Af framansögðu ætti að vera ljóst að hvorugt þessara sveitarfélaga verður sakað um að fara offari þegar fiskeldi er annars vegar. Djúpivogur hefur mætt miklu mótlæti í atvinnumálum undanfarin ár. Vinnsla á uppsjávarfiski, um 35 þús. tonn á ári, lagðist af 2006 og kvótinn fór annað. Árið 2014 fluttust 90% hefðbundinna aflaheimilda burt af staðnum. Byggðarlaginu var í kjölfarið úthlutað sérstökum byggðakvóta sem ásamt hefðbundnum byggðakvóta nemur um fjórðungi þess sem unnið var á staðnum fram til þess tíma – en það er önnur saga. Sóknarfæri í fiskeldi var því kærkomin viðbót í þeirri atvinnuuppbyggingu sem Djúpavogshreppi er nauðsynleg í kjölfar þessara áfalla. Sé horft til þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað á suðurfjörðum Vestfjarða bendir enda flest til þess að fiskeldi feli í sér eitt helsta sóknarfæri jaðarbyggða í atvinnuþróun og samfélagslegri uppbyggingu. Það er því skylda okkar sem veitum þessum sömu byggðum forstöðu að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stuðla að sambærilegri uppbyggingu sé þess nokkur kostur. Að sama skapi hvílir sú skylda á stjórnvöldum að öll ákvarðanataka tengd málaflokknum sé yfirveguð og byggi á traustum vísindalegum grunni. Eins og fram hefur komið er uppi réttmætar áhyggjur um að svo sé ekki í þessu tilviki. Af því tilefni er rétt að árétta niðurlag sameiginlegrar ályktunar bæjarráðs Fjarðabyggðar og sveitarstjórnar Djúpavogshrepps dags. 22. júlí 2017 þar sem segir: „Jafnframt er lögð áhersla á að stjórnvöld skjóti allri ákvarðanatöku á frest sem byggir með einhverju móti á áhættumatinu þar til ljóst er að forsendur matsins séu réttar.“Höfundur er sveitarstjóri í Djúpavogshreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Nefnd sem vinnur að stefnumótun í fiskeldi mun skila af sér tillögum um miðjan mánuðinn. Í framhaldinu mun sjávarútvegsráðherra kynna þær í ríkisstjórn og fyrir atvinnuvega- og umhverfisnefnd þingsins. Í störfum sínum hefur nefndin víða leitað fanga. Sjávarútvegsráðherra hefur sagt að áhættumat Hafrannsóknarstofnunar vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi hljóti að vega þungt í vinnu nefndarinnar. Um það eru skiptar skoðanir. Bent hefur verið á að áhættumatið standi tæpast undir nafni út frá fræðilegum forsendum og að ýmsir þættir þess standist ekki lágmarkskröfur með tilliti til vísindalegra vinnubragða. Er þar sérstaklega horft til vægis Breiðdalsár, sem samkvæmt skýrslunni (bls. 8) er hafbeitará sett í flokk með Ytri- og Eystri Rangá og því ranglega sett í flokk með ám með villta laxastofna. Umræðu um fiskeldismál hættir til að verða nokkuð einsleit – menn eru með eða á móti, talsmenn verndunar eða nýtingar og látið eins og þau sjónarmið séu alltaf ósamrýmanleg. Verði niðurstaðan sú sem skýrsla um áhættumat Hafrannsóknarstofnunar boðar er ljóst að áhrifin á fyrirhugaða atvinnuuppbyggingu og mannlíf á Austfjörðum verða gríðarleg. Þau sveitarfélög sem um ræðir eru Fjarðabyggð og Djúpavogshreppur. Djúpavogshreppur hefur um margra ára skeið rekið ábyrga umhverfisstefnu, verið í fararbroddi þegar kemur að verndun og friðun náttúruminja og jafnan átt í farsælu samstarfi við þær stofnanir sem um ræðir hverju sinni. Má í því sambandi t.d. nefna umsögn sveitarstjórnar að beiðni Skipulagsstofnunar um framleiðslu á laxi og regnbogasilungi 17. júlí 2014 þar sem segir: „Sveitarstjórn treystir því að fagstofnanir sem hafa fengið áætlunina til umsagnar taki til skoðunar þá þætti máls sem sveitarstjórn sem slík hefur ekki faglegar forsendur til að meta. Sveitarstjórn lítur að öðru leiti svo á að mikilvægt sé að vinna að uppbyggingu fiskeldis í Berufirði í sátt við umhverfi og samfélag sbr. smábátasjómenn, landeigendur og fleiri hagsmunaaðila.“ Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti stefnumörkun í fiskeldi á fundi sínum í júní 2017. Í henni segir m.a.: „Skýr stefna er til staðar um verndun ósnortinnar náttúru og víðerna og víðtæk sátt ríkir um að óbyggðir firðir á borð við Hellisfjörð og Viðfjörð verði lokaðir fyrir fiskeldi.“ Af framansögðu ætti að vera ljóst að hvorugt þessara sveitarfélaga verður sakað um að fara offari þegar fiskeldi er annars vegar. Djúpivogur hefur mætt miklu mótlæti í atvinnumálum undanfarin ár. Vinnsla á uppsjávarfiski, um 35 þús. tonn á ári, lagðist af 2006 og kvótinn fór annað. Árið 2014 fluttust 90% hefðbundinna aflaheimilda burt af staðnum. Byggðarlaginu var í kjölfarið úthlutað sérstökum byggðakvóta sem ásamt hefðbundnum byggðakvóta nemur um fjórðungi þess sem unnið var á staðnum fram til þess tíma – en það er önnur saga. Sóknarfæri í fiskeldi var því kærkomin viðbót í þeirri atvinnuuppbyggingu sem Djúpavogshreppi er nauðsynleg í kjölfar þessara áfalla. Sé horft til þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað á suðurfjörðum Vestfjarða bendir enda flest til þess að fiskeldi feli í sér eitt helsta sóknarfæri jaðarbyggða í atvinnuþróun og samfélagslegri uppbyggingu. Það er því skylda okkar sem veitum þessum sömu byggðum forstöðu að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stuðla að sambærilegri uppbyggingu sé þess nokkur kostur. Að sama skapi hvílir sú skylda á stjórnvöldum að öll ákvarðanataka tengd málaflokknum sé yfirveguð og byggi á traustum vísindalegum grunni. Eins og fram hefur komið er uppi réttmætar áhyggjur um að svo sé ekki í þessu tilviki. Af því tilefni er rétt að árétta niðurlag sameiginlegrar ályktunar bæjarráðs Fjarðabyggðar og sveitarstjórnar Djúpavogshrepps dags. 22. júlí 2017 þar sem segir: „Jafnframt er lögð áhersla á að stjórnvöld skjóti allri ákvarðanatöku á frest sem byggir með einhverju móti á áhættumatinu þar til ljóst er að forsendur matsins séu réttar.“Höfundur er sveitarstjóri í Djúpavogshreppi.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun