Vídjólistaverk bandarísku söngkonunnar Beyoncé, Lemonade, sem frumsýnt var á sjónvarpsstöðinni HBO í apríl síðastliðnum verður sýnt á Vísi og Stöð 2 í kvöld klukkan 21:00.
Vídjólistaverkið er í raun klukkutíma löng kvikmynd sem Beyoncé gerði samhliða samnefndri plötu og má segja að myndin sé sjónræn plata þar sem lögin á Lemonade hljóma undir myndinni frá upphafi til enda.
Platan vakti mikla athygli þegar hún kom út og fjallaði Vísir ítarlega um hana en þá umfjöllun, Femínismi, framhjáhald og fyrirgefning í súrsætu límonaði Beyoncé, hér.
Lemonade Beyoncé sýnd á Stöð 2 og Vísi í kvöld

Tengdar fréttir

Adele gerði hlé á eigin tónleikum og hrósaði Beyoncé í hástert
Adele lýsti yfir aðdáun sinni á poppdrottningunni.

Femínismi, framhjáhald og fyrirgefning í súrsætu límonaði Beyoncé
Um fátt hefur verið meira rætt á samfélagsmiðlum síðustu daga en nýjustu plötu Beyoncé, Lemonade. Vísir rýnir í verkið.

Drottningin blandar límonaði
Beyoncé kom aðdáendum sínum á óvart á laugardaginn en hún gaf óvænt út plötuna Lemonade sama dag og hún frumsýndi samnefnda mynd á HBO. Platan hefur vakið töluverða athygli, aðallega vegna opinskárra texta um hjónabandsvandræði.