Allt að 60 prósent dýrari vörur í H&M á Íslandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 14:30 Á þessari mynd má sjá verðið í nokkrum gjaldmiðlum. Aðsend Mikið hefur verið rætt um verðlagningu í fataverslunum hér á landi en Vísir birti í gær verð í íslenskum krónum á nokkrum vörum fatarisans H&M. Ljóst er að þrátt fyrir að verðin í verslun H&M á Íslandi teljist í lægri kantinum eru þau oft töluvert frá því lága verði sem býðst þegar varan er keypt í öðrum löndum. Við skoðuðum verð á nokkrum vörum í íslenskum krónum, evrum, danskri krónu, norskri krónu, sænskri krónu og bresku pundi. Á þeim vörum var verðmunurinn frá 10 prósentum upp í 60 prósent ódýrari erlendis þar sem hann var mestur.VísirBleikir strigaskór sem munu kosta 4.495 krónur á Íslandi kosta 24,99 evrur eða 3.172 krónur ef tekið er mið af genginu þegar þessi frétt er skrifuð. Í Danmörku kosta þeir 3.479 krónur, í Noregi 3.462 krónur, 3.414 í Svíþjóð og 2.788 krónur í Bretlandi. Munurinn á dýrasta og ódýrasta verðinu er 1.707 krónur og eru þeir því 60 prósent dýrari á hér á landi en í Bretlandi. Svartar dömugallabuxur sem kosta 3.495 krónur á Íslandi kosta til samanburðar aðeins 19,99 evrur sem gera 2.538 íslenskar krónur. Í Danmörku kosta þær 3.129 krónur, í Noregi kosta þær 2.767 krónur, í Svíþjóð 2.728 krónur og í Bretlandi er verðið 2.509 krónur. Karlmannssokkar sem kosta 1.495 hér á landi kosta 7,99 evrur eða 1.014 krónur. Í Danmörku er verðið 1.398 krónur, í Noregi 1.250, í Svíþjóð 1.095 krónur og í Bretlandi kosta sokkarnir aðeins 975 krónur. Bláu herragallabuxurnar sem munu kosta 4.995 í H&M á Íslandi kosta 3.808 krónur í þeim löndum þar sem notast er við evru. Í Danmörku kosta þær 4.353 krónur, í Noregi 4.158 krónur, í Svíþjóð 4.099 krónur og í Bretlandi 3.485 krónur á núverandi gengi. Barnasamfellur sem munu kosta 2.295 krónur á Íslandi, kosta 9,99 evrur eða 1.268 krónur erlendis og aðeins 1.114 krónur í Bretlandi. Í Danmörku kosta þær 1.398 krónur, í Noregi 1.377 krónur og í Svíþjóð 1.357 krónur. Vörur á afslætti Fyrsta verslun H&M á Íslandi opnar í Smáralind laugardaginn 26. ágúst og munu fyrstu þúsund viðskiptavinirnir í röðinni fá gjafabréf frá versluninni. Vísir sagði frá því á dögunum að útvaldir einstaklingar hefðu fengið boð um að versla á 20 prósent afslætti í sérstöku opnunarhófi tveimur dögum fyrir opnun. Nú hefur H&M tilkynnt að allir viðskiptavinirnir sem versla á sjálfan opnunardaginn, 26. ágúst, fá þennan sama afslátt af öllum vörum. H&M Tengdar fréttir Svona verður verðið í H&M á Íslandi Við skoðuðum verðlagninguna á nokkrum vörum í dömu-, herra- og barnadeild H&M á Íslandi. 14. ágúst 2017 10:45 H&M vörur dýrari í íslenskum krónum Íslenskt verð eru farið að birtast á verðmiðum fata í H&M í Noregi. Verðið virðist vera hærra í íslenskum krónum en norskum krónum. Krónan hefur styrkst mikið síðastliðið ár. 17. maí 2017 05:00 Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Íslenskum samfélagsmiðlastjörnum og öðrum áhrifavöldum innan tískuheimsins hefur verið boðið á opnunarhóf H&M á Íslandi, tveimur dögum fyrir hinn eiginlega opnunardag. Áhrifavaldarnir fá að taka með sér vin og býðst að versla vörur á afslætti. 9. