Engar forsendur fyrir riftunarmáli Höskuldur Kári Schram skrifar 16. febrúar 2016 18:30 Forstjóri Borgunar segir engar forsendur fyrir riftunarmáli af hálfu Landsbankans vegna sölunnar á fyrirtækinu. Þingmenn kölluðu eftir því á Alþingi í dag að yfirstjórn bankans víki vegna málsins og telja að það hafi skaðað trúverðugleika bankans. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að bankinn hafi ekki haft upplýsingar um greiðslur til Borgunar vegna yfirtöku Vísa í Ameríku á Vísa í Evrópu. Bankinn hefur verið harðlega gagnrýndur vegna málsins en forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa báðir sagt að hann hafi klúðrar sölunni. Landsbankinn hefur ekki útlokað að höfða riftunarmál ef í ljós kemur að stjórnendur fyrirtækisins hafi leynt upplýsingum. Haukur Oddsson forstjóri Borgunar hafnar í samtali við fréttastofu í dag öllum ásökunum um að upplýsingum hafi verið leynt. Þvert á móti segir hann að bankinn hafi haft aðgang að öllum upplýsingum um málið. Hann segir engar forsendur fyrir riftunarmáli af hálfu bankans vegna sölunnar. Hann segir ennfremur óskiljanlegt að bankinn hafi komist að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa að eigin sögn kynnt sér gögn um valréttinn, að Borgun, einn allra leyfishafa, hefði ekki rétt á greiðslum kæmi til þess að valrétturinn yrði nýttur. Þá kallar hann eftir því að Landsbankinn upplýsi um þá fyrirvara sem hann setti vegna sölunnar á Valitor út af umræddum greiðslum. Í svari frá Landsbankanum segir að upplýsingar um fyrirvarann um greiðslur frá Valitor til Landsbankans vegna valréttarins á milli Visa Europe og Visa Inc. sé að finna í svari bankans til Bankasýslu ríkisins frá 11. febrúar 2016. Þar kemur fram að viðbótargreiðslur, sem Landsbankinn kann að fá frá Arion banka vegna valréttarins, svara til 38% af andvirði greiðslna sem berast VISA Ísland (dótturfélag Valitor) að teknu tilliti til skatta, gjalda og kostnaðar sem slíkum greiðslum kann að fylgja. Viðbótargreiðslur lækka í 20% ef, og frá og með þeim tíma sem, Landsbankinn gengur úr viðskiptum við Valitor. Bankasýsla ríkisins og Fjármálaeftirlitið skoða nú málið en þingmenn kölluðu eftir því á Alþingi í dag að yfirstjórn bankans víki. „Dag eftir dag er okkur boðið upp á farsa, farsa í boði Landsbankans og Borgunar. Það er ekki boðlegt hvernig þessir aðilar hegða sér og koma fram. Að mínu viti eiga bæði stjórn og bankastjóri að víkja. Ég tel líka að stjórn Borgunar komist ekki undan því að takast á við sinn þátt málsins. Það má vel vera að þessi gjörningur sé löglegur en hann er algerlega siðlaus,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokks tók í svipaðan streng. „Málið er núna hins vegar farið að snúast um allt annað og meira en sölu Landsbankans á Borgun. Hún er farin að snúast um traust og trúverðugleika Landsbankans sjálfs. Það þarf að koma í veg fyrir að Landsbankinn verði fyrir tjóni og að virði hans rýrni út af þessu máli. Það þarf einfaldlega að taka þannig til hendi að Alþingi taki þetta mál til gaumgæfilegrar athugunar og að yfirstjórn Landsbankans víki,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson. Borgunarmálið Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Forstjóri Borgunar segir engar forsendur fyrir riftunarmáli af hálfu Landsbankans vegna sölunnar á fyrirtækinu. Þingmenn kölluðu eftir því á Alþingi í dag að yfirstjórn bankans víki vegna málsins og telja að það hafi skaðað trúverðugleika bankans. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að bankinn hafi ekki haft upplýsingar um greiðslur til Borgunar vegna yfirtöku Vísa í Ameríku á Vísa í Evrópu. Bankinn hefur verið harðlega gagnrýndur vegna málsins en forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa báðir sagt að hann hafi klúðrar sölunni. Landsbankinn hefur ekki útlokað að höfða riftunarmál ef í ljós kemur að stjórnendur fyrirtækisins hafi leynt upplýsingum. Haukur Oddsson forstjóri Borgunar hafnar í samtali við fréttastofu í dag öllum ásökunum um að upplýsingum hafi verið leynt. Þvert á móti segir hann að bankinn hafi haft aðgang að öllum upplýsingum um málið. Hann segir engar forsendur fyrir riftunarmáli af hálfu bankans vegna sölunnar. Hann segir ennfremur óskiljanlegt að bankinn hafi komist að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa að eigin sögn kynnt sér gögn um valréttinn, að Borgun, einn allra leyfishafa, hefði ekki rétt á greiðslum kæmi til þess að valrétturinn yrði nýttur. Þá kallar hann eftir því að Landsbankinn upplýsi um þá fyrirvara sem hann setti vegna sölunnar á Valitor út af umræddum greiðslum. Í svari frá Landsbankanum segir að upplýsingar um fyrirvarann um greiðslur frá Valitor til Landsbankans vegna valréttarins á milli Visa Europe og Visa Inc. sé að finna í svari bankans til Bankasýslu ríkisins frá 11. febrúar 2016. Þar kemur fram að viðbótargreiðslur, sem Landsbankinn kann að fá frá Arion banka vegna valréttarins, svara til 38% af andvirði greiðslna sem berast VISA Ísland (dótturfélag Valitor) að teknu tilliti til skatta, gjalda og kostnaðar sem slíkum greiðslum kann að fylgja. Viðbótargreiðslur lækka í 20% ef, og frá og með þeim tíma sem, Landsbankinn gengur úr viðskiptum við Valitor. Bankasýsla ríkisins og Fjármálaeftirlitið skoða nú málið en þingmenn kölluðu eftir því á Alþingi í dag að yfirstjórn bankans víki. „Dag eftir dag er okkur boðið upp á farsa, farsa í boði Landsbankans og Borgunar. Það er ekki boðlegt hvernig þessir aðilar hegða sér og koma fram. Að mínu viti eiga bæði stjórn og bankastjóri að víkja. Ég tel líka að stjórn Borgunar komist ekki undan því að takast á við sinn þátt málsins. Það má vel vera að þessi gjörningur sé löglegur en hann er algerlega siðlaus,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokks tók í svipaðan streng. „Málið er núna hins vegar farið að snúast um allt annað og meira en sölu Landsbankans á Borgun. Hún er farin að snúast um traust og trúverðugleika Landsbankans sjálfs. Það þarf að koma í veg fyrir að Landsbankinn verði fyrir tjóni og að virði hans rýrni út af þessu máli. Það þarf einfaldlega að taka þannig til hendi að Alþingi taki þetta mál til gaumgæfilegrar athugunar og að yfirstjórn Landsbankans víki,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson.
Borgunarmálið Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira