Valur vann fyrri leikinn, 30-22, en tapaði síðari leiknum, 32-23, þar sem dómarar leiksins drógu taum rúmenska liðsins og hávær orðrómur um að þeim hafi verið mútað.
„Ég er búinn að gera greiningu á leiknum og er með 30 athugasemdir sem ég vil að verði skoðað frekar. Ég er sammála Valsmönnum í sinni gagnrýni,“ segir Guðjón.
Á stjórnarfundi HSÍ í hádeginu var ákveðið að senda inn formlega kvörtun til EHF vegna dómgæslunnar í leiknum.
„Við höfum verið í sambandi við EHF en þurfum að senda inn formlega kvörtun. EHF hefur brugðist vel við og svarað póstum. Þeir lofa að bregðast við og skoða þetta en hafa ekki enn gert það,“ segir Guðjón og bætir við að HSÍ muni fylgja því eftir að það fáist niðurstaða í málinu.
Sjá má fréttina í heild hér að neðan.