Segir stjórnvöld hafa grafið undan innlendri framleiðslu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 7. júlí 2016 07:00 Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri í verksmiðju VARMA í Reykjavík, segir ekkert gagn að breytingum sem gerðar hafi verið á lögum um notkun þjóðfánans. Fréttablaðið/Vilhelm „Stjórnvöld hafa brugðist hlutverki sínu og með því grafið undan innlendri framleiðslu,“ segir Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins VARMA, sem framleiðir ullar- og skinnavörur. Fyrirtækið rekur verksmiðjur í Reykjavík og á Akureyri en þarf nú að hætta rekstri á Akureyri. Páll segir stjórnvöld ekki hafa sinnt reglugerðum í iðnaðinum, innfluttar ullar- og skinnavörur séu án upprunamerkinga og kaupandinn sjái engan mun á íslenskri vöru og innfluttri erlendri vöru. Páli finnst að merkingar nokkurra samkeppnisaðila hans gangi út á að láta neytendur trúa því að um íslenska framleiðslu og hráefni sé að ræða. Fyrirspurn Fréttablaðsins til Ólafar Nordal innanríkisráðherra og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, atvinnu- og iðnaðarráðherra, leiddi í ljós að starfshópur sem var skipaður í innanríkisráðuneytinu í október 2015 og átti að vinna í tengslum við upprunamerkingar á neytendavörum, skilaði aðeins niðurstöðu sem tók til notkunar íslenska þjóðfánans við markaðssetningu á vöru og þjónustu. „Þegar vinna starfshópsins var komin nokkuð á veg kom í ljós að fyrir þinginu lá frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, nr. 34/1944, með síðari breytingum. Frumvarpið fjallaði um notkun íslenska þjóðfánans við markaðssetningu á vöru og þjónustu. Samtök iðnaðarins gerðu breytingartillögur við frumvarpið sem byggðu að miklu leyti á þeim hugmyndum sem fram höfðu komið í vinnu starfshópsins. Úr varð að lögum nr. 34/1944 var breytt með lögum nr. 28/2016.,“ segir í svari frá innanríkisráðuneytinu. Páll segir starfshópinn ekki hafa gert það sem hann var skipaður til. „Þessi lög breyta í engu því að fyrirtæki þurfa eftir sem áður ekki að innihalds- eða upprunamerkja innfluttar ullar og skinnavörur, nema þau noti íslenska þjóðfánann í merkingum sínum. Það er ekkert gagn af þessari lagasetningu,“ ítrekar Páll. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra tekur undir með Páli. „Upprunamerkingar varða neytendavernd og neytendur eiga rétt á að vera upplýstir um vöruna, hvar hún er framleidd og um uppruna hráefnisins. Með réttum merkingum bætum við einnig samkeppnisstöðu íslensks iðnaðar,“ segir Ragnheiður. „Það er sjálfsagt að neytandinn geti séð á umbúðunum hvaða vörur eru framleiddar hér úr íslensku hráefni og hvaða vörur eru framleiddar annars staðar úr sama hráefni, t.d. í Asíu, segir hún. Neytendamál heyra undir innanríkisráðuneyti og Ragnheiður vísar í starfandi vinnuhóp. „Mitt ráðuneyti átti fulltrúa í þeim vinnuhópi. Hópurinn gerði hlé á störfum sínum þegar fánalagafrumvarpið svokallað var til meðferðar í þinginu og voru menn að freista þess þar að ná heildstætt utan um þessi mál. Það er hins vegar ljóst miðað við framkomnar athugasemdir að svo varð ekki,“ segir Ragnheiður Elín um lyktir mála og segir tilefni til að skoða málin þegar þing kemur saman í haust.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
„Stjórnvöld hafa brugðist hlutverki sínu og með því grafið undan innlendri framleiðslu,“ segir Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins VARMA, sem framleiðir ullar- og skinnavörur. Fyrirtækið rekur verksmiðjur í Reykjavík og á Akureyri en þarf nú að hætta rekstri á Akureyri. Páll segir stjórnvöld ekki hafa sinnt reglugerðum í iðnaðinum, innfluttar ullar- og skinnavörur séu án upprunamerkinga og kaupandinn sjái engan mun á íslenskri vöru og innfluttri erlendri vöru. Páli finnst að merkingar nokkurra samkeppnisaðila hans gangi út á að láta neytendur trúa því að um íslenska framleiðslu og hráefni sé að ræða. Fyrirspurn Fréttablaðsins til Ólafar Nordal innanríkisráðherra og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, atvinnu- og iðnaðarráðherra, leiddi í ljós að starfshópur sem var skipaður í innanríkisráðuneytinu í október 2015 og átti að vinna í tengslum við upprunamerkingar á neytendavörum, skilaði aðeins niðurstöðu sem tók til notkunar íslenska þjóðfánans við markaðssetningu á vöru og þjónustu. „Þegar vinna starfshópsins var komin nokkuð á veg kom í ljós að fyrir þinginu lá frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, nr. 34/1944, með síðari breytingum. Frumvarpið fjallaði um notkun íslenska þjóðfánans við markaðssetningu á vöru og þjónustu. Samtök iðnaðarins gerðu breytingartillögur við frumvarpið sem byggðu að miklu leyti á þeim hugmyndum sem fram höfðu komið í vinnu starfshópsins. Úr varð að lögum nr. 34/1944 var breytt með lögum nr. 28/2016.,“ segir í svari frá innanríkisráðuneytinu. Páll segir starfshópinn ekki hafa gert það sem hann var skipaður til. „Þessi lög breyta í engu því að fyrirtæki þurfa eftir sem áður ekki að innihalds- eða upprunamerkja innfluttar ullar og skinnavörur, nema þau noti íslenska þjóðfánann í merkingum sínum. Það er ekkert gagn af þessari lagasetningu,“ ítrekar Páll. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra tekur undir með Páli. „Upprunamerkingar varða neytendavernd og neytendur eiga rétt á að vera upplýstir um vöruna, hvar hún er framleidd og um uppruna hráefnisins. Með réttum merkingum bætum við einnig samkeppnisstöðu íslensks iðnaðar,“ segir Ragnheiður. „Það er sjálfsagt að neytandinn geti séð á umbúðunum hvaða vörur eru framleiddar hér úr íslensku hráefni og hvaða vörur eru framleiddar annars staðar úr sama hráefni, t.d. í Asíu, segir hún. Neytendamál heyra undir innanríkisráðuneyti og Ragnheiður vísar í starfandi vinnuhóp. „Mitt ráðuneyti átti fulltrúa í þeim vinnuhópi. Hópurinn gerði hlé á störfum sínum þegar fánalagafrumvarpið svokallað var til meðferðar í þinginu og voru menn að freista þess þar að ná heildstætt utan um þessi mál. Það er hins vegar ljóst miðað við framkomnar athugasemdir að svo varð ekki,“ segir Ragnheiður Elín um lyktir mála og segir tilefni til að skoða málin þegar þing kemur saman í haust.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira