Stefan Bonneau verður gestur Körfuboltakvölds sem hefst klukkan 18.40 á Stöð 2 Sport í kvöld en þar mun hann ásamt sérfræðingum þáttarins fara yfir rimmu kvöldsins.
KR og Njarðvík eigast þá við í oddaleik í undanúrslitum en í húfi er sæti í lokaúrslitunum gegn Haukum.
Þessi sömu lið mættust í oddaleik í undanúrslitum í fyrra en þá hafði KR betur og varð svo Íslandsmeistari eftir sigur á Tindastóli í lokaúrslitunum.
Bonneau sleit sem frægt er hásin tvívegis á undanförnum mánuðum. Fyrst í haust, skömmu áður en deildin hófst, og svo aftur eftir að hann hafði spilað í aðeins örfáar mínútur í fyrsta leik sínum eftir margra mánaða endurhæfingu.
Hann mun einnig fjalla um rimmu liðanna í þessu undanúrslitaeinvígi hingað til en leikur KR og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15.
Bonneau gestur Körfuboltakvölds fyrir leik
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
