Ólafur í KÚ hyggst stefna MS: Krefst mörg hundruð milljóna í bætur ingvar haraldsson skrifar 7. júlí 2016 14:31 Ólafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri KÚ mjólkurbús, segir úrskurð Samkeppniseftirlitsins vera mikinn sigur sig og sitt fólk. MS var sektað um 480 milljónir króna fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu með því selja hrámjólk til samkeppnisaðilana Mjólku, sem Ólafur stýrði, og síðar KÚ á mun hærra verði en MS sjálft og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga greiddu. „Við erum auðvitað ákaflega glöð með þessa niðurstöðu. Það er ljóst að Mjólkursamsalan er á undanförnum tíu árum búin að brjóta alvarlega gegn okkar rekstri og stórskaðað okkar hagsmuni ítrekað. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðuorð úrskurðarins eru mjög afgerandi.“Ólafur segir stjórnendum MS ekki treystandi til að starfa utan samkeppnislaga. Ari Edwald, forstjóri MS, er hins vegar afar ósáttur við niðurstöðu eftirlitsins.vísirMjólka keyrð út af markaðnumÓlafur segir að búið sé að undirbúa skaðabótakröfu gagnvart MS sem hljóði upp á mörg hundruð milljónir króna. „Þeim mun verða stefnt til dóms innan tíðar,“ segir Ólafur. „Þetta er sérstaklega alvarlegt í tilfelli Mjólku því að Mjólka var keyrð út af markaðnum með þessum aðgerðum MS, á mjög viðkvæmum tíma þegar við vorum að byggja félagið upp,“ segir Ólafur. Aðgerðirnar hafi einnig bitnað mjög illa á KÚ.Sjá einnig: Forstjóri MS: „Framganga Samkeppniseftirlitsins lítilmannleg“Kaupfélag Skagfirðinga tók rekstur Mjólku yfir árið 2009, en Samkeppniseftirlitið segir að verðlagning MS hafi miðað af því að koma Mjólku út af markaði. Samkeppniseftirlitið segir Mjólku og KÚ hafa greitt um 17 prósent hærra verð en Kaupfélagi Skagfirðinga var gert að greiða fyrir hrámjólk.Ólafur kallar eftir því að Alþingi endurskoði búvörusamningi sem Sigurður Ingi Jóhannesson, forsætisráðherra gerði við bændur.Bændur dragi stjórnendur MS til ábyrgðar„Ég sé ekki annað en að stjórn og stjórnendur Mjólkursamsölunnar hljóti að vera kallaðir til ábyrgðar af bændum að hafa hagað málum með þessum hætti og skaðað orðstír og hagsmuni fyrirtækisins með þessum hætti eins og þarna er gert,“ segir Ólafur.Þá vill Ólafur að Alþingi að endurskoða afstöðu sína til nýs búvörusamnings og undanþága MS frá samkeppnislögum. „Þetta hlýtur að kalla á búvörusamningurinn sem nú er fyrir Alþingi, hann hlýtur að vera settur út af borðinu, því að þessum mönnum er engan vegin treystandi til að starfa undir undanþágum frá ákvæðum samkeppnislaga. “ Tengdar fréttir MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri KÚ mjólkurbús, segir úrskurð Samkeppniseftirlitsins vera mikinn sigur sig og sitt fólk. MS var sektað um 480 milljónir króna fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu með því selja hrámjólk til samkeppnisaðilana Mjólku, sem Ólafur stýrði, og síðar KÚ á mun hærra verði en MS sjálft og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga greiddu. „Við erum auðvitað ákaflega glöð með þessa niðurstöðu. Það er ljóst að Mjólkursamsalan er á undanförnum tíu árum búin að brjóta alvarlega gegn okkar rekstri og stórskaðað okkar hagsmuni ítrekað. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðuorð úrskurðarins eru mjög afgerandi.“Ólafur segir stjórnendum MS ekki treystandi til að starfa utan samkeppnislaga. Ari Edwald, forstjóri MS, er hins vegar afar ósáttur við niðurstöðu eftirlitsins.vísirMjólka keyrð út af markaðnumÓlafur segir að búið sé að undirbúa skaðabótakröfu gagnvart MS sem hljóði upp á mörg hundruð milljónir króna. „Þeim mun verða stefnt til dóms innan tíðar,“ segir Ólafur. „Þetta er sérstaklega alvarlegt í tilfelli Mjólku því að Mjólka var keyrð út af markaðnum með þessum aðgerðum MS, á mjög viðkvæmum tíma þegar við vorum að byggja félagið upp,“ segir Ólafur. Aðgerðirnar hafi einnig bitnað mjög illa á KÚ.Sjá einnig: Forstjóri MS: „Framganga Samkeppniseftirlitsins lítilmannleg“Kaupfélag Skagfirðinga tók rekstur Mjólku yfir árið 2009, en Samkeppniseftirlitið segir að verðlagning MS hafi miðað af því að koma Mjólku út af markaði. Samkeppniseftirlitið segir Mjólku og KÚ hafa greitt um 17 prósent hærra verð en Kaupfélagi Skagfirðinga var gert að greiða fyrir hrámjólk.Ólafur kallar eftir því að Alþingi endurskoði búvörusamningi sem Sigurður Ingi Jóhannesson, forsætisráðherra gerði við bændur.Bændur dragi stjórnendur MS til ábyrgðar„Ég sé ekki annað en að stjórn og stjórnendur Mjólkursamsölunnar hljóti að vera kallaðir til ábyrgðar af bændum að hafa hagað málum með þessum hætti og skaðað orðstír og hagsmuni fyrirtækisins með þessum hætti eins og þarna er gert,“ segir Ólafur.Þá vill Ólafur að Alþingi að endurskoða afstöðu sína til nýs búvörusamnings og undanþága MS frá samkeppnislögum. „Þetta hlýtur að kalla á búvörusamningurinn sem nú er fyrir Alþingi, hann hlýtur að vera settur út af borðinu, því að þessum mönnum er engan vegin treystandi til að starfa undir undanþágum frá ákvæðum samkeppnislaga. “
Tengdar fréttir MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40
Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05