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um verðlagningu í fataverslunum hér á landi en Vísir birti í gær verð í íslenskum krónum á nokkrum vörum fatarisans H&M. Ljóst er að þrátt fyrir að verðin í verslun H&M á Íslandi teljist í lægri kantinum eru þau oft töluvert frá því lága verði sem býðst þegar varan er keypt í öðrum löndum. Við skoðuðum verð á nokkrum vörum í íslenskum krónum, evrum, danskri krónu, norskri krónu, sænskri krónu og bresku pundi. Á þeim vörum var verðmunurinn frá 10 prósentum upp í 60 prósent ódýrari erlendis þar sem hann var mestur.VísirBleikir strigaskór sem munu kosta 4.495 krónur á Íslandi kosta 24,99 evrur eða 3.172 krónur ef tekið er mið af genginu þegar þessi frétt er skrifuð. Í Danmörku kosta þeir 3.479 krónur, í Noregi 3.462 krónur, 3.414 í Svíþjóð og 2.788 krónur í Bretlandi. Munurinn á dýrasta og ódýrasta verðinu er 1.707 krónur og eru þeir því 60 prósent dýrari á hér á landi en í Bretlandi. Svartar dömugallabuxur sem kosta 3.495 krónur á Íslandi kosta til samanburðar aðeins 19,99 evrur sem gera 2.538 íslenskar krónur. Í Danmörku kosta þær 3.129 krónur, í Noregi kosta þær 2.767 krónur, í Svíþjóð 2.728 krónur og í Bretlandi er verðið 2.509 krónur. Karlmannssokkar sem kosta 1.495 hér á landi kosta 7,99 evrur eða 1.014 krónur. Í Danmörku er verðið 1.398 krónur, í Noregi 1.250, í Svíþjóð 1.095 krónur og í Bretlandi kosta sokkarnir aðeins 975 krónur. Bláu herragallabuxurnar sem munu kosta 4.995 í H&M á Íslandi kosta 3.808 krónur í þeim löndum þar sem notast er við evru. Í Danmörku kosta þær 4.353 krónur, í Noregi 4.158 krónur, í Svíþjóð 4.099 krónur og í Bretlandi 3.485 krónur á núverandi gengi. Barnasamfellur sem munu kosta 2.295 krónur á Íslandi, kosta 9,99 evrur eða 1.268 krónur erlendis og aðeins 1.114 krónur í Bretlandi. Í Danmörku kosta þær 1.398 krónur, í Noregi 1.377 krónur og í Svíþjóð 1.357 krónur. Vörur á afslætti Fyrsta verslun H&M á Íslandi opnar í Smáralind laugardaginn 26. ágúst og munu fyrstu þúsund viðskiptavinirnir í röðinni fá gjafabréf frá versluninni. Vísir sagði frá því á dögunum að útvaldir einstaklingar hefðu fengið boð um að versla á 20 prósent afslætti í sérstöku opnunarhófi tveimur dögum fyrir opnun. Nú hefur H&M tilkynnt að allir viðskiptavinirnir sem versla á sjálfan opnunardaginn, 26. ágúst, fá þennan sama afslátt af öllum vörum.
H&M Tengdar fréttir Svona verður verðið í H&M á Íslandi Við skoðuðum verðlagninguna á nokkrum vörum í dömu-, herra- og barnadeild H&M á Íslandi. 14. ágúst 2017 10:45 H&M vörur dýrari í íslenskum krónum Íslenskt verð eru farið að birtast á verðmiðum fata í H&M í Noregi. Verðið virðist vera hærra í íslenskum krónum en norskum krónum. Krónan hefur styrkst mikið síðastliðið ár. 17. maí 2017 05:00 Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Íslenskum samfélagsmiðlastjörnum og öðrum áhrifavöldum innan tískuheimsins hefur verið boðið á opnunarhóf H&M á Íslandi, tveimur dögum fyrir hinn eiginlega opnunardag. Áhrifavaldarnir fá að taka með sér vin og býðst að versla vörur á afslætti. 9. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Svona verður verðið í H&M á Íslandi Við skoðuðum verðlagninguna á nokkrum vörum í dömu-, herra- og barnadeild H&M á Íslandi. 14. ágúst 2017 10:45
H&M vörur dýrari í íslenskum krónum Íslenskt verð eru farið að birtast á verðmiðum fata í H&M í Noregi. Verðið virðist vera hærra í íslenskum krónum en norskum krónum. Krónan hefur styrkst mikið síðastliðið ár. 17. maí 2017 05:00
Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Íslenskum samfélagsmiðlastjörnum og öðrum áhrifavöldum innan tískuheimsins hefur verið boðið á opnunarhóf H&M á Íslandi, tveimur dögum fyrir hinn eiginlega opnunardag. Áhrifavaldarnir fá að taka með sér vin og býðst að versla vörur á afslætti. 9. ágúst 2017 11:45