Opnun HÖFÐA Friðarseturs Dagur B Eggertsson og Jón Atli Benediktsson skrifar 7. október 2016 00:00 Í ár eru þrjátíu ár liðin frá því að kastljós heimsins beindist að leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs í Höfða. Í hugum margra markaði fundurinn upphafið að endalokum kalda stríðsins og þess valdajafnvægis sem hafði sett svip sinn á heiminn um 40 ára skeið. Í dag blasir við breytt landslag. Leiðtogar stórvelda hafa heiminn ekki í höndum sér á sama hátt og þá. Borgir hafa í auknum mæli áhrif á alþjóðavettvangi og vald einstaklingsins hefur aukist, ekki síst með tilkomu samfélagsmiðla. Þessar breytingar í samfélagi nútímans kalla á eflingu rannsókna og fræðslu og þar hefur háskólasamfélagið mikilvægu hlutverki að gegna. Samfélag sem hefur frið og öryggi í öndvegi byggir á virkri og upplýstri umræðu, sem mikilvægt er að allir taki þátt í. Í dag, föstudaginn 7. október, hefst starfsemi HÖFÐA Friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands með opnu málþingi í Hátíðasal Háskóla Íslands. Hlutverk HÖFÐA Friðarseturs er að styrkja Reykjavík sem borg friðar og vera til ráðgjafar um hvernig borgin geti unnið að friðarmálum hér heima og að heiman. Friðarsetrinu er þannig ætlað að vera vettvangur fyrir það samtal sem við viljum eiga um hlutverk borga, smáríkja og borgara í að stuðla að friði. Eitt af fyrstu verkefnum setursins verður að halda sumarnámskeið fyrir börn af ólíkum uppruna þar sem börnunum gefst tækifæri til að læra hvert af öðru og móta saman hugmyndir um hvernig hægt sé að byggja upp friðsamlegra og betra samfélag án fordóma og mismununar. Með því að efla færni barna í að greina og leysa úr ágreiningi á friðsamlegan hátt er hægt að vinna markvisst að því langtímamarkmiði að byggja upp friðarmenningu, sem síðar mun skila sér út í samfélagið í heild. Við bindum miklar vonir við HÖFÐA Friðarsetur og hlökkum til að takast á við þau verkefni sem bíða setursins á fyrstu starfsárum þess. Það skiptir máli að við vinnum öll að friði, ekki bara leiðtogar stórvelda. Málþingið er opið öllum og hefst kl. 13.00.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í ár eru þrjátíu ár liðin frá því að kastljós heimsins beindist að leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs í Höfða. Í hugum margra markaði fundurinn upphafið að endalokum kalda stríðsins og þess valdajafnvægis sem hafði sett svip sinn á heiminn um 40 ára skeið. Í dag blasir við breytt landslag. Leiðtogar stórvelda hafa heiminn ekki í höndum sér á sama hátt og þá. Borgir hafa í auknum mæli áhrif á alþjóðavettvangi og vald einstaklingsins hefur aukist, ekki síst með tilkomu samfélagsmiðla. Þessar breytingar í samfélagi nútímans kalla á eflingu rannsókna og fræðslu og þar hefur háskólasamfélagið mikilvægu hlutverki að gegna. Samfélag sem hefur frið og öryggi í öndvegi byggir á virkri og upplýstri umræðu, sem mikilvægt er að allir taki þátt í. Í dag, föstudaginn 7. október, hefst starfsemi HÖFÐA Friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands með opnu málþingi í Hátíðasal Háskóla Íslands. Hlutverk HÖFÐA Friðarseturs er að styrkja Reykjavík sem borg friðar og vera til ráðgjafar um hvernig borgin geti unnið að friðarmálum hér heima og að heiman. Friðarsetrinu er þannig ætlað að vera vettvangur fyrir það samtal sem við viljum eiga um hlutverk borga, smáríkja og borgara í að stuðla að friði. Eitt af fyrstu verkefnum setursins verður að halda sumarnámskeið fyrir börn af ólíkum uppruna þar sem börnunum gefst tækifæri til að læra hvert af öðru og móta saman hugmyndir um hvernig hægt sé að byggja upp friðsamlegra og betra samfélag án fordóma og mismununar. Með því að efla færni barna í að greina og leysa úr ágreiningi á friðsamlegan hátt er hægt að vinna markvisst að því langtímamarkmiði að byggja upp friðarmenningu, sem síðar mun skila sér út í samfélagið í heild. Við bindum miklar vonir við HÖFÐA Friðarsetur og hlökkum til að takast á við þau verkefni sem bíða setursins á fyrstu starfsárum þess. Það skiptir máli að við vinnum öll að friði, ekki bara leiðtogar stórvelda. Málþingið er opið öllum og hefst kl. 13.00.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun