Guðbjörg fékk nefnilega vægan heilahristing eftir samstuð við stóru systur í leiknum.
Helena segir frá þessu á twitter í kvöld og sýnir mynd af þeim systrum saman.
Þetta var í fjórða sinn í vetur sem Helena og Haukaliðið hefur betur á móti Guðbjörgu og félögum hennar í Val.
Valur var átta stigum yfir þegar níu mínútur voru eftir af leiknum en þá fór Haukaliðið í gang með Helenu í fararbroddi og vann lokamínútur leiksins 21-7.
Haukakonur hafa þar með unnið alla níu heimaleiki sína í Domino´s deild kvenna á tímabilinu.
Helena Sverrisdóttir var með 26 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar en Guðbjörg var með 7 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar. Helena skoraði 19 af 26 stigum sínum í seinni hálfleiknum.
"Systraslagurinn" endaði með að stóru sis tókst að gefa lil sis vægan heilahristing... Oooopsie #hunlentisamtamer pic.twitter.com/vZ57q1UKe3
— Helena Sverrisdottir (@HelenaSverris) February 3, 2016