Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Jakob Bjarnar skrifar 7. júlí 2016 14:05 Ari vandar Samkeppniseftirlitinu ekki kveðjurnar og segir úrskurðin byggja á einhvers konar öfugmælavísu. vísir Ari Edwald, forstjóri MS, er afar óhress með nýja niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem vill leggja 480 milljóna króna stjórnvaldssekt á Mjólkursamsöluna vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. Vísir náði tali af Ara þar sem hann er nú staddur erlendis í fríi með fjölskyldu sinni. Ari segir þessa tímasetningu alveg ábyggilega enga tilviljun, honum finnst vart forsvaranlegt að senda úrskurðinn frá sér nú, með þessum hætti án fyrirvara, þegar allir eru í fríi. „Þetta er ekkert nýtt. Þetta mál tekur til áranna 2008 til 2013 og hefur tekið nokkur ár. Er þá eðlilegt að dengja út svona úrskurði 7. júlí án nokkurrar viðvörunar, þegar allir eru í sumarfríi? Þetta er ekki boðlegt og alveg örugglega ekki tilviljun. Þeir vilja skapa sér einhvers konar forskot í umræðunni með þessari framgöngu,“ segir Ari.Forsendur dómsins öfugmælavísa Forstjórinn var nýlega búinn að fá þessa niðurstöðu í hendur þegar Vísir ræddi við hann og Ari sagði að yfirlýsingar frá MS væri að vænta fljótlega. „Þetta er endurtekið efni, þetta er sama ákvörðun og var tekin fyrir tveimur árum, sem þá var áfrýjað. þó það sé eitthvað hækkuð sektin,“ segir Ari og setur fyrirvara á þann að hann var að fá ákvörðunina í hendur. Honum þykir stórfurðulegt að sett hafi verið á viðbótarsekt útá þá kenningu Samkeppniseftirlitsins að MS hafi verið leynt gögnum í málinu. „Þetta teljum við algerlega út í loftið. Hefur enga stoð enda er þarna um að ræða þau atriði sem helst styðja við málflutning MS í málinu, þau sjónarmið sem þau töldu að hefðu verið leynt, en það var auðvitað það sem helst átti að vera stuðningur við málflutning MS. Þetta er einhvers konar öfugmælavísa.“Málinu hvergi nærri lokið Ari segir þetta lykilatriði: „Og mér finnst lítilmannlegt af þessari stofnun, í staðinn fyrir að axla ábyrgð á þessum handarbakavinnubrögðum að vilja klína þeim á MS með þeim hætti.“ Ari segir þennan drátt á afgreiðslu málsins hafa verið mjög bagalegan fyrir fyrirtækið, sem auðvitað hefði viljað sjá það út úr heiminum fyrir tveimur árum. „Þetta stenst ekki og mín fyrstu viðbrögð eru þau að það beri að líta á þennan úrskurð sem millikafla í málinu. Þetta er enginn endir máls. Samkeppniseftirlitið ber MS þungum sökum, en þetta eru svokallaðar „stundarsakir“ og munu ekki standast þegar öll kurl eru til grafar komin í málinu.“ Tengdar fréttir MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Ari Edwald, forstjóri MS, er afar óhress með nýja niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem vill leggja 480 milljóna króna stjórnvaldssekt á Mjólkursamsöluna vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. Vísir náði tali af Ara þar sem hann er nú staddur erlendis í fríi með fjölskyldu sinni. Ari segir þessa tímasetningu alveg ábyggilega enga tilviljun, honum finnst vart forsvaranlegt að senda úrskurðinn frá sér nú, með þessum hætti án fyrirvara, þegar allir eru í fríi. „Þetta er ekkert nýtt. Þetta mál tekur til áranna 2008 til 2013 og hefur tekið nokkur ár. Er þá eðlilegt að dengja út svona úrskurði 7. júlí án nokkurrar viðvörunar, þegar allir eru í sumarfríi? Þetta er ekki boðlegt og alveg örugglega ekki tilviljun. Þeir vilja skapa sér einhvers konar forskot í umræðunni með þessari framgöngu,“ segir Ari.Forsendur dómsins öfugmælavísa Forstjórinn var nýlega búinn að fá þessa niðurstöðu í hendur þegar Vísir ræddi við hann og Ari sagði að yfirlýsingar frá MS væri að vænta fljótlega. „Þetta er endurtekið efni, þetta er sama ákvörðun og var tekin fyrir tveimur árum, sem þá var áfrýjað. þó það sé eitthvað hækkuð sektin,“ segir Ari og setur fyrirvara á þann að hann var að fá ákvörðunina í hendur. Honum þykir stórfurðulegt að sett hafi verið á viðbótarsekt útá þá kenningu Samkeppniseftirlitsins að MS hafi verið leynt gögnum í málinu. „Þetta teljum við algerlega út í loftið. Hefur enga stoð enda er þarna um að ræða þau atriði sem helst styðja við málflutning MS í málinu, þau sjónarmið sem þau töldu að hefðu verið leynt, en það var auðvitað það sem helst átti að vera stuðningur við málflutning MS. Þetta er einhvers konar öfugmælavísa.“Málinu hvergi nærri lokið Ari segir þetta lykilatriði: „Og mér finnst lítilmannlegt af þessari stofnun, í staðinn fyrir að axla ábyrgð á þessum handarbakavinnubrögðum að vilja klína þeim á MS með þeim hætti.“ Ari segir þennan drátt á afgreiðslu málsins hafa verið mjög bagalegan fyrir fyrirtækið, sem auðvitað hefði viljað sjá það út úr heiminum fyrir tveimur árum. „Þetta stenst ekki og mín fyrstu viðbrögð eru þau að það beri að líta á þennan úrskurð sem millikafla í málinu. Þetta er enginn endir máls. Samkeppniseftirlitið ber MS þungum sökum, en þetta eru svokallaðar „stundarsakir“ og munu ekki standast þegar öll kurl eru til grafar komin í málinu.“
Tengdar fréttir MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40