Ólafur í KÚ hyggst stefna MS: Krefst mörg hundruð milljóna í bætur ingvar haraldsson skrifar 7. júlí 2016 14:31 Ólafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri KÚ mjólkurbús, segir úrskurð Samkeppniseftirlitsins vera mikinn sigur sig og sitt fólk. MS var sektað um 480 milljónir króna fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu með því selja hrámjólk til samkeppnisaðilana Mjólku, sem Ólafur stýrði, og síðar KÚ á mun hærra verði en MS sjálft og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga greiddu. „Við erum auðvitað ákaflega glöð með þessa niðurstöðu. Það er ljóst að Mjólkursamsalan er á undanförnum tíu árum búin að brjóta alvarlega gegn okkar rekstri og stórskaðað okkar hagsmuni ítrekað. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðuorð úrskurðarins eru mjög afgerandi.“Ólafur segir stjórnendum MS ekki treystandi til að starfa utan samkeppnislaga. Ari Edwald, forstjóri MS, er hins vegar afar ósáttur við niðurstöðu eftirlitsins.vísirMjólka keyrð út af markaðnumÓlafur segir að búið sé að undirbúa skaðabótakröfu gagnvart MS sem hljóði upp á mörg hundruð milljónir króna. „Þeim mun verða stefnt til dóms innan tíðar,“ segir Ólafur. „Þetta er sérstaklega alvarlegt í tilfelli Mjólku því að Mjólka var keyrð út af markaðnum með þessum aðgerðum MS, á mjög viðkvæmum tíma þegar við vorum að byggja félagið upp,“ segir Ólafur. Aðgerðirnar hafi einnig bitnað mjög illa á KÚ.Sjá einnig: Forstjóri MS: „Framganga Samkeppniseftirlitsins lítilmannleg“Kaupfélag Skagfirðinga tók rekstur Mjólku yfir árið 2009, en Samkeppniseftirlitið segir að verðlagning MS hafi miðað af því að koma Mjólku út af markaði. Samkeppniseftirlitið segir Mjólku og KÚ hafa greitt um 17 prósent hærra verð en Kaupfélagi Skagfirðinga var gert að greiða fyrir hrámjólk.Ólafur kallar eftir því að Alþingi endurskoði búvörusamningi sem Sigurður Ingi Jóhannesson, forsætisráðherra gerði við bændur.Bændur dragi stjórnendur MS til ábyrgðar„Ég sé ekki annað en að stjórn og stjórnendur Mjólkursamsölunnar hljóti að vera kallaðir til ábyrgðar af bændum að hafa hagað málum með þessum hætti og skaðað orðstír og hagsmuni fyrirtækisins með þessum hætti eins og þarna er gert,“ segir Ólafur.Þá vill Ólafur að Alþingi að endurskoða afstöðu sína til nýs búvörusamnings og undanþága MS frá samkeppnislögum. „Þetta hlýtur að kalla á búvörusamningurinn sem nú er fyrir Alþingi, hann hlýtur að vera settur út af borðinu, því að þessum mönnum er engan vegin treystandi til að starfa undir undanþágum frá ákvæðum samkeppnislaga. “ Tengdar fréttir MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri KÚ mjólkurbús, segir úrskurð Samkeppniseftirlitsins vera mikinn sigur sig og sitt fólk. MS var sektað um 480 milljónir króna fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu með því selja hrámjólk til samkeppnisaðilana Mjólku, sem Ólafur stýrði, og síðar KÚ á mun hærra verði en MS sjálft og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga greiddu. „Við erum auðvitað ákaflega glöð með þessa niðurstöðu. Það er ljóst að Mjólkursamsalan er á undanförnum tíu árum búin að brjóta alvarlega gegn okkar rekstri og stórskaðað okkar hagsmuni ítrekað. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðuorð úrskurðarins eru mjög afgerandi.“Ólafur segir stjórnendum MS ekki treystandi til að starfa utan samkeppnislaga. Ari Edwald, forstjóri MS, er hins vegar afar ósáttur við niðurstöðu eftirlitsins.vísirMjólka keyrð út af markaðnumÓlafur segir að búið sé að undirbúa skaðabótakröfu gagnvart MS sem hljóði upp á mörg hundruð milljónir króna. „Þeim mun verða stefnt til dóms innan tíðar,“ segir Ólafur. „Þetta er sérstaklega alvarlegt í tilfelli Mjólku því að Mjólka var keyrð út af markaðnum með þessum aðgerðum MS, á mjög viðkvæmum tíma þegar við vorum að byggja félagið upp,“ segir Ólafur. Aðgerðirnar hafi einnig bitnað mjög illa á KÚ.Sjá einnig: Forstjóri MS: „Framganga Samkeppniseftirlitsins lítilmannleg“Kaupfélag Skagfirðinga tók rekstur Mjólku yfir árið 2009, en Samkeppniseftirlitið segir að verðlagning MS hafi miðað af því að koma Mjólku út af markaði. Samkeppniseftirlitið segir Mjólku og KÚ hafa greitt um 17 prósent hærra verð en Kaupfélagi Skagfirðinga var gert að greiða fyrir hrámjólk.Ólafur kallar eftir því að Alþingi endurskoði búvörusamningi sem Sigurður Ingi Jóhannesson, forsætisráðherra gerði við bændur.Bændur dragi stjórnendur MS til ábyrgðar„Ég sé ekki annað en að stjórn og stjórnendur Mjólkursamsölunnar hljóti að vera kallaðir til ábyrgðar af bændum að hafa hagað málum með þessum hætti og skaðað orðstír og hagsmuni fyrirtækisins með þessum hætti eins og þarna er gert,“ segir Ólafur.Þá vill Ólafur að Alþingi að endurskoða afstöðu sína til nýs búvörusamnings og undanþága MS frá samkeppnislögum. „Þetta hlýtur að kalla á búvörusamningurinn sem nú er fyrir Alþingi, hann hlýtur að vera settur út af borðinu, því að þessum mönnum er engan vegin treystandi til að starfa undir undanþágum frá ákvæðum samkeppnislaga. “
Tengdar fréttir MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40
Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05