Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Jakob Bjarnar skrifar 7. júlí 2016 14:05 Ari vandar Samkeppniseftirlitinu ekki kveðjurnar og segir úrskurðin byggja á einhvers konar öfugmælavísu. vísir Ari Edwald, forstjóri MS, er afar óhress með nýja niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem vill leggja 480 milljóna króna stjórnvaldssekt á Mjólkursamsöluna vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. Vísir náði tali af Ara þar sem hann er nú staddur erlendis í fríi með fjölskyldu sinni. Ari segir þessa tímasetningu alveg ábyggilega enga tilviljun, honum finnst vart forsvaranlegt að senda úrskurðinn frá sér nú, með þessum hætti án fyrirvara, þegar allir eru í fríi. „Þetta er ekkert nýtt. Þetta mál tekur til áranna 2008 til 2013 og hefur tekið nokkur ár. Er þá eðlilegt að dengja út svona úrskurði 7. júlí án nokkurrar viðvörunar, þegar allir eru í sumarfríi? Þetta er ekki boðlegt og alveg örugglega ekki tilviljun. Þeir vilja skapa sér einhvers konar forskot í umræðunni með þessari framgöngu,“ segir Ari.Forsendur dómsins öfugmælavísa Forstjórinn var nýlega búinn að fá þessa niðurstöðu í hendur þegar Vísir ræddi við hann og Ari sagði að yfirlýsingar frá MS væri að vænta fljótlega. „Þetta er endurtekið efni, þetta er sama ákvörðun og var tekin fyrir tveimur árum, sem þá var áfrýjað. þó það sé eitthvað hækkuð sektin,“ segir Ari og setur fyrirvara á þann að hann var að fá ákvörðunina í hendur. Honum þykir stórfurðulegt að sett hafi verið á viðbótarsekt útá þá kenningu Samkeppniseftirlitsins að MS hafi verið leynt gögnum í málinu. „Þetta teljum við algerlega út í loftið. Hefur enga stoð enda er þarna um að ræða þau atriði sem helst styðja við málflutning MS í málinu, þau sjónarmið sem þau töldu að hefðu verið leynt, en það var auðvitað það sem helst átti að vera stuðningur við málflutning MS. Þetta er einhvers konar öfugmælavísa.“Málinu hvergi nærri lokið Ari segir þetta lykilatriði: „Og mér finnst lítilmannlegt af þessari stofnun, í staðinn fyrir að axla ábyrgð á þessum handarbakavinnubrögðum að vilja klína þeim á MS með þeim hætti.“ Ari segir þennan drátt á afgreiðslu málsins hafa verið mjög bagalegan fyrir fyrirtækið, sem auðvitað hefði viljað sjá það út úr heiminum fyrir tveimur árum. „Þetta stenst ekki og mín fyrstu viðbrögð eru þau að það beri að líta á þennan úrskurð sem millikafla í málinu. Þetta er enginn endir máls. Samkeppniseftirlitið ber MS þungum sökum, en þetta eru svokallaðar „stundarsakir“ og munu ekki standast þegar öll kurl eru til grafar komin í málinu.“ Tengdar fréttir MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Ari Edwald, forstjóri MS, er afar óhress með nýja niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem vill leggja 480 milljóna króna stjórnvaldssekt á Mjólkursamsöluna vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. Vísir náði tali af Ara þar sem hann er nú staddur erlendis í fríi með fjölskyldu sinni. Ari segir þessa tímasetningu alveg ábyggilega enga tilviljun, honum finnst vart forsvaranlegt að senda úrskurðinn frá sér nú, með þessum hætti án fyrirvara, þegar allir eru í fríi. „Þetta er ekkert nýtt. Þetta mál tekur til áranna 2008 til 2013 og hefur tekið nokkur ár. Er þá eðlilegt að dengja út svona úrskurði 7. júlí án nokkurrar viðvörunar, þegar allir eru í sumarfríi? Þetta er ekki boðlegt og alveg örugglega ekki tilviljun. Þeir vilja skapa sér einhvers konar forskot í umræðunni með þessari framgöngu,“ segir Ari.Forsendur dómsins öfugmælavísa Forstjórinn var nýlega búinn að fá þessa niðurstöðu í hendur þegar Vísir ræddi við hann og Ari sagði að yfirlýsingar frá MS væri að vænta fljótlega. „Þetta er endurtekið efni, þetta er sama ákvörðun og var tekin fyrir tveimur árum, sem þá var áfrýjað. þó það sé eitthvað hækkuð sektin,“ segir Ari og setur fyrirvara á þann að hann var að fá ákvörðunina í hendur. Honum þykir stórfurðulegt að sett hafi verið á viðbótarsekt útá þá kenningu Samkeppniseftirlitsins að MS hafi verið leynt gögnum í málinu. „Þetta teljum við algerlega út í loftið. Hefur enga stoð enda er þarna um að ræða þau atriði sem helst styðja við málflutning MS í málinu, þau sjónarmið sem þau töldu að hefðu verið leynt, en það var auðvitað það sem helst átti að vera stuðningur við málflutning MS. Þetta er einhvers konar öfugmælavísa.“Málinu hvergi nærri lokið Ari segir þetta lykilatriði: „Og mér finnst lítilmannlegt af þessari stofnun, í staðinn fyrir að axla ábyrgð á þessum handarbakavinnubrögðum að vilja klína þeim á MS með þeim hætti.“ Ari segir þennan drátt á afgreiðslu málsins hafa verið mjög bagalegan fyrir fyrirtækið, sem auðvitað hefði viljað sjá það út úr heiminum fyrir tveimur árum. „Þetta stenst ekki og mín fyrstu viðbrögð eru þau að það beri að líta á þennan úrskurð sem millikafla í málinu. Þetta er enginn endir máls. Samkeppniseftirlitið ber MS þungum sökum, en þetta eru svokallaðar „stundarsakir“ og munu ekki standast þegar öll kurl eru til grafar komin í málinu.“
Tengdar fréttir MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40