Svakaleg tölfræði hjá Martin í síðustu sex leikjum

Martin átti enn einn stórleikinn í gær þegar LIU Brooklyn vann St. Francis Brooklyn 82-67 í Íslendingaslag. Hann var stigahæstur í liðinu með 19 stig auk þess að taka 7 fráköst, gefa 5 stoðsendingar, stela 5 boltum og tapa ekki einum einasta bolta.
Það er skemmtilegt lesning að fara yfir frammistöðu Martin í síðustu sex leikjum LIU Brooklyn því hann hefur verið að bjóða upp á svakalega tölfræði á þessum 19 dögum.
LIU Brooklyn liðið hefur unnið fjóra af þessum sex leikjum en Martin hefur verið stighæstur í fjórum þeirra.
Í undanförnum sex leikjum hefur Martin skorað 20,8 stig í leik, tekið 6,7 fráköst í leik, gefið 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik og stolið 2,3 boltum í leik.
Hann er með samtals 28 stoðsendingar en aðeins 9 tapaða bolta. Það þýðir yfir þrjár stoðsendingar á hvern tapaðan bolta.
Martin hefur hitt úr 49 prósent skotanna og 40 prósent þriggja stiga skotanna í þessum sex leikjum og þá er vítanýting hans 87 prósent því 47 af 54 vítum hans hafa ratað rétta leið.
Hér fyrir neðan en tölfræði Martins í þessum sex leikjum:
92-84 sigur á Sacred Heart
22 stig - 8 fráköst - 7 stoðsendingar - 5 stolnir
85-88 tap fyrir Fairleigh Dickinson
21 stig - 3 fráköst - 5 stoðsendingar - 2 stolnir
77-74 sigur á Mount St. Mary's
21 stig - 7 fráköst - 3 stoðsendingar - 0 stolnir
90-98 tap fyrir Sacred Heart
25 stig - 4 fráköst - 1 stoðsending - 1 stolinn
82-69 sigur á WAGNER
17 stig - 11 fráköst - 5 stoðsendingar - 1 stolinn
92-67 sigur á St. Francis Brooklyn
19 stig - 7 fráköst - 5 stoðsendingar - 5 stolnir
Tengdar fréttir

Martin magnaður í sigri í Íslendingaslag
Martin Hermannsson var besti maður LIU Brooklyn sem vann Gunnar Ólafsson og félaga í St. Francis í háskólaboltanum.

Martin valin sjötti besti evrópski leikmaðurinn í bandaríska háskólaboltanum
Íslenski körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson er að standa sig vel með LIU Brooklyn í bandaríska háskólaboltanum og svo vel að menn eru farnir að flokka hann með bestu evrópsku strákunum.

Ótrúlegur leikur hjá Martin
Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson fór á kostum með liði sínu, LIU, í bandaríska háskólaboltanum í nótt.

Martin sá fyrsti í þrjú ár til að skora yfir 20 stig þrisvar í röð
Íslenski landsliðsmaðurinn er að fara á kostum með LIU Brooklyn í bandarísku háskólakörfunni.

Martin með enn einn stórleikinn | Sigur hjá Degi Kár og Gunnari
Martin Hermannsson heldur áfram að gera það gott með LIU Brooklyn í bandaríska háskólaboltanum.

Martin valinn leikmaður vikunnar í NEC-deildinni
Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson átti frábæra viku með körfuboltaliði LIU Brooklyn skólans og hann var í kvöld valinn leikmaður vikunnar í NEC-deildinni.

Þjálfari Martins: Framtíðin er mjög björt fyrir þennan unga mann
Jack Perri segir íslenska landsliðsmanninn fullan sjálfstrausts eftir að spila með Íslandi á EM síðasta sumar.