CCP skilar methagnaði Sæunn Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2016 14:29 Hilmar Veigar Pétursson segir Gunjack mest selda sýndarveruleikaleikinn frá upphafi. Vísir/Anton Árið 2015 var metár í hagnaði tölvuleikjaframleiðandans CCP. Hagnaður ársins nam 2,7 milljörðum króna, samanborið við tap upp á 8,7 milljarða króna árið áður. Um er að ræða rúmlega ellefu milljarða króna viðsnúning í rekstri félagsins. EBITDA hagnaður ársins nam 4,1 milljarði króna, samanborið við 1,3 milljarð milljarða árið 2014. Í lok árs nam handbært fé 7,3 milljörðum króna. Heildareignir í árslok námu 10,4 milljörðum róna. Eigið fé nam 4,6 milljörðum króna í árslok og eigið fjárhlutfall var 44 prósent. „Við gripum til aðgerða í rauninni árið 2014 sem bjuggu til grunninn af þessum árangri sem er að nást núna. Þá straumlínuðum fyrirtækið og endurskipulögðum miðað við nýjan raunveruleika sem snerist mikið um EVE online og sýndarveruleikann. Þessar breytingar hafa skilað þessum árangri árið 2015,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, í samtali við Vísi. „Við sjáum fyrir okkur að halda þessu áfram, sérstaklega þegar þessi sýndarveruleikatækni er að komast meira á markað þetta árið. Þó það muni taka nokkur ár fyrir þá tækni að ná sínu tækifæri fyllilega. Þetta er eins og með alla aðra tækni, þær taka alltaf lengri tíma en maður heldur,“ segir Hilmar Veigar.Gunjack mest seldi sýndarveruleikaleikurinn frá upphafiSýndarveruleikaleikurinn Gunjack kom út í nóvember síðastliðnum og hefur að sögn Hilmars Veigars gengið mjög vel. „Gunjack er nú mest seldi sýndarveruleikaleikur frá upphafi tíma, hann er efstur á sölulistunum. Svo var Samsung að tilkynna að Gunjack muni fylgja ókeypis með símum af gerðinni Galaxy S7 og S7 Edge sem pantaðir eru í forsölu. Það eru auðvitað stórfréttir,“ segir Hilmar Veigar. Næsta verkefni CCP, leikurinn EVE Valkyrie, kemur út með Oculus Rift þann 28. mars næstkomandi, og fyrir PlayStation VR á fyrri helming þessa árs. Valkyrie mun líkt og Gunjack fylgja Oculus Rift tækjunum sjálfkrafa. Tengdar fréttir Stærsta fjárfesting í sögu CCP Tölvuleikjaframleiðandinn CCP fékk á dögunum fjárfestingu upp á fjóra milljarða dollara. 13. nóvember 2015 07:00 Zuckerberg naut þess að spila Gunjack frá CCP Stofnandi Facebook fagnar útkomu nýrra sýndarveruleikagleraugna með því að spila íslenskan tölvuleik. 23. nóvember 2015 10:51 Sýndarveruleiki CCP fylgir með símum frá Samsung EVE:Gunjack er meðal þeirra leikja sem mun fylgja nýjustu símum frá símarisanum Samsung. 23. febrúar 2016 20:08 Fjárfest fyrir sex milljarða í sprotafyrirtækjum Á síðasta ársfjórðungi árið 2015 var fjárfest í íslenskum sprotafyrirtækjum fyrir sem nemur sex milljörðum króna. Þetta kemur fram í samantekt fréttavefsins Norðurskautsins. Níu fjárfestingar voru á fjórðungnum. 9. janúar 2016 06:00 CCP gefur út fyrsta sýndarveruleikaleik fyrirtækisins Gunjack er gerður fyrir Samsung Gear VR búnaðinn. 20. nóvember 2015 10:57 Fjárfestar leggja fjóra milljarða í CCP Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfsson og einn stærsti framtakssjóður heims munu leggja nýtt hlutafé í CCP. 12. nóvember 2015 16:00 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Árið 2015 var metár í hagnaði tölvuleikjaframleiðandans CCP. Hagnaður ársins nam 2,7 milljörðum króna, samanborið við tap upp á 8,7 milljarða króna árið áður. Um er að ræða rúmlega ellefu milljarða króna viðsnúning í rekstri félagsins. EBITDA hagnaður ársins nam 4,1 milljarði króna, samanborið við 1,3 milljarð milljarða árið 2014. Í lok árs nam handbært fé 7,3 milljörðum króna. Heildareignir í árslok námu 10,4 milljörðum róna. Eigið fé nam 4,6 milljörðum króna í árslok og eigið fjárhlutfall var 44 prósent. „Við gripum til aðgerða í rauninni árið 2014 sem bjuggu til grunninn af þessum árangri sem er að nást núna. Þá straumlínuðum fyrirtækið og endurskipulögðum miðað við nýjan raunveruleika sem snerist mikið um EVE online og sýndarveruleikann. Þessar breytingar hafa skilað þessum árangri árið 2015,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, í samtali við Vísi. „Við sjáum fyrir okkur að halda þessu áfram, sérstaklega þegar þessi sýndarveruleikatækni er að komast meira á markað þetta árið. Þó það muni taka nokkur ár fyrir þá tækni að ná sínu tækifæri fyllilega. Þetta er eins og með alla aðra tækni, þær taka alltaf lengri tíma en maður heldur,“ segir Hilmar Veigar.Gunjack mest seldi sýndarveruleikaleikurinn frá upphafiSýndarveruleikaleikurinn Gunjack kom út í nóvember síðastliðnum og hefur að sögn Hilmars Veigars gengið mjög vel. „Gunjack er nú mest seldi sýndarveruleikaleikur frá upphafi tíma, hann er efstur á sölulistunum. Svo var Samsung að tilkynna að Gunjack muni fylgja ókeypis með símum af gerðinni Galaxy S7 og S7 Edge sem pantaðir eru í forsölu. Það eru auðvitað stórfréttir,“ segir Hilmar Veigar. Næsta verkefni CCP, leikurinn EVE Valkyrie, kemur út með Oculus Rift þann 28. mars næstkomandi, og fyrir PlayStation VR á fyrri helming þessa árs. Valkyrie mun líkt og Gunjack fylgja Oculus Rift tækjunum sjálfkrafa.
Tengdar fréttir Stærsta fjárfesting í sögu CCP Tölvuleikjaframleiðandinn CCP fékk á dögunum fjárfestingu upp á fjóra milljarða dollara. 13. nóvember 2015 07:00 Zuckerberg naut þess að spila Gunjack frá CCP Stofnandi Facebook fagnar útkomu nýrra sýndarveruleikagleraugna með því að spila íslenskan tölvuleik. 23. nóvember 2015 10:51 Sýndarveruleiki CCP fylgir með símum frá Samsung EVE:Gunjack er meðal þeirra leikja sem mun fylgja nýjustu símum frá símarisanum Samsung. 23. febrúar 2016 20:08 Fjárfest fyrir sex milljarða í sprotafyrirtækjum Á síðasta ársfjórðungi árið 2015 var fjárfest í íslenskum sprotafyrirtækjum fyrir sem nemur sex milljörðum króna. Þetta kemur fram í samantekt fréttavefsins Norðurskautsins. Níu fjárfestingar voru á fjórðungnum. 9. janúar 2016 06:00 CCP gefur út fyrsta sýndarveruleikaleik fyrirtækisins Gunjack er gerður fyrir Samsung Gear VR búnaðinn. 20. nóvember 2015 10:57 Fjárfestar leggja fjóra milljarða í CCP Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfsson og einn stærsti framtakssjóður heims munu leggja nýtt hlutafé í CCP. 12. nóvember 2015 16:00 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Stærsta fjárfesting í sögu CCP Tölvuleikjaframleiðandinn CCP fékk á dögunum fjárfestingu upp á fjóra milljarða dollara. 13. nóvember 2015 07:00
Zuckerberg naut þess að spila Gunjack frá CCP Stofnandi Facebook fagnar útkomu nýrra sýndarveruleikagleraugna með því að spila íslenskan tölvuleik. 23. nóvember 2015 10:51
Sýndarveruleiki CCP fylgir með símum frá Samsung EVE:Gunjack er meðal þeirra leikja sem mun fylgja nýjustu símum frá símarisanum Samsung. 23. febrúar 2016 20:08
Fjárfest fyrir sex milljarða í sprotafyrirtækjum Á síðasta ársfjórðungi árið 2015 var fjárfest í íslenskum sprotafyrirtækjum fyrir sem nemur sex milljörðum króna. Þetta kemur fram í samantekt fréttavefsins Norðurskautsins. Níu fjárfestingar voru á fjórðungnum. 9. janúar 2016 06:00
CCP gefur út fyrsta sýndarveruleikaleik fyrirtækisins Gunjack er gerður fyrir Samsung Gear VR búnaðinn. 20. nóvember 2015 10:57
Fjárfestar leggja fjóra milljarða í CCP Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfsson og einn stærsti framtakssjóður heims munu leggja nýtt hlutafé í CCP. 12. nóvember 2015 16:00
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent