Fjármálalæsi ungs fólks Ásta S. Helgadóttir skrifar 4. apríl 2017 07:00 Alþjóðleg fjármálalæsisvika stóð yfir dagana 27. mars til 2. apríl en tilgangur hennar var m.a. að stuðla að vitundarvakningu um mikilvægi fjármálalæsismenntunar og viðhorfsbreytingum í fjármálum. Af þessu tilefni var haldin ráðstefna í Háskólabíói þann 29. mars sl. um fjármálalæsi ungs fólks, þar sem undirrituð hélt erindi sem bar yfirskriftina: „Er ungt fólk í skuldavanda?“ Spurningin er áhugaverð í ljósi þess að umsóknum ungs fólks hefur fjölgað hlutfallslega hjá umboðsmanni skuldara. Hjá embættinu geta einstaklingar sótt um almenna ráðgjöf, úrræði greiðsluaðlögunar og fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta. Sem dæmi má nefna að árið 2016 voru 25 prósent umsækjenda um greiðsluaðlögun yngri en 30 ára, miðað við árið 2012 þegar hlutfall þessa aldurshóps var eingöngu fimm prósent. Sérstaka athygli vekur að enginn umsækjanda um greiðsluaðlögun á árinu 2016, yngri en 30 ára, býr í eigin húsnæði. Þetta er í takt við þá þróun að hlutfall leigjenda sem leita til embættisins hefur hækkað mikið. Það er umhugsunarefni hvað veldur skuldavanda ungs fólks sem leitar til embættisins. Að mati undirritaðrar eru margþættar ástæður fyrir fjárhagsvanda þessara einstaklinga. Samkvæmt greiningu á umsækjendum um greiðsluaðlögun, yngri en 30 ára, er um að ræða tekjulága einstaklinga á leigumarkaði, sem skulda neysluskuldir, oft með óhagstæðum lánaskilmálum. Við skoðun þessara mála, má í flestum tilvikum greina tekjuvanda, þ.e. tekjur duga ekki fyrir grunnframfærslu og leigukostnaði, sem leiðir til skuldsetningar. Því er ósvarað að hve miklu leyti skortur á fjármálalæsi hefur stuðlað að skuldavanda þessara umsækjenda, enda sérstakt rannsóknarefni út af fyrir sig. Það er þó ljóst að einstaklingar sem leita til embættisins, bera oft fyrir sig vankunnáttu í fjármálum sem hafi leitt til rangrar ákvörðunartöku og verri lífsgæða. Að mati undirritaðrar þarf að efla kennslu í fjármálalæsi strax frá unga aldri þar sem aukið fjármálalæsi stuðlar að fjárhagslegri velferð, bæði einstaklinga og samfélagsins í heild sinni. Það ætti því að vera sameiginlegt kappsmál okkar allra að bæta fjármálalæsi, enda mikilvægi þess ótvírætt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðleg fjármálalæsisvika stóð yfir dagana 27. mars til 2. apríl en tilgangur hennar var m.a. að stuðla að vitundarvakningu um mikilvægi fjármálalæsismenntunar og viðhorfsbreytingum í fjármálum. Af þessu tilefni var haldin ráðstefna í Háskólabíói þann 29. mars sl. um fjármálalæsi ungs fólks, þar sem undirrituð hélt erindi sem bar yfirskriftina: „Er ungt fólk í skuldavanda?“ Spurningin er áhugaverð í ljósi þess að umsóknum ungs fólks hefur fjölgað hlutfallslega hjá umboðsmanni skuldara. Hjá embættinu geta einstaklingar sótt um almenna ráðgjöf, úrræði greiðsluaðlögunar og fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta. Sem dæmi má nefna að árið 2016 voru 25 prósent umsækjenda um greiðsluaðlögun yngri en 30 ára, miðað við árið 2012 þegar hlutfall þessa aldurshóps var eingöngu fimm prósent. Sérstaka athygli vekur að enginn umsækjanda um greiðsluaðlögun á árinu 2016, yngri en 30 ára, býr í eigin húsnæði. Þetta er í takt við þá þróun að hlutfall leigjenda sem leita til embættisins hefur hækkað mikið. Það er umhugsunarefni hvað veldur skuldavanda ungs fólks sem leitar til embættisins. Að mati undirritaðrar eru margþættar ástæður fyrir fjárhagsvanda þessara einstaklinga. Samkvæmt greiningu á umsækjendum um greiðsluaðlögun, yngri en 30 ára, er um að ræða tekjulága einstaklinga á leigumarkaði, sem skulda neysluskuldir, oft með óhagstæðum lánaskilmálum. Við skoðun þessara mála, má í flestum tilvikum greina tekjuvanda, þ.e. tekjur duga ekki fyrir grunnframfærslu og leigukostnaði, sem leiðir til skuldsetningar. Því er ósvarað að hve miklu leyti skortur á fjármálalæsi hefur stuðlað að skuldavanda þessara umsækjenda, enda sérstakt rannsóknarefni út af fyrir sig. Það er þó ljóst að einstaklingar sem leita til embættisins, bera oft fyrir sig vankunnáttu í fjármálum sem hafi leitt til rangrar ákvörðunartöku og verri lífsgæða. Að mati undirritaðrar þarf að efla kennslu í fjármálalæsi strax frá unga aldri þar sem aukið fjármálalæsi stuðlar að fjárhagslegri velferð, bæði einstaklinga og samfélagsins í heild sinni. Það ætti því að vera sameiginlegt kappsmál okkar allra að bæta fjármálalæsi, enda mikilvægi þess ótvírætt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar